Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 36

Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 LÍF&STARF Rafn Arnbjörnsson hefru starfað sem frjótæknir í hálfa öld, en hann hóf störf í þessu fagi haustið 1971. Hér er Rafn við höfuðstöðvar Búgarðs á Akureyri. Mynd / MÞÞ. Fann mína í þessu starfi „Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitun- um, notið gestrisni þess og góðra stunda, þeir eru ófáir kaffibollarn- ir sem bornir hafa verið að mér um tíðina og gaman að hafa kynnst gömlu íslensku gestrisninni. Allt það bændafólk sem ég hef um árin átt samskipti við hefur sýnt mér mikil elskulegheit, boðið upp á mat og kaffi og sýnt mér mikla vináttu. Mér þykir líka vænt um að hafa verið treyst til þess að sinna störfum fyrir bændur í Eyjafirði,“ segir Rafn Arnbjörnsson, sem fyrr í haust fagnaði hálfrar aldar starfsaf- mæli sínu sem frjótæknir. Hann hóf störf haustið 1971 og er enn í fullu fjöri 50 árum síðar. Rafn er einn af stofnendum Frjótæknifélagsins, sem bæði er fag- og stéttarfélag. Fæddur og uppalinn á Dalvík Rafn fæddist á Dalvík, ólst þar upp og býr þar enn. Hann segir áhuga sinn á landbúnaði hafa kviknað snemma, en í hans uppvexti tíðkaðist að halda nokkrar skepnur við nán- ast hvert heimili, eina kú og nokkrar kindur. Svo var einnig á hans heimili, foreldrar hans voru með kú og um 20 kindur þannig að hann fór snemma að stússast í kringum skepnur. Fyrsta hestinn eignaðist hann 13 ára gamall og notaði í þá fjárfestingu sumarkaupið sitt í sinni fyrstu vinnu. Hann á móti öðrum strák á svipuðu reki fengu starf við að tína upp það smágrjót sem féll af vörubílunum þegar verið var að koma upp syðri grjótgarðinum við Dalvíkurhöfn. „Ég fékk 2.500 krónur fyrir þetta sumarstarf og þær nægðu til að kaupa hest,“ segir hann. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Með góðum félögum að halda upp á 50 ára starfsamælið. Mynd / Úr einkasafni Andri Már Sigurðsson, formaður Frjótæknfélagsins, veitir Rafni viðurkenningu fyrir störf sín á aðalfundi félagsins. „Það hefur einkennt störf Rafns að þau eru leyst af samviskusemi og nákvæmni. Það er mikið lán að hafa starfsmann sem er tilbúinn að ganga í öll þau störf sem á þarf að halda hverju sinni. Meðal þess sem honum hefur verið falið má nefna bókhald og frágang á skattaskýrslum, ómskoðun á lömbum, vinna við kynbótasýningar hrossa auk jarðvegs- og heysýnatöku. Í hans aðalstarfi er árangur eins og best gerist á landinu og oft verið markmið þeirra sem á eftir hafa komið að ná sambærilegu fanghlutfalli við sæðingar og Rabbi. Það er einstakt lán fyrir eyfirskra bændur að hafa fengið að njóta starfskrafta Rafns Arnbjörnssonar í hálfa öld.“ Þetta segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, um starfsfélaga sinn, Rafn Arinbjörnsson. Reyna að ná sambærilegu fang- hlutfalli við sæðingar og Rabbi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.