Bændablaðið - 23.09.2021, Page 62

Bændablaðið - 23.09.2021, Page 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 202162 LESENDARÝNI Vörslumenn landsins: Bændur Það sárnaði mörgum ummæli um að sauðfjárbúskapur væri hobbí en kannski eðlilegt að það virðist svo því starfið umlykur alla hans tilveru: Starfið er lífið sjálft. Það er enginn bóndi til án ástríðu. Þessi mikli áhugi og ástríða má þó ekki vera afsökun fyrir því að bæta ekki kjör bænda. Okkur stjórnmálamönnum ber skylda til þess að búa bændum betri skilyrði til að þróa búskap sinn og skapa aukin verðmæti. Framsókn á uppruna sinn í sveit- um landsins og hefur sú taug aldrei slitnað. Við í Framsókn skiljum að búskapur er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Búskapur er það sem hefur viðhaldið byggðum hringinn í kringum okkar fallega land. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á okkur öll en eitt af því jákvæða sem ég sé við hann er að aldrei fyrr hefur sókn Íslendinga í að ferðast um eigið land verið meiri. Því fylgir aukinn skilningur á því að við erum ein þjóð og Reykjanesbrautin suður á flugvöll ekki eina þjóðbrautin. Nú trúi ég því að tilfinningin um að við höfum öll svipaða hagsmuni, hvar sem við búum á landinu. Við þurfum öll á hvert öðru að halda. Það sem hefur líka gerst með yngri kynslóðum og þeirri miklu umræðu sem hefur verið um lofts- lagsmál og heilbrigði almennt er að fleiri bera meiri virðingu fyrir þeirri mikilvægu atvinnugrein sem er fóstruð í sveitum landsins. Bændur hafa frá landnámi verið vörslumenn landsins og náttúrunnar og hafa á síðustu árum sýnt stöðugt meiri ábyrgð í því hlutverki. Íslenskir neytendur, við öll, getum líka verið ákaflega þakklát að íslenskur land- búnaður er með sérstöðu í heiminum hvað varðar notkun sýklalyfja. Þá sérstöðu verðum við að vernda. Verkefnin sem snúa að land- búnaðinum eru mörg brýn. Við í Framsókn viljum að frumfram- leiðendum verði heimilað samstarf eins og víðast hvar í Evrópu og að afurðastöðvum í kjöti verði heimil- að samstarf líkt og í mjólkurfram- leiðslu. Við teljum mikilvægt að tollasamningi við ESB verði sagt upp og hann endurnýjaður vegna forsendubrests, ekki síst vegna útgöngu Breta úr sambandinu. Það er einnig brýnt að tollaeftirlit verði hert svo innlendir framleiðendur búi við eðlileg samkeppnisskilyrði. Á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið hefur mikið verið rætt um miðhálendisþjóðgarð. Framsókn setti strax í upphafi fyr- irvara í þeirri vinnu því að í málum sem snerta svo stóran hluta lands- ins verður að stíga varlega til jarð- ar. Í byrjun árs þegar frumvarpið leit dagsins ljós setti þingflokkur Framsóknar fyrirvarana aftur fram. Það hafa fáir bændur gleymt því mikla stríði sem var háð í hinum svokölluðu þjóðlendumálum. • Styrkja þarf kaflann um hefð- bundnar nytjar og tryggja fyrir fram að núverandi nytja- réttarhafar geti starfað með óbreyttum hætti. • Bera verður virðingu fyrir eignarhaldi bænda og ekki síður skipulagsvaldi sveitar- félaga. • Nauðsynlegt er að viðurkenna og setja inn í lagatexta að byggja þurfi upp vegi t.a.m. Kjalveg • Tryggja þarf frjálsa för almannaréttar. Þannig að gang andi, hjólandi, ríðandi og akandi geti ferðast eins og nú um hálendið án takmarkana. • Tryggja verður að leggja megi leggja raflínur og eða jarðstrengi innan marka til að tengja nýjar virkjanir og til endurnýjunar, viðhalds og styrkingar flutningskerfisins til framtíðar. Framsókn stendur við fyrirvarana sem settir voru fram við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Nú er göngum og réttum að ljúka víða um landið. Fram undan eru kosningar – og sláturtíð. Ég óska eftir stuðningi þínum, lesandi góður, í kosningunum þ.e.a.s., og hlakka til að taka slátur með stórfjölskyldunni þegar ryk stjórnmálanna verður sest. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson Það er best að kjósa XD Í gegnum alla sögu Sjálfstæðis­ flokksins hefur flokkurinn alltaf staðið með bændum. Á því verður engin breyting á minni vakt. Það sem stendur upp úr heim- sóknum mínum um kjördæmið er þessi framsýni og athafnakraftur sem einkennir bændur. Þar er engan bil- bug að finna, þrátt fyrir að þeirra rekstrarumhverfi og samkeppnis- staða sé á köflum erfið. Í mér eiga bændur samherja. Ég undrast mjög hvernig önnur framboð, einkan- lega á vinstri vængnum, tala niður íslenskan landbúnað í stað þess að taka mark á framvarðarsveit bænda. Ég vil vinna þétt með fólkinu sem er að rækta Ísland í stað þess að láta báknið tefja uppbyggingu atvinnu- greinar sem er og verður undirstaða íslensks þjóðlífs. Það má nefna að sífellt er verið að leggja auknar kröfur til bænda bæði hvað varðar aðbúnað dýra, sem og umhverfis- mál. Þar strandar ekki á bændum að standa sig vel. Ég tek undir þá kröfu að íslenskir bændur sitji við sama borð og kollegar þeirra í Evrópu. Innflutningur á landbúnaðarvörum og tollar á þeim er málaflokkur sem fáir stjórnmálamenn hafa tileinkað sér og því skortir oft skilning á þeim skilyrðum sem íslenskur landbún- aður býr við. Það vill svo til að ég þekki ágætlega til slíkra mála í gegnum störf mín í fyrirtæki okkar fjölskyldunnar. Tollar eru ekkert endilega sérstakt áhugamál fyrir íslenska bændur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að tollum á landbúnaðar- afurðir er beitt í nær öllum viðskipta- löndum Íslands.Það að flytja hingað inn niðurgreiddar erlendar vörur, án tolla, getur sett íslenskan landbúnað í erfiða stöðu. Samningsstaða okkar Íslendinga í viðskiptasamningum er að minnsta kosti ekki sterk á meðan svona er. Þessu þarf að sýna skilning og hafa til hliðsjónar við undirbún- ing nýrra búvörusamninga. Þar er nauðsynlegt að búa svo um hnútana að matvælaframleiðsla á Íslandi geti eflst enn frekar og að bændur gegni áfram lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Mér hefur fundist ánægjulegt að fylgjast með framsýni innan greinar- innar á svo mörgum sviðum. Ég horfi mjög til aukinnar þekkingar sem þar er að skapast með það að markmiði að landbúnaður verði áfram megin- stoð íslensks hagkerfis. Þar er að myndast grunnur að uppbyggingu í nýsköpun sem nýtist til framtíðar. Sem væntanlega fyrsti þingmaður kjördæmisins heiti ég því að taka að fullu þátt í slíku uppbyggingarstarfi. Atkvæði greitt XD á kjördag er atkvæði til stuðnings íslenskum landbúnaði. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300 Ísland er ríkt land og hér á að vera best í heimi að búa, eldast og eiga gott ævikvöld. Því miður á það ekki við um alla þá sem eldri eru hér á landi. Allt of margir eldri borgarar og öryrkjar verða að draga fram lífið á lífeyri sem er langt undir lágmarkslaunum. Munur á kjörum þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur frá Tryggingastofnun og launa- manna á lægstu launum, er nú tæpar 90 þúsund krónur á mánuði. Bilið breikkar ár frá ári vegna þess að lífeyrir hækkar ekki í takti við lægstu laun. Í þessum hópi sem er haldið fátækustum á Íslandi eru eldra fólk og öryrkjar. Og það er póli- tísk ákvörðun. Þó að í þessum hópi séu eldri borgarar af báðum kynjum og vandamálið jafn slæmt þegar litið er á hvern einstakling fyrir sig, þá er erfitt að horfa fram hjá því að kynbundinn launa- munur hefur ekki aðeins áhrif á laun kvenna þegar að þær eru ungar. Hann hefur áhrif á öll réttindi sem þær ávinna sér á vinnumarkaði. Konur fá lægri orlofsgreiðslur en karlar og lægri lífeyri og margar hafa gert hlé á veru á vinnumarkaði vegna barneigna. Þess vegna eru konur líklegri til að búa við fátækt á efri árum. Ef við höfum manndóm í okkur til að skipta þjóðarkök- unni með réttlátari hætti þá getum við auðveldlega bætt kjör eldra fólks. Það er engin reisn yfir þjóð sem heldur öldruðum og öryrkjum á allra verstu kjör- unum, neðan við fátækramörk. Samfylkingin ætlar að breyta þessu og sjá til þess að lífeyrir verði aldrei lægri en lægstu laun. Við ætlum líka að fjórfalda frí- tekjumark lífeyrissjóðsgreiðslna, úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þúsund krónur og þrefalda frítekjumark atvinnutekna úr 100 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund krónur. Með mannsæmandi eftirlaun- um og lífeyri, sveigjanlegri starfs- lokum og einfaldari útreikningum aukum við líkur á að fólk geti í raun varið rétt sinn og lifað með reisn ævina út. Kjósið Samfylkinguna 25. september – það borgar sig. Oddný G. Harðardóttir, skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Að lifa með reisn Oddný G. Harðardóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.