Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 21

Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Fiskiker merkt Umbúðamiðlun eru eign félagsins og einungis ætluð undir ferskan fisk og ís. 555 6677 | umb.is | Korngörðum 5, Reykjavík EIGNUM ANNARRA SITUR ÞÚ Á Öll önnur notkun varðar sektum! Hægt er að skila kerjum á næsta fisk- markað, vöruflutningastöð eða til okkar að Korngörðum 5. Einnig er hægt að senda upplýsingar á brynjar@umb.is • Á alifuglabúum verður einnig að skrá allar hreyfingar fólks inn og út úr alifuglabúum, ef þörf verður á smitrakningu. • Þá verður að búa til smitgildrur og ganga úr skugga um að sótt­ hreinsiefni séu notuð við alla innganga og útganga. • Ganga verður úr skugga um að fólk sem kemur í eða yfir­ gefur búið hafi uppi nauðsyn­ legar smitvarnir til að forðast útbreiðslu fuglaflensu. • Meðhöndla skal alla dauða alifugla og aðra fugla sem eru í haldi í samræmi við ráðleggingar norska matvæla­ eftirlitsins. Þá segir í leiðbeiningum stjórnvalda að hafa eigi tafarlaust samband við Matvælaeftirlit Noregs ef einkenni fuglaflensu koma upp. Einkenni fuglaflensu geta verið: • Fuglar sem deyja skyndilega. • Fuglar verpa færri eggjum en venjulega. • Fuglar éta og drekka minna en venjulega. • Almenn breyting er á hegðun í hjörðinni. Á áhættusvæðinu gilda strangar bannreglur: • Bannað er að flytja af svæð­ inu alifugla, aðra fugla í haldi, útungunaregg, egg til neyslu eða alifuglaskrokka. Bannið gildir ekki um egg sem keypt eru í verslun eða þess háttar. • Bannaður er flutningur ali­ fuglakjöts eða á vörum sem innihalda slíkt kjöt frá slátur­ húsum, úr kælum eða frystum, nema kjötið eða vörurnar séu: a) Framleitt úr alifuglum sem eru upprunnar utan áhættu­ svæðisins og geymdir og fluttir aðskildir frá kjöti af alifuglum upprunnin á svæð­ inu. b) Framleitt að minnsta kosti 21 degi áður en líklegt er að smit hafi borist í búfé á áhættu­ svæði og geymt og flutt aðskilið frá alifuglakjöti sem framleitt er eftir þann tíma. c) Meðhöndlað þannig að veirur drepist og séu geymdar og flutt­ ar aðskildar frá kjöti sem getur innihaldið veirur. Reglur Matvælaeftirlits Noregs eru mjög ítarlegar. Þar er þó tekið fram að bannið nái ekki til húsdýra af spendýraflokki sem eru eingöngu haldin í íbúðarhúsum og komast ekki í snertingu við alifugla. Eða aðra fugla í haldi og hafa ekki aðgang að svæðum þar sem þeir eru haldnir. Þá segir að: • Bannað sé að flytja eða dreifa úrgangi eða áburði frá búfé hjá alifuglum eða öðrum fuglum í haldi. • Bannað sé að skipuleggja mark­ aði, sýningar, keppnir eða aðrar samkomur þar sem alifuglar eða aðrir fuglar eru hafðir í haldi. • Setja eigi út fuglagildur. Bann við flutningum á vörum frá sýktum búum gildir þó ekki um flutninga sem þurfa að fara í gegnum hættusvæði án þessa að stoppa. Hægt er að sækja um undanþágu frá bönnunum til matvælaeftirlitsins á staðnum. Þá gilda einnig sérstakar og ítar­ legar reglur um varúðarsvæði sem lýst hefur verið í kringum skilgreint hættusvæði. Þar er m.a skylt að ganga úr skugga um að fólk sem kemur að, eða yfirgefur bú, sé með nauðsyn­ legar smitvarnir til að forðast útbreiðslu fuglaflensu. Dánartíðni vegna fuglaflensusmits hjá mönnum sögð vera yfir 50% Miðstöð sjúkdómavarna í Banda­ ríkjunum hefur einnig brugðist við aukinni útbreiðslu fuglaflensunnar og hefur varað fólk við að snerta smitaða fugla. H5N6 afbrigði fuglaflensuvírussins geti þegar borist í menn í Kína. Er fuglaflensa sem smitast í menn sögð sérlega hættuleg þar sem dánartíðni smitaðra er sögð vera yfir 50%. Til samanburðar er dánartíðni vegna Covid­19 samkvæmt tölum Johns Hopkins háskóla „einungis“ um 0,2% á Íslandi þar sem hún er lægst ásamt Burundi og Laos og upp í 19,4% í Yemen þar sem dánartíðin er langt yfir því sem þekkist annars staðar. Þá hefur dánartíðin vegna Covid­ 19 verið um 0,4% í Noregi, 0,6% í Danmörku, 0,7% í Finnlandi, 1,3% í Svíþjóð, 1,6% í Bandaríkjunum, 1,6% í Bretlandi og 1,9% í Þýskalandi. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (World Health Organization ­ WHO) hefur af þessu miklar áhyggjur og kallar eftir frekari rannsóknum. Enn sem komið er hefur þó ekki verið upplýst um nein tilfelli þar sem fuglaflensuafbrigðið H5N6 hafi borist á milli manna. Berst með farfuglum Faraldur af þessu tagi kemur yfirleitt upp á haustin og berst þá gjarnan með farfuglum á milli landa. Belgíska ríkisstjórnin lýsti yfir hættustigi vegna fuglaflensu og fyrirskipaði að alifuglum yrði haldið innandyra frá og með mánudeginum 15. nóvember eftir að mjög sjúkdómsvaldandi afbrigði fuglaflensu greindist í villigæs nálægt Antwerpen. Þetta kom í kjölfar svipaðrar uppákomu í nágrannaríkinu Frakklandi fyrr í mánuðinum og í Hollandi í október. Útbreiðsla fuglaflensu hefur oft leitt til viðskiptatakmarkana, bæði innanlands þar sem hún hefur komið upp og í milliríkjaviðskiptum. 60 ára kona í lífshættu Síðasta tilvikið sem greint var frá í Kína tengdist 60 ára konu sem var komin í lífshættu þegar hún var lögð inn á sjúkrahús í Hunan­héraði 13. október. „Fjölgun smittilfella í fólki í Kína á þessu ári er áhyggjuefni. Þetta er vírus sem veldur hárri dánartíðni,“ sagði Thijs Kuiken, prófessor í samanburðarmeinafræði við Erasmus University Medical Center í Rotterdam, í samtali við Reuters. Fuglaflensa er samt ekki talin geta borist á milli manna við neyslu á alifuglaafurðum. Er þá væntanlega reiknað með að afurðirnar séu vel eldaðar. Suður­Kórea greindi frá faraldri á bæ með um 770.000 alifugla í Chungcheongbuk­do, samkvæmt upplýsingum OIE 15. nóvember. Er þar vitnað í skýrslu frá suður­ kóreskum yfirvöldum. Var öllum fuglunum slátrað. Þá var í fyrsta sinn á þessu hausti tilkynnti um smit í Japan. Var það í alifuglabúi í norðaustur­ hluta landsins og var það staðfest af landbúnaðarráðuneyti Japans. Var það veiruafbrigðið H5N8. Kort FAO af útbreiðslu hinna ýmsu afbrigða fuglaflensuveirunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.