Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 LÍF&STARF „Hesturinn er að mínu mati ígildi hins fullkomna íþróttamanns, er magnaður, ekki bara krafturinn heldur einnig geta hestsins til að bera knapa og um leið hafa getu til að sýna ótrúlega fimi og styrk,“ segir Auður Sigurðardóttir hestanuddari. Hún býr og starfar á Blönduósi og er búin að vera með í smíðum undan- farna mánuði lita- og verkefnabók um líkama hestsins. Nú stendur yfir söfnun á Karolina fund til að aðstoða Auði við útgáfu bókarinnar. Efni bókarinnar er, eins og nafnið gefur til kynna, um líkama hestsins, fróðleikur um vöðva, staðsetningu þeirra, beinagrindina, hlutverk þeirra og ýmis annar fróðleikur. Bókin er samsett af fróðleik sem Auður hefur sett upp á einfaldan hátt, myndum sem má lita og skrifa inn á og svo spurningar og púsl sem lesandinn getur unnið með. Allt efni bókarinnar hefur hún unnið sjálf, myndir, texta og verkefnin. Bókin er hugsuð fyrir allt hestaáhugafólk, á öllum aldri, börn og fullorðna. Blaðamaður settist niður með Auði til að spyrja hana út í bókina, hestanuddið og áhuga hennar á íslenska hestinum. Áhuginn er klárlega til staðar – Um hvað snýst verkefnið sem er í gangi hjá þér núna með bókina og hver er tilgangur og markmið bók- arinnar? „Hugmyndin kviknaði aðallega þegar ég byrjaði að búa til netnám- skeið þar sem notandinn getur keypt aðgang að námsgrunni þar sem hann hefur aðgang að ýmsu efni, til dæmis hvernig á að byrja að þjálfa hest með brokkspírum, hvernig það á að bera sig að við teygjuæfingar fyrir hestinn og ýmislegt fleira. Þá áttaði ég mig á því að efni af þessu tagi er af mjög skornum skammti á íslensku. Einnig byrjaði ég að halda námskeið fyrir hestamannafélögin og fann að það var einmitt sama vandamálið og oft spurð hvar fólk gæti fundið upplýsingar á íslensku. Það er vaxandi áhugi á því að læra meira um líkama hestsins, vöðva- byggingu, hvernig hann hreyfir sig og þess háttar. Oft er það í tengslum við vandamál sem upp geta komið hjá hestinum annaðhvort í þjálfun eða hjá hinum almenna hestamanni sem nýtur þess að ríða út. Flestir vilja að hestinum líði eins og best verði á kosið og fólk vill læra meira um hvernig það getur búið þannig um. Einnig hélt ég nokkur námskeið fyrir börn og ungmenni og komst að því að á hefðbundnum reiðnámskeiðum er ekki lögð mikil áhersla á þennan þátt og kannski er það bæði vegna þess að efnið er af skornum skammti og kannski vegna þess að þau eru ekki þannig uppsett. En áhuginn er klárlega til staðar,“ segir Auður. Kemur út í desember Bókin á að ná til breiðs aldurshóps og því valdi Auður að hafa hana í formi lita- og verkefnabókar. Hún segir að bókin muni snerta á mörgum þáttum og upplýsingarnar verði aðgengi- legar, auðskiljanlegar og vonandi kveikja meiri áhuga hjá lesendum að vita meira og læra meira um lík- ama hestsins. Bókin er á lokametr- unum og kemur væntanlega út nú í desember. Þakklát fyrir stuðninginn – Það er dýrt að gefa út svona bók og þú hefur verið að safna fyrir henni á Karolina fund, hvernig hefur það gengið og er enn hægt að styrkja þig þar? „Staðan er vonum framar, þetta er alveg að hafast. Fresturinn til að styrkja verkefnið fer að renna út en þá ætti ég að geta byrjað ferlið og senda bókina í prentun. Ég er afar þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg- inn og hjálpuðu mér og hestafólki almennt á Íslandi að gera þetta að veruleika. Ég er afar spennt að heyra hvað fólki finnst og ef allt gengur upp er aldrei að vita nema ég fari í frekari bóka/efnisútgáfur af þessu tagi, það væri allavega draumurinn,“ segir Auður hlæjandi. – Þú hefur mikinn áhuga á hestum og starfar m.a. sem hestanuddari. Af hverju hefur þú svona mikinn áhuga á hestum og hvað er svona heillandi við íslenska hestinn? „Já, þegar stórt er spurt. Áhugi minn á hestum hefur verið til staðar síðan ég man eftir mér. Ég var svo heppin að geta fengið að vera í sveit sem stelpa og ást á dýrum og náttúr- unni fékk svo sannarlega byr undir báða vængi við þá lífsreynslu. Ég fékk mér þó ekki minn eigin hest fyrr en á fullorðinsaldri þegar ég kynntist manninum mínum og við sameinuðumst í áhuga okkar á hest- um og reiðmennsku. Hestamennska getur þó birst í svo ótal myndum. Ég elska að fara á hestbak og fara í ferðir með góðu fólki en ég uni mér afar vel að stússast í kringum hestana, spá í hegðun, hreyfingar, eðli þeirra og persónuleika hvers og eins. Þegar við fluttum til Noregs 2015, maður- inn minn var að temja þar, vissi ég Auður Sigurðardóttir, hestanuddari á Blönduósi: Gefur út lita- og verkefnabók um líkama hestsins Skemmtileg mynd af Auði og hestum á góðri stundu. Myndir / Úr einkasafni. Auður hefur haft meira en nóg að gera í hestanuddinu og náð góðum árangri í starfi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.