Bændablaðið - 02.12.2021, Side 45

Bændablaðið - 02.12.2021, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 var súpa eða gums með fyllingu sem á að gleypa um leið og bitið er gat á pokann. Ekki skemmir fyrir að pipra bögglana fyrir neyslu. Af öðrum vinsælum réttum er lobio, sem er að stofni til nýrnabaunir með lauk, chili og ediki og góður prumpumatur. Mtsvadi er aftur á móti kjöt sem er steikt á prjóni. Vín í Georgíu Almennt er viðurkennt að víngerð í Georgíu sé ein sú elsta í heimi og er hefðbundin víngerð í landinu á Heimsminjaskrá UNESCO um sameiginlegan óefnislegan menningararf alls mannkyns. Vegna hagstæðs veðurfars þrífst vínviður vel víða í landinu og talið að hann hafi verið ræktaður og berin notuð til víngerðar allt frá því 6000 fyrir Krist. Í dag finnast meira en 500 ólík vínberjayrki í landinu og er allt georgískt vín unnið úr innlendum yrkjum. Annað sem gerir georgísk vín, bæði hvít og rauð, góð í framleiðslu er gerjunaraðferðin. Ólík vínum frá Suður-Evrópu sem eru látin gerjast í viðartunnum eru vín í Kákasuslöndunum gerjuð í belgmiklum leirkrúsum sem grafin eru í jörð. Gerjunaraðferðin veldur því að vínið heldur áfram að gerjast þar til allur sykur er horfinn úr því. Vínin eru því öll þurr og alkóhólprósentan stundum hærri en í hefðbundnum léttvínum. Algengt er að leirkrukkur sem not- aðar hafa verið til að gerja vín finnist við fornleifarannsóknir og jarðvinnslu í landinu og þykir það sýna að víngerð hefur verið almenn þar lengi. Rósabyltingin Landfræðileg staðsetning Georgíu hefur verið landinu bæði blessun og bölvun í gegnum aldirnar. Vegna landkosta hafa Georgíumenn mátt þola innrásir og yfirráð stórvelda bæði úr austri og vestri og landið var lengi leppríki rússneska keisaraveldisins og síðar hluti af Sovétríkjunum. Skömmu fyrir fall Sovét- ríkjanna lýsti Georgía yfir sjálfstæði landsins. Í kjölfarið óx pólitískur órói í Georgíu og um tíma geisaði borgarastyrjöld í hluta landsins. Spilling fór vaxandi og endaði með miklum mótmælum árið 2003 sem stóðu í tuttugu daga og því sem kallað hefur verið rósabyltingin vegna þess hversu friðsamleg mótmælin voru. Upp á margt að bjóða Miklar framfarir hafa átt sér stað í Georgíu undanfarin ár og áratugi. Auk innviðauppbyggingar er rík áhersla lögð á að auka vinsældir landsins sem áfangastaðar fyrir ferðamenn enda hefur landið upp á margt að bjóða, eins og mikla náttúrufegurð, góðan mat og vín og mikla gestrisni. Hópurinn sem ég ferðaðist með heimsótti landið í september síðastliðnum og því fremur fáir ferðamenn þar á ferð. Móttökurnar í landinu voru í alla staði góðar og þjónustan til fyrirmyndar. Georgía er eini staðurinn í heimi þar sem landamæravörðurinn við brott- fararhliðið úr landinu spurði mig hvort heimsóknin hafi ekki verið ánægjuleg og bauð mig velkominn aftur sem fyrst. Fararstjóri okkar, Michaela Krejcova, sem lærði íslensku við Háskóla Íslands en er nú búsett í Georgíu, var eins og himnasending og gerði allt sem í hennar valdi var til að gera ferðina ferðina sem ánægjulegasta. HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 - 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun@haverslun.is haverslun.is Þjónustuverkstæði og varahlutir Husqvarna K970 15,5 cm sögunardýpt Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27cm Narikala-virkið í Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Virkið var upphaflega reist á 4. öld og þaðan er gott útsýni yfir gamla hluta borgarinnar. Meira en 500 ólík vínberjayrki eru ræktuð í Georgíu og er allt georgískt vín unnið úr innlendum yrkjum. Georgísk vín eru gerjuð í stórum leirkrukkum sem grafin eru í jörðina. Jvari-klaustrið. Bygging þess er sögð hafa hafist á 6. öld. Georgía er í Kákasusfjöllum og á mörkum Evrópu og Asíu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.