Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 19

Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Veira sem getur valdið sjúkdómn- um blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, hefur greinst í eldisfiski úr sjókví Laxar fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Ef greiningin sem nú liggur fyrir reynist rétt er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdóms- valdandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi. Matvælastofnun hefur í varúðar- skyni sett dreifingarbann á starfs- stöð fyrirtækisins við Gripaldi í Reyðarfirði sem mun gilda þar til slátrað hefur verið úr sjókvíunum og svæðið sett í hvíld. Stökkbreytt afbrigði Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að góðkynja afbrigði veirunnar er mun útbreiddara en áður var talið og finnst að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði hjá villtum laxi og í eldisumhverfi. Lengi hefur legið fyrir og staðfest að hið góðkynja afbrigði veirunnar er til staðar hér við land og hefur eflaust fylgt laxi frá örófi alda. Þess ber einnig að geta að klínísk einkenni hafa aldrei verið staðfest í villtum laxi á heimsvísu, jafnvel þó hin meinvirka gerð veirunnar hafi verið einangruð úr slíkum fiski. Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökkbreytingu á hinu meinlausa afbrigði. Slíkar stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar, en árleg áhætta á sýkingu með stökkbreyttu meinvirku afbrigði hefur verið reiknað til 0,7% fyrir dæmigert sjókvíaeldissvæði. Tilheyrir inflúensuveirum Á heimasíðu Mast segir að ISA- veiran tilheyri inflúensuveirum af fjölskyldunni Orthomyxoviridae og búi yfir flestum þeim eiginleikum inflúensuveira sem við þekkjum frá bæði spendýrum og fuglum og er stundum kölluð laxaflensa. Tvö afbrigði veirunnar eru þekkt. Annað er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum en hitt er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni. Vandamál hjá fjölda laxeldisþjóða Frá því fyrsta tilfelli blóðþorra var staðfest í Noregi árið 1984 hefur veiran einnig valdið klínískum sjúk- dómi hjá fjölmörgum öðrum laxeld- isþjóðum. Næstu greiningar áttu sér stað í Kanada 1996, Skotlandi 1998, Færeyjum 2000, USA 2001, Síle 2001 og Írlandi 2002. Síðasta til- felli í Færeyjum átti sér stað 2016/17 þegar klínísk sýking kom upp í stakri kví en allur annar fiskur reyndist heilbrigður og var slátrað til mann- eldis. Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. Krufning vegna óútskýrðra affalla ISA-veiran uppgötvaðist hjá Laxar fiskeldis ehf. í Reyðarfirði við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í kví G7. Ákvörðun hefur verið tekin um að aflífa lax úr viðkomandi kví við fyrsta tækifæri og farga úrgangi með tryggum hætti. Lax sem alinn er í öðrum kvíum á eldissvæðinu virkar heilbrigður, fóðrun eðlileg og vöxtur góður. Fiskur í nágrannakvíum verður settur undir hert eftirlit og skimanir af öryggisástæðum. Unnið að staðfestingu Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinnur nú að nánari staðfestingu og skilgreiningu á arfgerð veirunnar. Í fyrstu verða greind veirusýni send til Leipzig í Þýskalandi til sérstakrar raðgrein- ingar, en einnig verður unnið í samvinnu við rannsóknastofu Evrópusambandsins í veirusjúk- dómum lagardýra í Danmörku. Greining veirunnar nú ítrekar mikilvægi vöktunar og smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdóma- stöðu hérlendis og fyrirbyggja að sjúkdómur á borð við blóðþorra komi upp og nái fótfestu í eldi. /VH YOUR WORKING MACHINE 5. KYNSLÓÐ DRÁTTARVÉLA FRÁ VALTRA - FYRIR ÞÁ ALLRA KRÖFUHÖRÐUSTU Valtra er 70 ára og við erum rétt að byrja. Okkar leið til að fagna áfanganum er að tryggja að þín upplifun af Valtra dráttarvél sé sem best. Það er okkar tilgangur. 5. kynslóð hinna margverðlaunuðu A, N og T Series dráttarvéla hafa fengið stórar uppfærslur og eru stútfullar af tækninýjungum til að gera líf þitt auðveldara. Hafðu samband og upplifðu Valtra gæði og þægindi! A SERIES 75-135 HÖ N SERIES 135-201 HÖ G SERIES 105-135 HÖ T SERIES 155-271 HÖ LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLAAusturvegur 69 | 800 Selfoss | Sími 480 0400 | aflvelar.is Laxeldi í sjókvíum: Rökstuddur grunur um blóðþorra Sérfræðingum ber saman um að hið meinvirka afbrigði verði til við stökk- breytingu á hinu meinlausa afbrigði. Mynd / fao.org Kemur næst út 16. desember Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.