Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 7
Elinborg Sigurgeirsdóttir frá Bjargi í
Miðfirði færði Bókasafni Húnaþings vestra
á dögunum veglega gjöf, allar sínar nótur
og kennslubækur sem spanna starfsævina.
Tónlistarlíf í Húnaþingi vestra hefur um
langa hríð staðið í miklum blóma eins og
víða á landsbyggðinni og hefur birst í öflugu
kórastarfi, tónlistarhátíðum og metnaðarfullum
söngleikjasýningum Leikflokks Húnaþings
vestra svo dæmi séu tekin.
Undirstaðan er fjölþætt tónlistarkennsla
þar sem Elinborg stóð í stafni í 43 ár og þar
af verið leiðandi í tónlistarlífi sveitarfélagsins
undanfarin 35 ár. Það var því mikill fengur
fyrir bókasafn Húnaþings vestra þegar
hún á dögunum færði safninu að gjöf allar
sínar nótur og kennslubækur sem spanna
starfsævina.
Nótur til útláns
Af tilefninu var móttaka á bókasafninu þar
sem Elinborg fylgdi
gjöfinni úr hlaði með
fáeinum orðum þar
sem hún gat um að
á löngum tíma hefði
safnast að fjölbreyttar
nótur þar sem kenna
þurfti á mörg hljóð-
færi auk margvíslegra
tónlistarverkefna. Það
væri einnig hennar vilji að nóturnar yrðu til
útlána frá safninu ef einhver vildi nýta sér það.
Þorleifur Karl Eggertsson oddviti tók fyrir
hönd sveitarstjórnar á móti þessari höfðinglegu
gjöf og þakkaði Elinborgu fyrir einstaklega
mikið og gott tónlistarstarf og tónlistaruppeldi
sem sannarlega væri tekið eftir á landsvísu.
Viðstaddir auk sveitarstjórnar og sveitar-
stjóra voru fulltrúar fræðslunefndar, tónlistar-
skólans og nokkrir fyrrverandi nemendur. /MÞÞ
LÍF&STARF
Nú hefur þjóðin loksins fengið nýja
ríkisstjórn. Án þess að hnýta á
nokkurn máta í þá einstaklinga sem
nú skipa þingheim, þá rifjast upp gömul
staka sem ég veit ekki höfund að, en ögn
í stíl við kveðskap sem vinsæll var og er,
þá ort er um pólitíkina:
Girnast allir gull í kló,
glaptur er þessi staður.
Höfðatalan, hún er nóg,
en hér er enginn maður.
Vitnað var til þess að Helgi Sæm.,
blaðamaður og ritstjóri, hefði í samræðum
við Hannes Pétursson skáld farið niðrandi
orðum um Skagfirðinga og Skagafjörð.
Kom það illa við Hannes sem orti:
Ef þú níðir oftar fjörðinn minn,
ætla ég að skora á þig í sjómann.
En gerist sami glæpur í 3. sinn,
mun Guðrún frá Lundi rekja feril þinn
og nefndarstörf í 9 binda róman.
Ónafngreindur hafði orð á því við
Hallgrím Pétursson, prest og sálmaskáld,
hve ljótur hann væri. Hallgrímur orti
þeim álitsgjafa:
Herrann skapaði hold og skinn,
hver mun gera það betur ?
Ef ljótur þykir þér líkami minn
þá lagaðu ‘ann ef að þú getur.
Á búnaðarnámskeiði í Þjórsártúni notaði
einn ræðumaður orðið „sauðslegur“ um
annan fundarmann. Þá orti Árni Pálsson:
Þótt margur sé á móti ‘onum hér,
má honum sannmáls unna,
en eignarfall af sjálfum sér
samt hann ætti að kunna.
Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli var
á ferð með mönnum í bíl. Kom þar ferð,
að samferðamennirnir voru orðnir tóbaks-
lausir. Um það orti Halldór:
Nú er þjóð í þröngri klípu,
þetta er blóðug hörmung enn.
Totta hljóðir tóma pípu
tregamóðir ferðamenn.
Illa þjál er önug lundin,
eins er málið stirt og illt.
Þankinn brjálast, þankinn bundinn
þegar sálarfriði er spillt.
Gilsbakka-Jón var fæddur á Strjúgsá
í Eyjafirði. Síðar er hann búsettur á
Gilsbakka. Hér birtast vísur Jóns um ýmis
atvik og einnig samferðafólk. Um stúlku er
var hjá honum vistuð og Jón nefndi jafnan
„fóstru sína“. Nokkuð þekkt er vísa Jóns,
sem af tillitssemi verður ekki birt hér utan
upphafið sem segir: „Feginn vildi ég fara
uppá hana …“ En aðra vísu orti hann um
fóstru sína:
Fóstra mín er fögur öðru megin.
Þaðan fæ ég hýrleg hót.
Hinum megin er ún ljót.
Um Jósef Skaftason á Hnausum orti
Gilsbakka-Jón:
Það er efni ófögnuðs,
-um það mynda ég braginn-
að þú lýgur allan guðs-
endilangan daginn.
Svo bar til, að hross Jóns fóru í tún að
Stekkjarflötum, og voru sett þar inn í hús.
Jón orti:
Kviknaði bræði búandans
bæði í holdi og sálu,
því hófanaðir náungans
nöguðu gras og stálu.
Bóndi varð í sinni súr,
svelti hross um nætur.
Kapalsþörmum kreisti úr
kúk í skaðabætur.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
287MÆLT AF
MUNNI FRAM
Vegamót heitir nýi gangnamannaskálinn á Grímstunguheiði. Mynd / Bjarni Kristinsson
Grímstunguheiði:
Nýi gangnamannaskálinn
fékk nafnið Vegamót
– Er í samræmi við nafnaval fjallskiladeildar en kosið var á milli fimm nafna
Alls bárust 26 nöfn í nafnasamkeppni á
nýjan gangnamannaskála sem tekin var í
notkun á Grímstunguheiði í haust. Kosið
var um fimm þeirra: Brík, Gedduskáli,
Heiðahöllin, Skjól og Vegamót.
Fjallskiladeildin hafði áður samþykkt að
gefa skálanum nafnið Vegamót og vísaði
nafngiftinni til samþykkis í sveitarstjórn. Hún
frestaði ákvörðun um nafn og vildi að kosið
yði á milli nafnanna sem áður er getið.
Vegamót skal hann heita
Nýr gangnamannaskáli á Grímstunguheiði
fékk nafnið Vegamót. Það var samþykkt á
fundi stjórnar fjallaskiladeildar Grímstungu-
og Haukagilsheiða nýverið, en deildin ásamt
Húnavatnshreppi lét reisa skálann í sumar
og haust. Hann kemur í stað tveggja skála,
Öldumóðuskála og Álkuskála.
Nýi gangnamannaskálinn er hinn glæsi-
legasti, er rétt um 500 fermetrar að stærð,
samansettur úr tíu skálaeiningum með 29
gistiherbergjum, salernum, sturtum, matsal
og eldhúsaðstöðu. Einnig var reist nýtt hesthús
sem er um 120 fermetrar að stærð. Gistipláss
í skálanum er fyrir 60 manns og hesthúsið er
fyrir um 70 hross. /MÞÞÞessi mynd er frá uppsetningu skálans í haust.
Bókasafns Húnaþings vestra:
Rausnarleg gjöf frá Elinborgu
tónlistarkennara
Elinborg Sigurgeirsdóttir ásamt fyrrverandi nemendum sínum. Frá vinstri
eru Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framan við hana Margrét Ragna Jónsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Elinborg og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Elinborg við vandlega flokkaðar nótur og kennslubækur.