Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 52

Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Alls voru sýndar 56 fjögurra vetra hryssur í fullnaðardóm á árinu og voru þær um 6% sýndra hrossa. Efstu þrjár hryssur í hverjum aldursflokki voru eftirfarandi: Með þriðju hæstu einkunn ársins eða 8,24 var Aðalheiður frá Garðshorni á Þelamörk, ræktendur hennar eru Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon en eigandi er Sporthestar ehf. Aðalheiður er dóttir Ölnis frá Akranesi og Garúnar frá Garðshorni á Þelamörk sem var undan Dofra frá Steinnesi. Aðalheiður er fríð og vel gerð hryssa með 8,30 fyrir sköpulag. Þá er hún skrefgóð alhliðahryssa hryssa með m.a. 8,5 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend, samræmi skeið, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Aðalheiður stóð önnur fjögurra vetra hryssna á Landssýningunni. Með aðra hæstu einkunn ársins eða 8,25 var Kolbrún frá Helgatúni. Ræktendur og eigendur hennar eru Helgi Gíslason og Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Kolbrún er undan Hrannari frá Flugumýri II og heiðursverðlaunahryssunni Væntingu frá Hruna. Kolbrún er viljug og þjáll alhliðagæðingur. Hún hlaut 9,0 fyrir bak og lend enda bakið vel vöðvað og lendin jöfn og öflug. Einnig fékk hún 9,0 fyrir skeið og samstarfsvilja. Með hæstu einkunn ársins í fjögurra vetra flokki hryssna í ár var Afródíta frá Garðshorni á Þelamörk með 8,33 í aðaleinkunn. Hún stóð efst fjögurra vetra hryssna á Landssýningunni. Ræktendur hennar eru Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon en eigandi er Sporthestar ehf. Afródíta er undan Grími frá Garðshorni á Þelamörk og heiðursverðlauna hryssunni Eldingu frá Lambanesi. Hún er fríð og vel gerð hryssa með 8,5 fyrir flesta þætti sköpulags og 9,0 fyrir fótagerð. Hún er skrefmikil, viljug og þjál alhliðahryssa með 8,5 fyrir tölt og brokk og 9,0 fyrir samstarfsvilja. Það er athyglisverður árangur að tvær af þremur efstu hryssunum í þessum flokki eru frá Garðshorni á Þelamörk og ræktaðar af þeim Birnu og Agnari. 140 hryssur í fimm vetra flokki Í fimm vetra flokki hryssna voru sýndar 140 hryssur og voru þær 16% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins eða 8,45 var Hending frá Fákshólum. Ræktandi hennar er Helga Una Björnsdóttir sem á hana ásamt Jakobi Svavari Sigurðssyni, Flemming Fast og Gitte Lambertsen. Hending er undan Konsert frá Hofi og gæðings- hryssunni Sendingu frá Þorlákshöfn. Hún hlaut 8,16 fyrir sköpulag með afar sterka yfirlínu í baki. Þá hlaut hún 8,60 fyrir hæfileika með 9.0 fyrir sitt rúma og örugga skeið og þjála og yfirvegaða samstarfvilja. Með aðra hæstu einkunn ársins er Gleði frá Hólaborg með 8,49 í aðaleinkunn. Gleði stóð hæst í sínu flokki á Landssýningunni. Ræktendur hennar eru Ingimar Baldvinsson og Emilia Staffansdotter og eigandi Hólaborg ehf. Gleði er undan Forseta frá Vorsabæ II og Hamingju frá Hæli. Hún er afar vel gerð með 8,45 fyrir sköpulag þar af 9,0 fyrir höfuð og háls, herðar og bóga. Gleði hlaut 8,51 fyrir hæfileika þar sem hæst ber 9,0 fyrir sitt fjaðrandi skrefgóða brokk og fegurð í reið en hún er fasmikil og hágeng. Með hæstu einkunn ársins eða 8,58 var svo Valdís frá Auðsholtshjáleigu. Ræktendur hennar eru Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigendur eru Anja Egger-Meier og Kronshof GbR. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er mjög vel gerð og léttbyggð hryssa með 8,47 fyrir sköpulag. Hún er einkar falleg á höfuð og hlaut þá fágætu einkunn 10 fyrir höfuð. Þá er hún mjög framfalleg og hlaut 9,0 fyrir sinn reista, hátt setta, langa og granna háls. Valdís er léttleikandi og flink alhliðahryssa sem fer afar vel í reið og hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. 209 hryssur í fullnaðardóm Í flokki sex vetra hryssna voru sýndar 209 hryssur í fullnaðardóm og voru þær 23% sýndra hrossa. Með þriðju hæstu einkunn ársins var Kamma frá Sauðárkróki en hún hlaut í aðaleinkunn 8,64. Hún stóð efst á Landssýningunni í sínum flokki. Ræktandi er Sauðárkróks-Hestar og eigendur eru Guðmundur Ólafsson og Svala Guðmundsdóttir. Kamma er undan Aðli frá Nýjabæ og Kómetu frá Sauðárkróki. Kamma er með 8.38 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,0 fyrir háls, herðar og bóga en háls- inn er grannur og hátt settur með vel aðgreinda bóga sem bjóða upp á góðar hreyfingar. Þá er hún með 8,5 fyrir bak og lend og samræmi. Kamma hlaut 8,78 fyrir hæfileika og er úrvalsalhliðahryssa með frábært brokk og mikinn og þjálan sam- starfsvilja. Kamma fer afskaplega vel í reið með háum og löngum hreyf- ingum og afar góðri líkamsbeitingu. Með aðra hæstu einkunn ársins í flokki sex vetra hryssna var gæðingurinn Frigg frá Hólshúsum með 8,70 í aðaleinkunn. Ræktendur og eigendur eru Dagný Linda Kristjánsdóttir, Valur Ásmundsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Frigg er undan Kambi frá Akureyri og Finndís-Fjólu frá Meiri-Tungu 3. Hún hlaut 8,34 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,0 fyrir hófa. Þá hlaut Frigg 8,89 fyrir hæfileika og þar af 9,0 fyrir alla kosti utan stökks og hægs stökks. Framganga Friggjar einkennist af fasi og léttleika, miklum fótaburði, rými og afar góðum gangskilum. Viljinn er mikill en yfirvegaður og er Frigg afar öflug og mögnuð alhliðahryssa. Með hæstu einkunn ársins eða 8,71, í sex vetra flokki hryssna var Silfurskotta frá Sauðanesi. Ræktandi hennar er Ágúst Marinó Ágústsson og er hann einnig eigandi ásamt Reyni Erni Pálmasyni. Silfurskotta er undan LÍF&STARF Agnar Þór Magnússon og Birna Thorlacius Tryggvadóttir á Aðalheiði og Afródítu frá Garðshorni á Þelamörk, sem voru meðal þriggja efstu fjögurra vetra hryssa í ár. Mynd/ Gísli Guðjónsson / Eiðfaxi Kynbótasýningar árið 2021: Hæstu hross ársins Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið halla@rml.is Elsa Albertsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið elsa@rml.is Konsert frá Hofi 56 51 28 28 5,1 Skýr frá Skálakoti 43 37 24 19 5,3 Spuni frá Vesturkoti 44 37 27 17 6,8 Stáli frá Kjarri 37 35 27 10 6,7 Ölnir frá Akranesi 39 34 24 15 5,4 Ómur frá Kvistum 34 33 24 10 6,4 Hrannar frá Flugumýri II 37 30 20 17 5,6 Arion frá Eystra-Fróðholti 31 29 12 19 5,8 Álfur frá Selfossi 31 27 18 13 7,2 Hnokki frá Fellskoti 24 23 16 8 5,5 Sjóður frá Kirkjubæ 21 20 14 7 6,3 Loki frá Selfossi 21 18 11 10 6,8 Trymbill frá Stóra-Ási 16 16 12 4 5,9 Óskasteinn frá Íbishóli 20 16 16 4 6,6 Sköpulagsdómar Reiðdómar Dætur Synir Meðalaldur Fimmtán feður sem feðra flest sýnd afkvæmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.