Bændablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202158
„Þetta verður fínt skjól,“ segir
Ásta F. Flosadóttir en hún og
Þorkell Pálsson, bændur á Höfða
í Grýtubakkahreppi, hafa reist
svonefnt vorhús, skýli fyrir lamb-
fé til nota svo ekki þurfi að hýsa
allan skarann inni í fjárhúsi þegar
vorhretin ganga yfir.
Ásta segir þau hafi dundað við
verkefnið í hjáverkum, en húsið er
12 metrar á lengd og 5 á breidd. Gert
er ráð fyrir að um það bil 80 kindur
geti leitað skjóls í húsinu. Hún segir
að miðað sé við að gefa fyrir utan
húsið, „en ef í harðbakkann slær
verður hægt að gefa inni,“ segir hún.
Fyrirmyndin austan úr Þistilfirði
„Við höfum lengi verið að velta
þessu fyrir okkur, en við sáum svona
hús í Þistilfirði, m.a. hjá Sigurði í
Holti og Eggerti í Laxárdal, en þar
hafa þau komið að góðum notum
þegar kalt er að vorlagi,“ segir Ásta.
„Það er ekki óalgengt að snjói hér
um slóðir í maí og því fylgir nætur-
frost og kuldi. Það er því gott að hafa
aðstöðu þar sem lambfé getur leitað
skjóls. Það er oft þröngt að hafa allt
fé inni yfir sauðburðinn á vorin og
mikil vinna og umstang,“ segir Ásta,
en planið er að reisa annað svipað
vorhús á öðrum stað á jörðinni síðar.
Efniviðurinn héðan og þaðan
Hún segir að þau hafi fyrir nokkru
byrjað að viða að sér efni, en segja
má að útsjónarsemi, nýtni og endur-
vinnsla hafi verið þeim Höfðahjónum
efst í huga við framkvæmdina.
Þau fengu langa rafmagnsstaura
sem RARIK var að taka niður í
Bárðardal og víðar, 12 metra langa
staura sem ákvarða lengd hússins.
Þá var verið að gera við þak á
Grenivíkurskóla og þar fengu þau
einnig efnivið og sömuleiðis þegar
gamla kaupfélagsbúðin á Grenivík
var rifin. Þakið er fengið úr þeirri
byggingu. Þau notuðu einnig timbur
úr fjárhúsum sínum, m.a. slitnar
spýtur úr króm. „Það má segja að
þaksaumurinn sé dýrasti pósturinn
í byggingunni,“ segir Ásta. /MÞÞ
LÍF&STARF
Ásta F. Flosadóttir, bóndi í Höfða, er ánægð með vorhúsið og segir að annað svipað verði reist síðar.
Yfirsmiðurinn Helgi Jökull Hilmarsson og Þorkell Pálsson spá í næstu skref
í framkvæmdum.
Efniviður í húsbygginguna kemur héðan og þaðan, m.a. má þar finna gamla
aflagða rafmagnsstaura úr Bárðardal.
Sigurður Einar Þorkelsson, „litli
bóndinn á bænum“, aðstoðaði for-
eldra sína við byggingu vorhússins.
Vorhúsið er hugsað fyrir lambfé sem skýli þegar vorhretin ganga yfir. Gert er ráð fyrir að um 80 kindur geti leitað skjóls í húsinu.
Steinsagir – Kjarnaborvélar – Gólfsagir
Allt fyrir
atvinnumanninn
MHG Verslun ehf / Víkurhvarfi 8 / 203 Kópavogi / S: 544-4656 / mhg.is
Husqvarna K770
Sögunardýpt 12,5cmDM400 kjarnaborvél
Hámark: 350mm LF75 LAT
Jarðvegsþjappa
Þjöppuþyngd 97 kg
Plata 50x57cm
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
FS400 LV
Sögunardýpt 16,5cm
K7000 Ring 27cm
Sögunardýpt 27cm