Bændablaðið - 02.12.2021, Side 8

Bændablaðið - 02.12.2021, Side 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 FRÉTTIR Þau leiðu mistök urðu þegar sagt var frá degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu í síðasta Bændablaði að litfegursta lamb sýningarinnar hefði komið frá Kaldbak. Hið rétta er að það kom frá Hólum og er eigandinn Kolbrá Edda Haraldsdóttir. /smh Kolbrá Edda Haraldsdóttir og pabbinn, Haraldur Gísli Kristjánsson frá Hólum. Við aðstoðum fólk sem býr við kröpp kjör Þú getur hjálpað með því að greiða valgreiðslu í heimabanka fyrir jólin. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs var kynntur í gær. Í kaflanum um landbúnað er kveðið á um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Efla á stuðning við innlenda grænmetisframleiðslu með niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og sérstakan stuðning við útiræktun í gegnum búvörusamninga. Leggja á tillögu um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland fram á Alþingi á fyrri hluta kjörtímabilsins, þar verður byggt á grunni vinnu verkefnastjórnar um landbúnaðarstefnu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu „Ræktum Ísland“. Tryggja fæðuöryggi og auka matvælaöryggi Auka á hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla með metnaðarfullum markmiðum, til að treysta fæðuöryggi, en einnig á að stuðla að auknu matvælaöryggi og heilnæmi matvara með öflugri innlendri matvælaframleiðslu. Það muni viðhalda góðri stöðu Íslands varðandi sýklalyfjaónæmi. Í sáttmálanum kemur fram að tryggja þurfi framhald aðgerðaáætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þá er þar skýrt ákvæði um að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi, með því að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Endurskoðun búvörusamninga er næst fyrirhuguð á árinu 2023. Stefnt er að því að stuðningur hins opinbera verði samhæfður með það að markmiði að styrkja og fjölga stoðum landbúnaðar á grunni sjálfbærrar nýtingar í þágu loftslagsmála, umhverfis- og náttúruverndar og fjölbreytni í ræktun. Aukin grænmetisframleiðsla Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Móta á heildstæða, tímasetta aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu og akuryrkju. Í sáttmálanum er lögð áhersla á að efla þurfi landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Útfæra á ramma um framleiðslu vottaðra kolefniseininga í landbúnaði og annarri tengdri landnotkun. Endurskoða á viðskiptasamning við Evrópusambandið Ljúka á við endurskoðun viðskipta- samnings við Evrópu sambandið um landbúnaðarafurðir á kjörtímabilinu og efla á skilvirkni og afköst við tollaeftirlit, með innleiðingu stafrænna lausna.Fyrirhuguð er endurskipulagning á fyrirkomulagi matvæla- og heilbrigðiseftirlits á Íslandi, en markmið þeirrar vinnu verður að tryggja samræmt einfalt og skilvirkt eftirlit í þágu atvinnulífs og almennings. Fram kemur að huga þurfi einnig sérstaklega að regluverki í kringum matvælaframleiðslu svo það hamli ekki nýsköpun og framþróun, svo sem sölu afurða beint frá býli á neytendamarkað. Mikilvægi öflugra skóla Loks er lögð áhersla á að mikilvægt sé að starfsmennta- og háskólar í landbúnaði séu öflugir og í fararbroddi í rannsóknum á sviði landbúnaðar og umhverfismála, svo sem í þágu loftslagsmála, náttúruverndar, landgæða og nýsköpunar í framleiðslu. Ýta þurfi undir framtak og frumkvæði bænda með fræðslu, ráðgjöf, þróun og nýsköpun. /smh Með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga á að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Mynd / Odd Stefán Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: Tryggja á fæðuöryggi á Íslandi með endurskoðun búvörusamninga Leiðrétting í umfjöllun um dag sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu Skógræktin og landgræðslan undir landbúnaðarráðuneytið Málefni skógræktar og land­ græðslu færast til landbúnað­ arráðuneytis frá umhverfisráðu­ neytinu, samkvæmt forsetaúr­ skurði um skiptingu stjórnar­ málefna milli ráðuneyta. Eitt af áherslumálum Bændasamtaka Íslands (BÍ) fyrir síðustu alþingis­ kosningar var einmitt slíkur til­ flutningur, nema BÍ lögðu áherslu á að málaflokkarnir færðust yfir í nýtt ráðuneyti landbúnaðarmála. Svandís Svavarsdóttir tók á mánudaginn við stjórnartaumunum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu af Kristjáni Þór Júlíussyni – og tekur þar með við málefnum skógræktar og landgræðslu. Skógræktin sátt við tilfærsluna Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að flutningur Skógræktarinnar til ráðuneytis landbúnaðarmála hafi ekki verið ákveðinn í samráði við Skógræktina. „Það var ekki haft samráð, ekki frekar en þegar hún var flutt frá landbúnaðarráðuneytinu í umhverfisráðuneytið á sínum tíma, enda þarf ekkert slíkt samráð. Við hjá Skógræktinni erum sátt við að skógrækt teljist til landbúnaðarmála rétt eins og við vorum sátt við að hún taldist til umhverfismála. Skógrækt er hvort tveggja og líka loftslags- mál og efnahagsmál og félagsmál og nýsköpunarmál og margt fleira,“ segir Þröstur. Breytir ekki miklu fyrir Landgræðsluna „Ég fékk fréttirnar á sama tíma og aðrir landsmenn. Flutningur stofn- unarinnar í nýtt ráðuneyti var hvorki ræddur við mig né annað starfsfólk Landgræðslunnar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. „Ég sé ekki að það breyti miklu fyrir Landgræðsluna hvar hún er vistuð í Stjórnarráðinu. Lög um landgræðslu eru frá 2018 og grunn- tónn laganna er sjálfbær landnýting. Landgræðslan vinnur samkvæmt gildandi lögum burt séð frá því hvar stofnunin er vistuð. Auðvitað munu áherslur ráðherra endurspegl- ast í fjárveitingum á næstu árum. Svandís Svavarsdóttir þekkir til Landgræðslunnar frá tíma sínum í umhverfisráðuneytinu og ég á ekki von á öðru en að hún nýti styrk Landgræðslunnar til góðra verka,“ segir Árni. „Við höfum átt frábært samstarf við starfsfólk umhverfisráðuneytis- ins og stofnuninni hefur verið trúað fyrir stóru hlutverki í loftslagsmál- um og öðrum brýnum verkefnum sem lúta að sjálfbærri þróun samfé- lagsins. Ég vona að okkur takist að byggja upp traust og samstarf við starfsfólk í nýju ráðuneyti,“ bætir Árni við. /smh Árni Bragason. Þröstur Eysteinsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.