Bændablaðið - 02.12.2021, Síða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021
LÍF&STARF
Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
Lely Center Ísland
Landbúnaðarleikföng
Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.
Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,
mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,
ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).
Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:
Mér mun borgið,
en hvað um ykkur? Sigurður Kristjánsson með nýju bókina.
Mynd / HKr.
Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá
sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er
safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður
hefur samið á undanförnum árum.
Sigurður starfar við skýrsluhald hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en
hefur auk þess verið bóndi, starfað við
grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk
þess að hafa áhuga á andlegum málum sem
leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér
réttinda til jógakennslu.
Hann hefur fengist við kveðskap og
ljóðagerð með einum eða öðrum hætti
frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér
eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi
grunur“.
Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.
/VH
Ljóð:
Orðinn að vissu
Helstu upplýsingar
1. Fyrir fiskeldi: Sjálfrennandi ísaldarvatn, rannsóknir liggja fyrir. (mjög steinefnaríkt).
2. Um 60m2 þriggja herbergja starfsmannaíbúð með öllu, tengd fiskeldinu.
3. Nýlega búið að bora fyrir vatni við hliðina á fiskeldisstöðinni til þess að tryggja fullkomið hitastig
til ræktunar. 4. Bleikju og seiðaeldisstöð, stærð 450m2 öll tölvustýrð og ein sú fullkomnasta og
öruggasta á landinu. Fjörtíu ára starfsreynsla, stöðin getur annað 1,2 milljón af bleikju- eða
laxaseiða á ári. Mögulegt að fá allt að 300 tonna framleiðsluleyfi, sýklalyf hafa aldrei verið
notuð í stöðinni, vottorð til staðar frá dýralækni. 5. Núverandi útiker geta framleitt 30 tonn á ári.
Stækkun var fyrirhuguð. Teikningar og samþykki sveitarfélagssins liggur fyrir.
6. Skólastofa 89m2 og er útbúin eins og íbúðarhús. 7. Flokkunarbúnaður er til staðar fyrir seiði.
8. Tölvustýrt fóðurkerfi með innbyggðu viðvörunarkerfi og súrefnismælingu og kerfið byggt er fyrir
u.þ.b. helmings stækkun. 9. Stöðin var meira og minna öll endurnýjuð árið 2006.
10. Frekari uppbygging vel möguleg. Miklir framtíðarmöguleikar. Veiðiréttur til stangveiði
Hæðarlæk og Tunguvatni er til staðar, lax, sjóbirtingur, bleikja og urriði.
Tunga í Skaftárhreppi
Til sölu lögbýlið Tunga í Skaftárhreppi ásamt tilheyrandi lóðar og sameignarréttindum. Landstærð
Tungu er 71 hektarar og er jörðin staðsett örstutt frá Kirkjubæjarklaustri þar sem hefur verið rekin fisk-
eldisstöð. Einnig kemur til greina að leigja fiskeldisstöðina eða að fara í samstarf um rekstur hennar.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000
eða magnus@fasteignamidstodin.is
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi s. 550 3000 er með
til sölu jörðina Goddastaði í Laxárdal Dalabyggð.
Húsakostur m.a. myndarlegt steinsteypt íbúðarhús byggt árið 1976. Húsið er á
tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr stærð samtals 299,1 fm.
Tvær íbúðir eru í húsinu. Á efri hæð er ndyri og eldhús, þvottahús baðherb rgi
og fjögur svefnherbergi og stofa. Á neðri hæð er andyri, tvö svefnherbergi, stofa,
eldhús og þvottahús. Einnig eru fjárhús, hlöður og geymslur allt eldri hús.
Kalt vatn frá samveitu. Landstærð er talin vera um 320 hektarar. Jörðin er aðili
að Veiðifélagi L xár og eru veiðitekjur töluv rðar.
Á Goddastöðum var búið með sauðfé. Gæti hentað vel m.a. í skógrækt og eða
ferðaþjónustu. Áhugaverð jörð á söguslóðum Laxdælu.
Nánari upplýsingar í síma 550 3000 eða
á netfangið magnus@fasteignamidstodin.is
Goddastaðir í Laxárdal
DRONEFLY VERSLUN
JÖFURSBÁS 4, 112 RVK
S: 566-6666
& DRONEFLY.IS
ECOFLOW
RAFSTÖÐVAR
Góðtemplarareglan IOGT
Áskorun um vímuefnalaus jól
Góðtemplarareglan IOGT á Íslandi hóf átak-
ið „Hvít jól“, sem er samfélagsátak í desember
þar sem markmið verkefnisins er að stuðla að
öruggu og hamingjusömu umhverfi fyrir börn
með ákvörðun foreldra um að vera allsgáð yfir
jólin í jólamánuðinum og yfir jólin.
Ástæðan er sú að mörg börn upplifa sig óörugg og
út undan þegar foreldrar nota áfengi. „Átakið gengur
út á að fá fleiri fullorðna til að draga úr neyslu áfengis
á hátíðardögunum. Við hvetjum alla til að skrifa undir
undirskriftasöfnunina á hvitjol.is og fagna jólun-
um vímuefnalaus með athyglina á fjölskylduna,“
segir Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. /MHH Upplýsingar um átakið er að finna á vefnum www.hvitjol.is