Bændablaðið - 23.09.2021, Side 65

Bændablaðið - 23.09.2021, Side 65
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. september 2021 65 Þýskir og nýsjálenskir vísindamenn hafa nú þróað æfingakerfið MooLoo fyrir kálfa til að kenna þeim, eins og lítil börn, að fara á „klósettið“. Með því að þjálfa kálfa í að létta af sér þvagi á sértilgreindum stöðum, getur það komið sterkt inn í umhverfis- og loftslagsáskoranir í landbúnaði. Í náttúrunni brotnar þvag úr nautgripum niður í ammoníak og köfnunarefnisoxíð. Ammoníakið getur stuðlað að loftmengun og staðbundnum umhverfisvandamálum en köfnunarefnisoxíð stuðlar að hlýnun jarðar. Þar að auki stuðlar hin hefðbundna aðferð kúa til að létta af sér þvagi til lélegs umhverfis innanhúss í fjósum. Þjálfunin gekk út á að láta kálfana halda í sér fram að ákveðnum tímapunkti. Þetta viðbragð byrjar með frumum í þvagblöðruveggnum sem skráir að þvagblaðran teygist þegar hún fyllist. Þessar frumur senda merki til svæðis í hryggnum sem síðan senda skilaboð til vöðvanna í kringum þvagblöðruna til að kreista og opna. Þetta ferli gerist sjálfvirkt og því er það skilgreint sem viðbragð. Þegar við kennum litlum börnum að pissa í klósett eða í kopp kennum við þeim í raun að nota meðvitund til að taka stjórn á og hnekkja á þessu viðbragði. Nú hefur vísindamönnunum tekist að kenna kálfum slíkt hið sama. Kálfar eru lærdómsfúsir Vísindamennirnir segja jafnframt að losunin sé meiri á sveitabæjum þar sem kýrin hefur meira pláss til að hreyfa sig. Þá kemur upp sú þversögn að með betri dýravelferð þá eru stærri umhverfisvandamál. Síðustu ár hafa vísindamennirnir skoðað ólíkar aðferðir til að ná stjórn á því hvar kýrnar létta á sér. Þeir hafa komist að því að kálfar geta lært það sama og lítil börn, nefnilega að læra að fara á klósettið. Gerð var tilraun með 16 kálfa en í fyrstu stóðu þeir í bás og fengu að launum sætindi í gegnum lúgu í hvert sinn sem þeir tæmdu blöðruna til að þeir tengdu það að losa þvag við jákvæða upplifun. Tíu af þeim sextán kálfum sem nýttir voru í tilraunina lærðu athöfnina strax. Næsta skref var að kenna kálfunum að létta af sér á réttum stað en þá voru þeir leiddir í gegnum gang og inn í bás og ef þeir léttu á sér í básnum fengu þeir verðlaun líkt og áður en ef þeir léttu á sér á ganginum var þeim refsað með þriggja sekúndna kaldri sturtu. Hér voru 11 af 16 kálfum sem lærðu rétta viðbragðið strax. Þetta sýnir, að mati vísindamannanna, að hægt er að kenna kálfum hvar þeir létta á sér og getur því verið mikilvægt tæki loftslagsstjórnunar í landbúnaði. Þeir bentu einnig á að rannsóknir hafa sýnt að um 80% af þvagi getur dregið úr losun ammoníaks um 56%. Það eru þó fleiri aðferðir til að safna saman kúahlandi, eins og ein sem er stjórnað af handlegg vélmenna, sem vann nýsköpunarverðlaun á stóru landbúnaðarsýningunni EuroTier á þessu ári. /nrk-ehg Ræktum Ísland – löngu tímabær stefnumörkun LESENDARÝNI Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga! Við hjá Flokki fólksins látum okkur varða um hag námsfólks í framhaldsskólum. Það er í senn ósanngjarnt og ástæðulaust að skerða námslán eða skera þau niður ef námsmenn vinna með sínu námi. Það er ekki verið að gefa þeim peningana, þetta eru lán sem þeir endurgreiða að fullu á vöxtum. Svo það kostar ríkið ekkert að fella niður þessa reglu. Brjótum múra – bætum kjörin! Þessu viljum við breyta og til þess liggja nokkrar ástæður: 1. Það er hvetjandi fyrir náms- fólk að finna að samfélagið vill greiða götu þess við krefj- andi aðstæður. 2. Námslánin eru ekki hærri en svo að viðkomandi þarf að lifa meinlætalífi og spara hverja krónu sem er ósanngjarnt. Námsmenn eiga ekki að þurfa að hokra! 3. Fólk, sem vinnur með námi, greiðir skatta og skyldur af tekj- unum svo að ríkið græðir líka. 4. Að mega ekki vinna frjálst með námi getur skapað biturð gagn- vart ríkisvaldinu sem er óþarfi. 5. Námsfólk hefur gott af því að fara út fyrir boxið og kynnast alls konar starfsumhverfi. Það er dýrmæt reynsla sem fylgir því út í lífið. 6. Það bráðvantar gott starfsfólk í aukavinnu og hlutastörf t.d. á veitingahúsum, skemmtistöð- um, hótelum og alls kyns þjón- ustufyrirtækjum sem eru með mismunandi álagstíma. 7. Allir græða, námsfólk fær auka- krónur og atvinnurekandinn fær gott starfsfólk! Fólkið fyrst – svo allt hitt! Tómas A. Tómasson, veitingamaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.Kolbrún Baldursdóttir. Tómas A. Tómasson. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Oft er spurt hver sé stefnan í land- búnaðarmálum. Stefna í land- búnaðarmálum hefur ætíð verið til staðar, hana má að uppistöðu finna í löggjöf sem gildir um land- búnaðarmál, og í þeim samning- um sem samtök bænda og ríkis- valdið gera á hverjum tíma. Þetta er mikilvægt að hafa í huga – en breið umræða í samfélaginu um gildi landbúnaðar og framtíðar- sýn hefur skort í talsverðan tíma. Við afgreiðslu Alþingis á búvöru- samningum 2016, var það eindreg- inn vilji þingsins að á gildistíma þeirra samninga, sem þá voru til afgreiðslu, yrði farið í heildar- stefnumótun fyrir atvinnugreinina. Stefnumótun sem skýrði hlutverk og gildi landbúnaðar fyrir þjóðina. En ekki síst til eflingar á atvinnugrein- inni sjálfri og hvernig hún verður að fá að þróast í takt við samfélags- breytingar. Þá tíð sem ég var formaður Bændasamtaka Íslands kom oft til umræðu mikilvægi að geta horft til langs tíma. Landbúnaður er atvinnu- grein, sem byggir á langtíma hugsun og skipulagi. Það var áþreifanlegt í samningagerð við ríkisvaldið, á þeim tíma að skorti á langtíma hugsun frá hendi stjórnvalda. Í raun vorum við að styðjast við stefnumörkun lög- gjafar sem var sett til að takast á við offramleiðslu á ýmsum búvörum. En rammaði síður inn önnur tækifæri eða fjölbreyttara hlutverk landbún- aðar. Sú stefnumörkun og umræða er loksins orðin að veruleika og mér til efs að nokkurn tíma hafi íslenskur landbúnaður verið í betri færum að marka skýra sýn á framtíðina. Bændur eru þessa dagana að fá sent ritið Ræktum Ísland, sem er einmitt afrakstur vinnu sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Ræktum Ísland er stefnumörkun sem byggir á þátttöku fjölda fólks, hún er mótuð af þeim sem hafa þekkingu og inn- sýn í landbúnað og samfélagið allt. Kjarninn í stefnunni er að byggja sveitir Íslands, með öflug- um og framsæknum landbúnaði. Framleiðslu á mat, nýtingu lands, varðveislu lands og sókn til betri lífskjara fyrir bændur. Öflugra sam- band bænda og neytenda og ekki síst uppfærslu á starfsumhverfi afurða- stöðva. Stefnumótun sem bætir enn við þá ánægjulegu og mikilvægu þróun sem orðið hefur á síðustu árum, að byggð í sveitum hefur verið að eflast og styrkjast. Ég hvet lesendur til að kynna sér efni Ræktum Ísland. Þar er sett fram í 22 atriðum vel skilgreind og skýr markmið um sókn til sterkari landbúnaðar á Íslandi. Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson. Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 7. október Loftslagsáskorunum í landbúnaði: „Klósett“-þjálfun kálfa

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.