Bændablaðið - 02.12.2021, Page 12

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 FRÉTTIR Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng: Nægir fyrir kostnaði við rekstur ganganna Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyrir ferðir sínar um 30 milljónir króna. Þessi upphæð dugar fyrir rekstrarkostnaði ganganna. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðla­ heiðarganga, segir þetta jákvætt fyrir reksturinn og sýni hversu mikilvægt það sé að fá erlenda ferðamenn til að ferðast um Ísland. Tekjur frá erlendum ferðamönnum hafa numið tæplega 6% að undanförnu og segir Valgeir að uppsafnað frá áramótum hafi Bandaríkjamenn notað göngin mest þegar horft er til erlendra ferðamanna. Fyrir hafi komið ein og ein vika þar sem Bretar og Þjóðverjar hafi skotið sér á toppinn í þeim efnum. Bandaríkjamenn hafa greitt um 16,3 milljónir króna fyrir ferðir sínar um Vaðlaheiðargöng, Þjóðverjar koma næstir í röðinni og hafa greitt rúmlega 6,8 milljónir, þá koma Bretar með 3,2 milljónir. Ítalir hafa greitt um 2 milljónir og Frakkar tæplega 1,8 milljónir. Valgeir segir að líkur séu á að mun fleiri erlendir ferðamenn nýti sér að aka um Vaðlaheiðargöng heldur en þeir sem muna sjálfir eftir að greiða veggjaldið. Sé ekki greitt fyrir ferðina er rukkun send til bílaleigunnar sem síðan rukka leigjandann og bæta við þá rukkun innheimtuþóknun. Ódýrast að borga beint „Því er ódýrast fyrir erlenda ferðamenn að borga sjálfir og því höfum við einfaldað greiðslusíðu sérstaklega fyrir þann hóp, hún heitir tunnel.is,“ segir Valgeir. Nokkuð er síðan greiðslukerfi var breytti í þá veru að greiðslutímabil er 24 klukkustundir áður eða eftir að ekið er í gegnum göngin, en ekki 3 klukkustundir eins og var í byrjun. /MÞÞ Tekjur af ferðum erlendra ferða- manna um Vaðlaheiðargöng nægja nú til að greiða kostnað við rekstur ganganna, en þær eru komnar upp í um 30 milljónir króna á árinu. Ódýrara er að greiða beint í gegnum vefsíðuna www.tunnel.is, heldur en að láta myndavél um að lesa bílnúmerið þegar ekið er í gegn og fá reikninginn sendan sjálfvirkt í banka bíleigandans. Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða hverfis í Þorlákshöfn. Íbúðirnar í hverfinu verða tveggja til fjögurra herbergja á bilinu frá 60 til 95 fm. Húsin verða staðsteypt, einangr- uð að utan og klædd álklæðningu. Gluggar verða ál eða trégluggar. Þróunarfélagið Hamrakór ehf. stend- ur að uppbyggingunni í Móabyggð og hefur félagið þegar samið við byggingafélagið Verkeiningu ehf. um byggingu fyrstu húsanna. Alls verða 78 íbúðir í 11 lágreistum fjölbýl- ishúsum í fyrsta áfanga Móabyggðar, þar sem mikil áhersla verður lögð á hlýja og aðlagandi umgjörð með lágstemmdri byggð sem skiptast mun í nokkra kjarna sem tengjast saman með vistgötum. Elliði Vignisson bæj- arstjóri segir að Ölfus sé það sveitar- félag á landinu sem vaxi hvað hraðast um þessar mundir. „Eftirspurn eftir húsnæði í Þorlákshöfn hefur verið svo hröð að nú nýlega kom sú staða upp að ekki var eina einustu lóð að fá og engar fasteignir voru til sölu. Hér mælast íbúar þeir ánægðustu á landinu og því eðlilegt að ásóknin sé mikil. Við gleðju- mst því mjög yfir samstarfinu við Hamrakór og vonumst til að í því felist enn frekari sóknarfæri. Það er að okkar mati ein af frumskyldum bæjar- og sveitarstjórna að bregðast við húsnæðisskorti enda húsnæði ein af frumþörfum almennings. Við þurfum að bregðast skjótt við og sam- starfið við Hamrakór er eitt af þeim púslum sem við þurfum til að geta fullgert myndina,“ segir Elliði. /MHH Þessi mynd var tekin þegar fyrsta skóflustungan af nýja hverfinu var tekin, talið frá vinstri, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Grétar Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, Gísli Steinar Gíslason, framkvæmdastjóri Hamrakórs, Jón Helgi Sen Erlendsson hjá Hamrakór og Jóhann Pétur Reyndal, fjármálastjóri Hamrakórs. Myndir / Sveitarfélagið Ölfus Móabyggð í Þorlákshöfn verður nýtt 450 íbúða hverfi en mikill uppbygging á sér nú stað í Þorlákshöfn. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Vill sérhæfða sjúkraþyrlu staðsetta á Suðurlandi Ein af fjölmörgum ályktunum, sem samþykkt var á þingi Sam­ taka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í lok október var um nauðsyn þess að fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland og var skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér í málinu. Í ályktuninni segir m.a.: Brýnt er að slík þyrla verði staðsett á Suðurlandi og sé hluti starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, enda hefur mikil aukning ferðamanna átt sér stað á undanförnum árum og samhliða því hefur sjúkraflutningum fjölgað verulega. Þá hafa breytingar á þjónustu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sömuleiðis leitt til þess að í fleiri tilfellum en áður þarf að flytja íbúa dreifbýlisins til Reykjavíkur ef alvarlega sjúkdóma eða slys ber að garði. Skorað er á ráðherra að draga til baka hugmyndir um að staðsetja þyrluna á suðvesturhorni landsins þar sem slíkt leysir ekki vanda sjúkra- flutninga á Suðurlandi þar sem mest þörf er fyrir snöggt viðbragð sjúkra- þyrlu, m.a. vegna langra vegalengda í umdæminu og fjarlægðar frá Landspítalanum háskólasjúkrahúsi í Reykjavík.“ /MHH Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktar- innar, og Elías Jónatansson orkubússtjóri handsala verksamning um ræktun kolefnisskógar í Arnarfirði. Samkvæmt honum veitir Skógræktin Orkubúi Vestfjarða ráðgjöf vegna þróunar á kolefnisverkefni með skógrækt á þremur jörðum í Arnarfirði sem allar eru í eigu Orkubúsins. Samtals er ráðgert að rækta skóg á um 235 hekturum. Þar með er hafinn undirbúningur að fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefninu á Vestfjörðum. Mynd / Orkubú Vestfjarða. Orkubúið ræktar vottaðan kolefnisskóg í Arnarfirði Orkubú Vestfjarða hefur gert verksamning við Skógræktina um ráðgjöf vegna þróunar á kolefn­ isverkefni með skógrækt á þrem­ ur jörðum í Arnarfirði sem allar eru í eigu Orkubúsins. Samtals er ráðgert að rækta skóg á um 235 hekturum. Þar með er hafinn undirbúningur að fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefninu á Vestfjörðum. Jarðirnar þrjár eru Hjallkárseyri, Rauðstaðir og Borg í Arnarfirði. Í fyrsta áfanga verður unnið með 70 hektara svæði. Markmiðið er að til verði kolefnisbinding í skógrækt og náttúrulegu skóglendi og miðað er við að kolefnisverkefnið fullnægi kröfum Skógarkolefnis þannig að það sé tækt til vottunar óháðs vottunaraðila til skráningar í Loftslagsskrá Íslands. Að sögn Elíasar Jónatanssonar orkubússtjóra fellur samningurinn vel að loftslagsstefnu Orkubús Vestfjarða þar sem markmiðið sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og minnka kolefnissporið með markvissum aðgerðum í rekstri og með því að binda kolefni með skógrækt og endurheimt votlendis. Orkubú Vestfjarða stefni að því að vera kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2030. Byrjað á 70 hekturum Hlutverk Skógræktarinnar er að veita Orkubúinu ráðgjöf um þróun verkefnisins og annað sem Orkubúið kann að óska ráðgjafar um. Byrjað verður á því að gera úttekt á möguleikunum og hagkvæmni þeirra. Í kjölfarið verður gerð ítarleg ræktunaráætlun þar sem skógræktarsvæði verður afmarkað á hnitsettum uppdrætti. Undirbúningsvinna Skógræktarinnar hefst í þessum mánuði og er gert ráð fyrir að henni ljúki haustið 2023. Til að byrja með verður ráðist í skógrækt á um 70 hekturum lands en stefnt er að því að í fyllingu tímans nái skóglendið til um 235 hektara. Samhliða verkefnalýsingu fyrir kolefnisverkefnið verður gerð kolefnisspá fyrir svæðið og kostnaðaráætlun til 50 ára. Mikilvægt að taka þátt í að draga úr losun Þetta verkefni verður fyrsta vottaða kolefnisverkefnið sem ráðist er í á Vestfjörðum. Elías segir að það verði mikilvægara með hverjum deginum fyrir orkufyrirtækin að geta sýnt fram á að þau séu að taka fullan þátt í því með heimsbyggðinni allri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Fyrirtækið er í almannaeigu og hefur þannig ríkar skyldur til að taka fullan þátt í stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. Það er mikilvægt fyrir viðskiptavini Orkubúsins að þeir geti treyst því að stefnunni sé fylgt eftir og að kolefnisbindingin sé vottuð,“ segir Elías. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.