Bændablaðið - 02.12.2021, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
New Holland T6 Metan, sjálf-
bærasta dráttarvélin 2022
– Gengur fyrir metangasi og er sögð bylting í baráttu bænda í loftslagsmálum
New Holland dráttar véla
framleiðandinn heldur áfram
að sópa að sér verðlaunum og
fékk nýlega hin eftirsóknarverðu
sjálfbærniverðlaun „Tractor of
the Year 2022 Sustainable“. Fær
fyrirtækið þau verðlaun fyrir New
Holland T6 Metan dráttarvélina
sem vakið hefur töluverðan áhuga
meðal breskra sem íslenskra
bænda.
Vélin í T6 Metan skilar sama afli
og dísilútgáfan sem er orðin vel þekkt
hér á landi. Þessi metan mótor er sex
strokka og skilar 180 hestöflum og er
með aflauka. Þetta er jafnframt fyrsta
100% metanknúna dráttarvél í heimi
sem ætluð er fyrir almennan markað.
Þá hefur verið lokið úttekt á vélinni
erlendis undir skilyrðum „Energy
Independent Farm“ kerfisins.
Vélin kynnt á sýningu í Basildon
í Bretlandi
New Holland Agriculture stóð fyrir
sýningu á vélinni fyrir skömmu
í verksmiðju sinni í Basildon í
Bretlandi. Var það í tengslum við
verkefnið „Low Carbon Tractor
Project“ (LOCT), sem fékk styrk
frá Advanced Propulsion Center
(APC). Markmiðið var að gjörbylta
búskaparháttum með því að þróa
lágkolefnis-dráttarvélatækni
sem nýtir lífmetan. Þannig er
hugsunin að nýta úrgang frá
landbúnaðarframleiðslu til
framleiðslu á metangasi til að draga
úr losun koltvísýrings í landbúnaði.
Um leið er brennt metangasi sem
annars færi út í andrúmsloftið.
LOCT verkefnið er afrakstur
vinnu New Holland við þróun
metantækni fyrir landbúnað,
sem hófst með fyrstu frumgerð
dráttarvélar sem kynnt var árið
2013. Með þessu verkefni hefur
vörumerkið á síðustu fjórum árum
lokið þróun á fyrstu metanknúnu
dráttarvélinni í heiminum sem tilbúin
er til notkunar í landbúnaði. New
Holland Methane Power Tractor hóf
raðframleiðslu á vélinni í Basildon
verksmiðjunni í júní 2021.
Ávinningur fyrir bændur og
loftslagsbaráttuna
„Í dag erum við stolt af því að
vera tilbúin að setja á markað
fyrstu metan-knúnu dráttarvélina í
heiminum og það hefur verið hægt
með dýrmætum stuðningi APC, sem
hefur hjálpað okkur á leiðinni að
þessum árangri. Ég vil nota tækifærið
og þakka þeim fyrir þeirra þátt í að
láta þetta gerast.
Við sjáum mikla möguleika
fyrir þessa tækni sem lausn sem
færir bændum umhverfislegan og
fjárhagslegan ávinning á sama tíma
og hún stuðlar að því að draga úr
kolefnisfótspori landbúnaðar,“
sagði Sean Lennon, varaforseti New
Holland í Evrópu.
Á sýningunni gáfu verkefnis-
stjórar frá APC, New Holland og
samstarfsfélaga Zircotec og Eminox,
yfirlit yfir áætlanir fyrir þessa tækni.
Gestir á viðburðinum voru fulltrúar
frá bændasamtökum, umhverfis-
samtökum, viðskipta samtökum,
iðngreinum og samtökum frum-
kvöðla. /HKr.
UTAN ÚR HEIMI
Metangasknúna New Holland T6 dráttarvélin sem kynnt var í Bretlandi fyrir skömmu. Myndir / New Holland
New Holland T6 Metan úti á akrinum.
Hugsunin er að bændur safni því sem fellur til t.d. við grænmetis-, gras- og
kornrækt og nýtist ekki í annað og setji það í gerjunartanka til framleiðslu á
metangasi. Gasið nýtist svo til að knýja dráttarvélar búsins. Þannig er hægt
að auka sjálfbærnina til mikilla muna um leið og kolefnissporið minnkar.
Eyðing Amazon skógarins var orðin meiri þann 31. júlí sl. en á sama tíma í
fyrra. Samkvæmt mælingum Brasilísku geimrannsóknarstofnunarinnar var
13.235 ferkílómetrum af svæðinu eytt á tímabilinu 1. ágúst 2020 til 31. júlí
sl. Þetta er 22% meiri eyðing en átti sér stað árinu áður. Myndir / Unsplash
Skógareyðing í Brasilíu
nær nýjum hæðum
Skógareyðing á Amazon
svæði Brasilíu hefur aukist
frá því í fyrra þrátt fyrir
háleit loforð yfirvalda þar
í landi um vernd á þessum
stærsta regnskógi jarðar.
Með undirritun yfirlýsingar
um stöðvun skógareyðingar
á loftslagsráðstefnunni í
Skotlandi er vonast til að
alþjóðasamfélagið geti haft
einhver áhrif á ákvarðanir
hins ófyrirsjáanlega leiðtoga
Brasilíu, Jain Bolsonaro.
E y ð i n g A m a z o n
skógarins var orðin meiri
þann 31. júlí sl. en á sama
tíma í fyrra. Samkvæmt
mælingum Brasilísku
geimrannsóknarstofnunarinnar
var 13.235 ferkílómetrum af
svæðinu eytt á tímabilinu 1.
ágúst 2020 til 31. júlí sl. Þetta
er 22% meiri eyðing en átti sér
stað árinu áður.
Matið er byggt á mælingum
úr gervihnattarmyndum þar
sem hægt er að merkja algjöra
hnignun megin gróðurþekju svæðis á
stuttum tíma, sem bendir augljóslega
til eyðingar af mannavöldum.
Amazon skógurinn þekur hluta
af níu fylkjum Brasilíu. Mest
hefur verið eytt í Pará, næststærsta
fylki landsins, en þar voru 5.257
ferkílómetrar af regnskógi afmáðir á
einu ári skv. mælingunum. Mun það
vera tæp 40% af heildareyðingunni
á tímabilinu.
Loforð og kærur
Brasilía var í hópi 124 ríkja sem hétu
því að stöðva skógareyðingu fyrir árið
2030 á COP26 loftslagsráðstefnunni
í Glasgow í síðasta mánuði. Með
loforðinu gætu leiðtogar heims
beitt Brasilíu efnahagslegum
refsiaðgerðum ef stjórnvöld þar í
landi standa ekki við skuldbindingar
um stöðvun skógareyðingu og aukna
uppgræðslu skógarvistkerfa.
Skógareyðing í Brasilíu hefur náð
nýjum hæðum eftir að Jair Bolsonaro
tók við embætti forseta landsins.
Í orðum og gjörðum hefur hann
grafið undan umhverfisvernd með
því að takmarka fjárveitingar til slíkra
stofnana auk þess sem hann hefur
aukið aðgengi hrávöruframleiðenda
að skóginum í nafni hagvaxtar.
Sitt sýnist því hverjum um beiðni
hans til bandarískra yfirvalda um
milljarða dala styrk til að útrýma
ólöglegri skógareyðingu í landinu.
Í október lögðu austurrísk
baráttusamtök fyrir umhverfismálum,
Allrise, fram opinbera kvörtun fyrir
Alþjóðaglæpadómstólinn, þar sem
þau sökuðu Bolsonaro um glæpi
gegn mannkyninu fyrir meint
hlutverk hans í eyðingu Amazon-
skógarins.
Frá betrun til Bolsonaro
Brasilía hefur munað fífil sinn
fegurri í aðgerðum gegn skógar-
eyðingu.
Árið 2006 voru undirritaðir
fjölþjóðlegir samningar þar
sem kaupmenn lofuðu að hætta
viðskiptum við sojaframleiðendur
sem bendlaðir voru við ólöglega
skógareyðingu. Svipaðar
skuldbindingar voru gerðar
varðandi viðskipti við brasilísk
sláturhús og afurðastöðvar nokkru
síðar. Umhverfisverndarsamtök
ráku áróðursherferðir þar sem
stórfyrirtæki sem bendluð
voru við ólöglegt skógarhögg
beið álitshnekki. Aðgerðir
ríkissaksóknara gegn sömu aðilum
jók enn á þrýsting fyrirtækjanna til
að takast á við eyðinguna sem þeir
höfðu skapað. Þessi samtakamáttur
stjórnvalda, fyrirtækja og
hagsmunaaðila leiddu til þess að
á milli áranna 2009 og 2014 dró
verulega úr skógareyðingu.
Þessi samvinna er svo talin hafa
rofnað um leið og efnahagskreppa
þar í landi skall á árið 2014 og síðan
Bolsonaro tók við völdum árið
2019 hefur aukið enn á eyðingu
regnskógarins.
Lungu jarðar skornar niður
fyrir bithaga
Amazon regnskógurinn hefur oft
verið kallaður lunga jarðar, enda
verður um 20% af andrúmslofti
jarðarinnar þar til. Skógarsvæðið
er talið vera um 5,5 milljón
ferkílómetrar og er stærsti hluti hans
innan landsvæðis Brasilíu.
Ástæður eyðingar eru fyrst
og fremst ruðningur vistkerfis
skógarins fyrir bithaga nautgripa
sem ræktaðir eru þar í stórum stíl.
Einnig spilar ræktun og framleiðsla
hrávöru á borð við soja rullu í
eyðingunni. /ghp