Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 23

Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA STÓRVIRKI UM BÍLA 320 síðna bílabók eftir Örn Sigurðsson með 1200 ljósmyndum sem margar hafa hvergi sést áður. Hér eru bílar almennings, lög - reglu og slökkvi liðs; trukkar jafnt sem eðal vagnar, jeppar, vörubílar og húsbílar. Fjallað er um fjölmargt tengt bílum, svo sem bensín- og smurstöðvar, verkstæði, hjólhýsi og leikföng, að ógleymdri vega- og gatnagerð. ÓMISSANDI FYRIR ALLT BÍLAÁHUGA­FÓLK! UTAN ÚR HEIMI Samkvæmt vefsíðu hemptoday.net, einni fremstu vefsíðu með upplýs- ingar hampvarnings, hefur þýski pappírsframleiðandinn Hahnemühle nýverið þróað pappír úr hampi. Hugmyndin fór í vinnslu vegna útgáfu bókarinnar „Mikil verðmæti eru fólgin í ræktun og úrvinnslu iðnað- arhamps á Íslandi“ eftir ljósmyndar- ann og umhverfis- verndarsinnann Maren Krings – en áætluð útgáfa þeirrar bókar er næsta vor. „Þetta er fyrsti pappírinn sem fram- leiddur er úr sjálfbærum hamptrefjum sem ræktaðar eru í Evrópu – einmitt ætluðum við gerð umhverfisvænna prentvara,“ segir Heidemarie Hinger, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Hahnemühle. Fyrirtæki Hahnemühle, sem var stofnað árið 1584, er leiðandi á heimsmarkaði hvað varðar hágæða- pappír og prentun, en fyrirtækið stýrir dótturfyrirtækjum sínum í Bretlandi, Frakklandi, Singapúr og Kína. Hahnemühle, sem er eitt virtasta fyrirtæki þessa geira, hefur alla tíð verið framarlega í umhverfisvænu framleiðsluferli enda vart hægt að framleiða hágæða vörur ef svo væri ekki. Árið 2008 þróaði Hahnemühle pappír úr bambus og undanfarin ár hefur heil vörulína verið gerð í kring- um bambusinn sem er undir hatti sjálfbærra tegunda. Í kjölfarið kynnti Hahnemühle „Green Rooster“ verk- efnið sem styður ræktun skóglendis, velferð dýra auk umhverfisfræðslu. Nú árið 2021, samkvæmt frétta- tilkynningu, hefur framleiðsla hamppappírs hafist en um er að ræða stafrænan prentpappír, vegan og sýrufrían og helst því vel yfir margra ára skeið. Hreint lindarvatn er notað við gerð pappírsins og streymir það frá nærliggjandi á í gegnum lokað vinnslukerfi sem er laust við hreinsi- og rotvarnarefni. Einnig kemur orkan sem notuð er við framleiðsluna ein- göngu frá 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Pappírinn er hægt að fá bæði í kápu- og blaðaþykkt bóka og kemur hann á ríflega metra rúllum, en mikið er lagt upp úr gæðum, þó með tilliti til umhverfisverndar. /SP Hahnemühle: Frumkvöðull í pappírsgerð Iðnaðarhampur hefur margvíslegt notagildi og býður lögleiðing á ræktun hans upp á mikla verðmætasköpun, bæði á Íslandi og annars staðar. Í október síðastliðnum á eyjunni Oahu fékk röskur göngugarpur að upplifa draum sumra er leið hans lá meðfram lítilli á í dalnum Waipiʻo. Fínasta bjórilm lagði af ánni og við frekari eftirgrennslan kom í ljós að þarna hafði frárennsli frá fyrirtæki Paradise Beverages Inc., einum helsta dreifingaraðila áfengis á Havaí komist í náttúrulegt lindarvatn sem áfram streymdi svo að strandlengju Honolulu. Áin, þótt lítil sé, rennur í höfn Pearl Harbor á suðurhluta eyjunnar Oahu og þótt hugtakið bjór-á sé draumur sumra verður að líta til þess að mikil mengun stafar af sem getur raskað nærliggjandi lífríki bæði dýra og gróðurs. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem bjórmagn blandast ánni enda hafa íbúar eyjunnar tekið eftir ilm árinnar í áraraðir en látið sér fátt um finnast. Þó hefur verið um tvenns konar lykt að ræða, þá bjórlykt, en einnig af ávaxtapúnsi. Samkvæmt umfjöllun þarlendu frétta stofunnar, HawaiiNewsNow, var skýringin sú að þegar lykt ávaxtapúnsins fannst þá hefði 0,4% sykurmagn fundist í vatni árinnar. Í kjölfar þess sem á undan var gengið setti göngugarpurinn sig í samband við Caroll Cox, umhverfisverndar- sinna og yfirmann sjálfseignarstofn- unarinnar EnviroWatch, sem meðal annars er þekkt fyrir baráttu sína gegn umhverfisspjöllum. EnviroWatch kom þeim niðurstöðum á framfæri við embættismenn 8. nóvember síð- astliðinn að mengunarvaldurinn væri Paradise Beverages, stærsti birgir rík- isins á áfengum drykkjum. „Núna höfum við verið í beinu sambandi við bæði samgöngu- og heilbrigðisráðuneytin, fulltrúar þeirra eru væntanlegir á staðinn og við ætlum að athuga málin,“ sagði Anthony Rowe, rekstrarstjóri Paradise Beverages, sem telur mögulegt að bjór og sykurstreymið gæti verið að koma frá þeim og því vilji þeir koma því á framfæri að þeir séu að vinna með réttum yfirvöldum. Caroll Cox lét hins vegar hafa eftir sér að þótt margir væru hrifnir af fyrirtækinu Paradise Beverages Inc. þá væri þetta fyrir honum bara enn einn hræðilegur, hræðilegur dagur í paradís. /SP Havaíska eyjan Oahu: Þar sem (bjór)áin rennur í rólegheitunum niður að sjó Áfengismagn árinnar er ekki nema 1,2% en þó ættu einhverjir að geta fengið sér þar í aðra tána. Spurning um að vaða yfir? Mynd / Carrol Cox

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.