Bændablaðið - 02.12.2021, Page 31

Bændablaðið - 02.12.2021, Page 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Kíktu á ms.is og skoðaðu úrvalið - einfalt og fljótlegt. S É RVA LD IR Í S LE N S KIR OS TA R O G MEÐ L Æ TI Veldu milli níu mismunandi ostakarfa og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Frábær g jöf til viðskiptavina eða starfsmanna. Ábyrgðin hjá umráðamönnum Í yfirlýsingu frá Dýralæknafélagi Íslands um málefnið hvetja þau til gagnrýnnar umræðu um þætti er varðar umgjörð og starfsskilyrði greinarinnar. Í yfirlýsingunni spyr Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður DÍ, hvort umsvif búgreinarinnar hafi aukist það mikið að ekki sé hægt að tryggja ásættanlega umgjörð á búunum og þá um leið tryggja nægjanlegt eftirlit með greininni. Einnig veltir hún þar fyrir sér hvort gerðar séu nægjanlegar kröfur til eigenda um reynslu og þekkingu þeirra starfsmanna sem starfa á búunum þegar kemur að umgengni við dýr og velferð þeirra. Þá er spurt hvort ekki sé þörf að endurskoða ramma búgreinarinnar betur og er þar nefnt sérstaklega fjölda dýra í hóp, fjölda dýra sem dýralæknir getur sinnt á hverju tímabili. „Mikilvægi þess að hafa góðan ramma og skýr starfsskilyrði ásamt öflugu eftirliti af hálfu hins opin­ bera er óumdeilt. Hins vegar skal aldrei horft fram hjá ábyrgð eiganda í slíkum málum. Ábyrgðin og sökin er fyrst og fremst hjá þeim sem eru umráðamenn og eigendur viðkom­ andi dýra. Ábyrgð dýralækna sem vinna við blóðtöku úr hryssum er einnig skýr, þeim ber skylda til að hafa velferð dýranna í fyrirrúmi, leiðbeina eigendum eða stöðva blóðtökuna ef aðbúnaður og framkvæmd er ábótavant og gera Matvælastofnun viðvart. Dýralæknafélag Íslands beinir því til dýralækna að sýna ábyrgð í störfum sínum og grípa inn í aðstæður þegar þess gerist þörf,“ segir í yfirlýsingu Dýralæknafélagsins sem lýkur þannig: „Vitundarvakning og umræða um þá óásættanlegu meðferð á dýrum sem við sjáum í umræddu myndskeiði er nauðsynleg.“ Úrbætur hjá Ísteka Arnór Guðlaugsson, framkvæmda­ stjóri Ísteka, segir að eftir birtingu myndbandsins sé ljóst að alvarleg atvik er varðar dýravelferð hafi ekki sést í núverandi eftirliti fyrirtækisins. Unnið sé að úrbótum á eftirlitinu samkvæmt töflu sem birtist hér að ofan. Arnþór Guðlaugsson. Þættir Aðgerðir Atriði • Meta skapgerð hverrar merar fyrir þátttöku • Merar sem sýna óeðlileg streituviðbrögð útilokaðar Aðstaða Hönnun á bás og aðstöðu • Meta hvaða umbætur má gera á bás og annarri aðstöðu • Mild meðhöndlun mera, rólegir starfsmenn • Önnur dýr sem hugsanlega geta valdið truflun fjarlægð • Fræðsluefni • Formleg þjálfun, þ.m.t. á staðnum • Námskeið og þekkingarmiðlun • Miðla þekkingu • Umsjón með myndarvélum • Hefur heimild til að stöðva blóðsöfnun ef brotið er á hrossum hvað varðar velferð þeirra • Setja upp myndavélar og eftirlitsáætlun í samræmi við viðeigandi lög og reglur • Safna upplýsingum frá hverjum bæ, sem geymdar eru í ákveðinn fjölda ára • Upplýsingar rýndar af sérfræðingum með reglubundnum hætti, byggt á ráðum velferðaröryggisvarða eða mótteknum kvörtunum og ábendingum Verklagsreglur um: • val á merum • tól sem notuð eru við blóðsöfnun • hegðun manna við blóðsöfnun • aðstöðu • eftirlit Val á merum Setja viðmið um val á merum til þátttöku Þættir sem snúa að hegðun Vitundarvakning Verklag og -ferlar • Verklagsreglur aðgengilegar á öllum bæjum, hjá dýralæknum og öryggisvörðum velferðar Fræðsla Þjálfun fyrir bændur, dýralækna og öryggisverði velferðar Öryggisverðir velferðar Ný staða sem fellst í að tryggja velferð hrossa meðan að blóðsöfnun fer fram. Eftirlit Myndataka og mat á blóðsöfnun

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.