Bændablaðið - 02.12.2021, Page 6

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 20216 Ég vil óska Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með nýtt embætti matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. við í landbúnaðargeiranum vonumst eftir góðu samstarfi við nýskipaðan ráðherra í þeim málefnum er snúa að starfsemi landbúnaðar og matvælaframleiðslu til framtíðar. Þar er af ýmsu að taka og mörg málefni sem þarf að taka á. Fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála að fjölmörg atriði snúa að landbúnaði sem ný ríkisstjórn leggur áherslu á. Eins og fram kemur í sáttmálanum um landbúnað eru eftirfarandi atriði sérstaklega tiltekin: 1. Tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland verður lögð fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins. Verður þar byggt á grunni vinnu verkefnisstjórnar um landbúnaðarstefnu, „Ræktum Ísland!“, sem nú liggur fyrir.» 2. Sett verða metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi, til að mynda til að viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Tryggja þarf framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.» 3. Við endurskoðun búvörusamninga verður lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi með því að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Stuðningur hins opinbera verður samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun.» 4. Aukinni framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga. Mótuð verður heildstæð, tímasett aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju.» 5. Efla þarf landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfærður verður rammi um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun.» 6. Lokið verður við endurskoðun viðskiptasamningsins við Evrópu- sambandið um landbúnaðarafurðir.» 7. Skilvirkni og afköst við tolleftirlit verða efld með innleiðingu stafrænna lausna á því sviði.» 8. Ráðist verður í heildstæða endurskoðun á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi. Markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings.» 9. Huga þarf sérstaklega að regluverki svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað.» 10. Mikilvægt er að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þarf undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. Ég vil þakka starfsmönnum Bænda samtakanna fyrir frábæra vinnu við hugmyndir inn í stjórnarsáttmálann og samstöðu um þau málefni sem landbúnaðurinn leggur mesta áherslu á. Eins og áður segir hlakka ég til að takast á við þau verkefni sem áður eru talin ásamt fjölmörgum öðrum atriðum sem við þurfum að sinna. Ýmis önnur atriði eru í stjórnarsáttmálanum sem snýr að landbúnaði, eins og loftslagsmál, byggðamál og jarðarmál, því allt eru þetta atriði sem skipta landbúnað miklu máli. Einnig eru atriði í kafla um menntamál sem eru okkur hugleikin þar sem enn hefur ekki verið skilgreind staða Garðyrkjuskólans á Reykjum. Ég vil hvetja nýjan ráðherra menntamála að gera það að sínum fyrstu verkum að koma þeim málum á hreint og það helst fyrir áramót. Eins og áður hefur komið fram þá horfa menn fram á gríðarlegar hækkanir á áburðarverði á heimsmarkaði, nágrannalönd okkar hafa brugðist við þeim áhrifum á sinn landbúnað með fyrirhuguðum beinum stuðningi til bænda vegna þessara hækkana. Ég hvet til þess að þetta samtal verði tekið við forystu Bændasamtakanna um og þá hvernig ríkisvaldið geti hugsanlega komið að þessum tímabundnu hækkunum þar sem þetta er verulegur útgjaldaliður í íslenskri matvælaframleiðslu. Ég vil óska nýrri ríkistjórn til hamingju og treysti á gott samstarf á komandi kjörtímabili. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.600 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.600 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Heimsfaraldur vegna Covid-19 er smám saman að koma jarðarbúum í skilning um að sýn þeirra á lífið á jörðinni til þessa hefur verið verulega brengluð. Þar eru margir hlutir sem fólk hefur gengið að sem sjálfgefnum til þessa, allt annað en sjálfsagðir. Með stöðugt auknum fólksfjölda á jörðinni og kröfur um aukin lífsgæði handa hverjum og einum þarf heimsbyggðin að horfast í augu við að sjálfbærni í nýtingu jarðargæða er úrslitaatriði varðandi afkomuna til framtíðar. Það eyðist sem af er tekið og við munum ekki endalaust geta gengið á auðlindir jarðar án þess að það komi í hausinn á okkur á endanum. Þeim, sem vilja ráða ferðinni á pólitíska sviðinu og vilja stjórna því hvernig við högum okkur, er gjarnt á að leiða fólk inn á sínar skoðanir með því að skrúfa upp ákveðin mál til að fela oft vafasaman tilgang. Þekkt er í gegnum söguna að þegar pólitíkusar stórþjóða hafa átt erfitt með að tryggja sín völd heima fyrir, þá hefur verið fundinn óvinur í útlöndum sem þjóðin á að sameinast um að berjast við. Þetta „trikk“ hefur oftast gengið upp og venjulega fattar fólk ekki að það hefur verið dregið á asnaeyrunum fyrr en viðkomandi pólitíkus er löngu hættur störfum. Það eru þó ekki bara hefðbundin stríð sem slíkir tækifærissinnar reyna að nýta sér, því öfgafull umræða um loftslagsmál hljómar nú örugglega eins og englasöngur í þeirra eyrum. Nú hnykla menn vöðvana í Austur- Evrópu þar sem átök um orkumál munu skipta höfuðmáli. Það snýst ekki síst um vandræði Evrópuríkja í orkumálum og þá skrítnu stöðu að lífæðarnar, gasleiðslurnar, liggja frá Rússlandi og í gegnum lönd sem nú eru suðupottur pólitískra átaka. Án orku geta tannhjól atvinnulífsins ekki snúist og krafan um stöðugt aukinn hagvöxt hættir að ganga upp. Í Evrópu er krafan um að hætta notkun kola og annars jarðefnaeldsneytis í orkuframleiðslu samfara kröfu um að loka kjarnorkuverum að breytast í martröð hjá evrópskum pólitíkusum. Það eru fáir kostir í stöðunni. Vatnsaflið er nær alveg uppurið til raforkuframleiðslu og þá er fátt annað eftir en vind- og sólarorka. Stöðug uppbygging vindorkuvera með risastórum vindmyllum er mjög farin að fara í taugarnar á umhverfisverndarfólki. Þar hefur þó aðeins fengist slaki á umhverfiskröfurnar með því að beina fólki meðvitað í baráttu fyrir bættum loftslagsmálum. Sú barátta hefur hins vegar ýtt undir gríðarleg náttúruspjöll í öðrum heimshlutum. Í öllu þessu umróti á Ísland einstaka möguleika. Hér er hægt að framleiða næga hreina og vistvæna orku með sjálfbærum hætti. Þannig geta Íslendingar á næstu árum og áratugum orðið algjörlega sjálfbærir í orkumálum ef rétt er á spöðum haldið. Hér er líka enn nægt land til að stórauka framleiðslu matvæla og stórauka matvælaöryggi þjóðarinnar. Það lofar því góðu að nýr matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafi áttað sig á þessu. Það rammar hún ágætlega inn í viðtali hér í Bændablaðinu þar sem hún segir: „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að finna fyrir þessum miklu sóknarmöguleikum sem eru til í landbúnaði. Þar eru heilmargir sprotar sem hafa verið að láta á sér kræla og verðskulda athygli og uppbyggingu í matvælaframleiðslu og framleiðslu henni tengdri. Fæðuöryggi og matvælaöryggi skiptir sífellt meira máli, við höfum ekki síst verið minnt á það í faraldrinum. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir miklu máli að búa við sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Það spilar líka saman við orkunotkun, loftslagsmál og að draga úr kolefnisspori.“ – Vonandi veit þetta á gott. /HKr. Strandarkirkja er kirkja við Engilvík á Suðurstrandarvegi. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996. Ein af nokkrum helgisögnum um kirkjuna og tilurð hennar er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil fram undan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu. Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn, sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki, er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Miklir möguleikar Mörg málefni sem þarf að taka á

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.