Bændablaðið - 02.12.2021, Page 29

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. GULLFALLEG BARNABÓK SEM KYNSLÓÐ IRNAR NJÓTA SAMAN Jólabók krakkanna fram á að mikið af næringarefnum væru til staðar. Í framhaldinu var lögð út áburðartilraun í hefðbundið vallar- foxgrastún á Hvanneyri. Starfsmenn fylgdust með vexti og slógu svo til- raunareiti tvisvar í sumar, mældu uppskeruna og tóku sýni sem verða svo efnagreind. „Niðurstöður fyrsta árs sýna að grösin sýndu bestu svörun við kúa- mykju. Það kemur ekkert á óvart þar sem kúamykja hefur verið notuð og reynst vel í landbúnaði hér lengi. Við stilltum magni hráefnis í samræmi við efnainnihald og þannig fengu allir reitir sambærilega áburðar- skammta. Í ljós kom að plönturn- ar svöruðu misjafnlega eftir eðli áburðarins.“ Fyrstu niðurstöður komu nokkuð á óvart að sögn Friederike. „Niðurstöðurnar núna benda til þess að hráefnin þurfi frekari forvinnslu svo næringarefnin verði aðgengilegri fyrir plönturnar. Þó margir vilji fullyrða að Ísland sé fullt af hráefni, í formi húsdýramykju, úrgangi úr fiskvinnslu og seyru frá sveitarfélögum, þá sé ekki þar með sagt að plönturnar geti notfært sér þessi efni beint,“ segir Friederike og bætir við að það hafi til að mynda komið á óvart að sjá reiti áborna með úrgang úr fiskeldi koma illa út í tilrauninni. Þeir skiluðu litlu sem engu í fyrsta slætti. „Í því tilfelli held ég að við þurf- um að vinna áburðinn á annan hátt en við gerðum. Ég er hins vegar von- góð um að meira niðurbrot áburðar- efnisins í jarðveginum verði til þess að þeir gefi mun meiri uppskeru á næsta ári og þar með áreiðanlegri niðurstöður.“ Þannig séu þetta þó bara fyrstu niðurstöður og langtímaáhrifin ekki komin fram. „Þannig vonumst við til að plönturnar muni til lengri tíma litið geta unnið úr áburðarefnunum og gefið betri uppskeru, en auk þess erum við að þróa meðhöndlun hrá- efnisins þannig að það geti orðið aðgengilegra plöntunum fyrr,“ segir Friederike. Hún leggur áherslu á að meðhöndla þurfi ræktunarjarðveg af varkárni. „Ef við köstum úrgangi í hann hugsunarlaust, vegna þess að það hljómar vel, getur það haft hörmulegar afleiðingar. Lausnin er því hvorki einföld né augljós. Þær aðferðir sem bændur nota í dag er enn sem komið er besta aðferðin,“ segir Friederike. /ghp Tilraunareitirnir í vexti. Vinstra megin má sjá rýra reiti með áburði gerðum úr úrgangi úr fiskeldi sem skiluðu litlu sem engu í fyrsta slætti. Magn hráefnis var stilllt af í samræmi við efnainnihald og þannig fengu allir reitir sambærilega áburðarskammta. Framkvæmd í felti á góðvirðisdegi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.