Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
LÍF&STARF
Í Bandaríkjunum, þann 20. maí
árið 1873, urðu straumhvörf í
heimi tískunnar þó ekki áttuðu
sig allir á því akkúrat þann dag.
Í hringiðu iðnbyltingar þessa tíma
höfðu ýmsar þarfir mannanna
breyst og meðal þess sem almenning
virtist vanhaga um voru sterk og
endingargóð vinnuföt.
Á árunum milli 1820 og 1860 var
þó nokkuð um straum innflytjenda
frá Norður- og Vestur-Evrópu til
Bandaríkjanna, þá meðal annars vegna
byltinga í Þýskalandi varð töluvert
um brottflutning þaðan til fyrirheitna
landsins.
Einn þeirra er lögðu land undir
fót var Levi Strauss, (1829–1902) frá
Bæjaralandi, en árið 1847 lá leið hans
yfir hafið eins og svo margra. Rúmlega
tvítugur að aldri hafði hann skapað sér
sess sem kaupmaður í borginni San
Francisco, en árið 1852 kom honum
það snjallræði til hugar að láta sauma
buxur úr slitsterkum striga sem honum
hafði áskotnast, til að selja þeim er unnu
erfiðisvinnu úti við. (Sumir vilja jafnvel
meina að striginn hafi verið gerður úr
hampplöntunni sem þá var enn nýtt á
sem fjölbreyttasta vegu, áður en hún var
talin hafa fleiri neikvæða eiginleika en
jákvæða, verkfæri djöfulsins jafnvel.)
Nú, buxurnar slitsterku runnu út eins
og heitar lummur, námuverkamenn,
gullgrafarar og kúrekar voru meðal
þeirra er jusu þeim lof og prís og þar
með var sigurganga Levi's buxna hafin.
Um það bil tuttugu árum síðar
hafði klæðskeri nokkur, Jacob Davis
að nafni, samband við Levi Strauss –
þá bréfleiðis – og benti á að styrkja
mætti helstu álagspunkta buxnanna
með koparfestingum. Í kjölfar bréfa-
skriftanna bundust þeir vinskap, lögðu
saman krafta sína og fengu einkaleyfi
á vinnubuxunum frábæru með kop-
arfestingunum. Með árunum urðu
buxurnar æ vinsælli og þótti jafnvel
almenningi mikið sport að spóka sig
í einum slíkum. Eitthvað var efnið þó
ekki nægilega mjúkt og sveigjanlegt
fannst fólki, auk þess sem námugraft-
armenn kvörtuðu jafnvel undan því að
efnið rispaði þá. Levi og félagi hans,
hr. Davis, tóku umkvartanir þessar
alvarlega og ákváðu að leita fanga í
vefnaðarvöruhornum heimsins. Þeim
bárust upplýsingar frá þekktu vefn-
aðarvöruhéraði Suður-Frakklands að
í borginni Nîmes væri mögulega hægt
að fá bæði sterkt, þolgott og mjúkt
bómullarefni sem var kallað serge. Þeir
félagar hófust því handa við kaup og
innflutning, en varð brenglun orða til
þess að efnið, sem kallað var serge de
Nîmes eða serge-efnið frá Nîmes –
varð Denimes, eða denim upp á enska
mátann. Gallaefni á íslensku.
Það var þó ekki fyrr en árið 1934,
rúmum sextíu árum eftir að ævintýrið
hófst, að framleiðsla hófst á gallabux-
um sem ætlaðar voru konum, eða
Lady Levi's®. Yfir árin höfðu vest-
rænar konur (aðallega) fengið til láns
gallabuxur eiginmanns síns eða bróður
og þó tæki nokkra áratugi í viðbót að
samþykkja gallabuxur sem viðeig-
andi búning kvenna sá fyrirtæki Levis
þarna þörf og hóf því framleiðsluna.
Þetta voru í raun kröftug skilaboð til
almennings þess efnis að fyrirtæki Levi
Strauss teldi konur til jafns við karl-
menn þegar kom að stöðu þeirra, getu
og sjálfstæði í heiminum. Þær þóttu
heldur ögrandi og kjarkmiklar kon-
urnar þarna sem klæddust gallabuxum,
enda voru stétta- og menningarskil afar
stíf á á þriðja og fjórða áratugnum.
Að auki voru gallabuxur þessa tíma
ekki til með rennilás heldur hnöppum
sem jók enn fremur á ímynd hinnar
frjálslegu konu. Ein þeirra kvenna er
hrifnar voru af gallabuxunum var leik-
konan þekkta, Marilyn Monroe. Hún
fór gjarnan á nytjamarkaði og fann
sér gamlar Levi‘s buxur og var fyrst
kvenna til að bera þær á hvíta tjaldinu.
Árið 1961 klæddist hún Lady Levi's®
í flestum lykilsenum kvikmyndarinnar
The Misfits. Talið er að þokkafullar
línur hennar í gallabuxunum hafi
kveikt löngun kvenfólks til þess að
versla sér einar slíkar – ef ekki nema
til að vera í við garðvinnu eins og ein
senan sýnir.
Levi Strauss fékk hana svo sem
andlit herferðar sinnar, einnar nokkurra
árið 1968 þar sem hún, ásamt James
Dean, leikara nokkrum (og öðru helsta
kyntákni þessa tíma), sitja fyrir með
leikmynd myndarinnar River of No
Return (1954) í forgrunni.
Í dag er Levi Strauss & Co. eitt
stærsta fyrirtæki heims og leiðandi á
heimsvísu í gallabuxum. Um það bil
500 verslanir má finna víðs vegar um
heiminn og vörur þeirra fáanlegar í
meira en 100 löndum. Enda þekkja
jú nær allir gleði þess að ganga um í
Levi's buxum.
En svo, eins og kemur fyrir besta
fólk, er hjólið fundið upp oftar en
einu sinni – sérstaklega ef er að finna
sannleikskorn í grein vísindavefs-
ins þar sem álitið er að hampur hafi
verið upprunalegt efni gallabuxnanna
frægu. Á vefsíðu Forbes nú fyrir stuttu
kemur nefnilega fram að stórveldi
Levi's buxnanna hafi nýverið hafið
framleiðslu buxna sem eru að hluta
til úr efni unnu úr hampi. (Mögulega
svipuðu og unnið var með fyrir 168
árum). Sem stendur er hlutfalls hamps
á móti bómullarþráða ekki nema frá
23-28% en þó er þetta skref fram á
við. Skulum við meina.
Í samstarfi við fatafyrirtækið
Outerknown – sem getur stært sig
af því að yfir 90% af vörum þess eru
framleiddar úr lífrænum, endurunn-
um eða endurnýjuðum efnum – hafa
fyrirtækin tvö unnið að framleiðslu
gallafatnaðar sem inniheldur þessa
blöndu af bómull og iðnaðarhampi.
Unnið var með sérfræðingum í trefja-
tækni er sáu meðal annars um að efnið
yrði sem mýkst þar sem hampefni á
það til að verða heldur gróft – og að
sem minnst orka og ólífræn efni kæmu
að gerð þess.
Þess má geta að ræktun iðnað-
arhamps, sem nú hefur verið lögleidd
í Bandaríkjunum er spáð mikilli vel-
gengni en telur fjárfestingafyrirtæk-
ið New Frontier að hampiðnaðurinn
muni ná um 6 milljörðum dala fyrr
en varir ...
En fyrirtæki Levi Strauss, notandi
hamps eða ekki, hefur ávallt haft
nýtni og endingarvæna vöru í sinni
framtíðarsýn. Auk þess að hafa, sem
stendur, fingurna í vinnslu hamps-
klæðis er sjálfbærni þeim eðlislæg. Á
vefsíðunni levi.com má meðal annars
finna ábendingu þess efnis að ef allir
keyptu einn notaðan hlut árlega í stað
þess að kaupa nýjan, myndi það spara
rúmlega 200 milljónir kílóa af úrgangi.
Með stefnu þeirra, kallaðri Levi's ®
SecondHand, er fólki boðið að taka
þátt í sjálfbærari framtíð. Þar er m.a.
litið til þess að halda lífi í fatnaði er
kemur frá fyrirtækinu með því að skila
inn gömlum Levi's fötum til endur-
vinnslu, líta við á saumastofunni og
láta laga fatnað eða jafnvel kaupa gam-
alt sem aðrir hafa skilað inn.
Talin eru upp þrjú skref til að betra
heiminn og eru þau eftirfarandi:
Skref 1
Finndu þér tíma til að skila gömlu
Levi's gallabuxunum þínum, gallajökk-
um eða öðrum Levi‘s flíkum í versl-
unum sem taka þátt. Þú færð gjafakort
fyrir framtíðarkaup.
Skref 2
Við hreinsum, flokkum, lagfærum
og skráum föt á SecondHand.levi.com,
höldum þar með flíkum í notkun og frá
urðunarstöðum.
Skref 3
Verslaðu á ábyrgan hátt og finndu
þér eitthvað sem fer þér vel hjá Levi's®
SecondHand. Þú munt hjálpa plánet-
unni, eitt endurborið stykki í einu og
skapa þér persónulegan stíl.
Það er því um að gera að hika
ekki við að kaupa notaðar vörur, láta
lagfæra ef viðkomandi er ekki flinkur
á saumavélina sjálfur og skemmta
sér jafnvel við að finna sinn eigin
persónulega vintage stíl – hvort sem
um ræðir 90‘s grunge eða útvíðar buxur
hippaáranna. Mæta svo með bunka af
gömlu gallabuxunum undir hendinni,
ef leið liggur í Levi's búðina í miðborg
San Francisco og gera með því jörðina
okkar aðeins glaðbeittari.
Rennt yfir sögu stórfyrirtækis Levi Strauss:
Með koparstungu á rassvasanum
Burt Reynolds situr hér í makindum sínum, íklæddur Levi's skyrtu úr gallaefni.
Levi Strauss auk nokkurra annarra klæðskera fengu einkaleyfi á hnepptum, bláum buxum
árið 1873 og í kjölfarið var það talið upprunaár gallabuxna ef svo má að orði komast.
Gallabuxurnar sem slíkar, úr denim-efninu, urðu þó ekki til fyrr en síðar. Í dag vinna hjá
fyrirtækinu tæplega 15.000 manns samkvæmt tölum frá 29. nóvember 2020.
Upprunalega útgáfa Levi´smerkisins sýndi tvo hesta sem
reyna þolgæði gallabuxnanna. Þessi mynd án leturs var
merki um gæði sem kúrekar, gullgrafarar og aðrir neytendur
þekktu þótt ólæsir væru.
Levi Strauss hóf fyrstur manna fram-
leiðslu á gallabuxum ætluðum kon-
um. Merkið Lady Levi's® naut mikilla
vinsælda og þótti framúrstefnulegt.
Marilyn Monroe ... í Levi's.
Sigrún Pétursdóttir
sigrunpeturs@bondi.is
LÍF&STARF