Bændablaðið - 02.12.2021, Side 61

Bændablaðið - 02.12.2021, Side 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Vaxandi hluti neytenda telur mikilvægt að geta valið íslenskar vörur og leggja sig fram um að styðja íslenska framleiðslu og verslun, en eitt helsta umkvörtunarefni neytenda er um skort á skýrum merkingum matvöru. Úrbætur eru því nauðsyn og fela jafnframt í sér tækifæri fyrir þá sem bregðast við. Tæp 90% svarenda í markaðs­ könnun segja upprunamerkingar matvöru skipta miklu máli í verslunum, um 80% óska upprunamerkinga á veitingahúsum og um 60% óska þess sama í matstofum. Undirbúningur íslensks búvörumerkis stendur yfir. Niðurstaða starfshóps hagaðila á neytendamarkaði, fyrir atvinnuvegaráðuneytið 2020, var sú að Bændasamtökin skyldu stofna og reka slíkt merki. Að því er unnið og bestu fáanlegu fordæmi frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi nýtt, með 40 ára samanlagða reynslu. Þau byggja öll á sama samræmda regluverkinu. Íslenska merkið gengur inn í samstarfið og nýtir þá ómetanlegu þekkingu sem okkur býðst. Notkun merkjanna er valfrjáls, fyrirtæki sem þau nota gangast undir skýra notkunarskilmála. Norrænu merkin hafa haft jákvæð áhrif á viðhorf neytenda, aukið traust á innlendri matvælaframleiðslu og upplýsingagjöf í verslunum. Grundvöllur trúverðugra uppruna­ merkinga er gagnsæi, því munu neytendur hafa aðgengi að regluverki merkisins, sem fylgt verður eftir með úttektum hjá notendum merkisins. En hvað mun íslenska merkið standa fyrir? Það má nota á umbúðir íslenskra matvara, blóma og matjurta samkvæmt einfaldri skilgreiningu, rétt eins og í áðurnefndum fordæmum. • Kjöt, egg, mjólk og fiskur skal ávallt vera 100% íslenskt. • Ræktun matjurta og blóma fer fram á Íslandi. • Öll vinnsla og pökkun fer fram á Íslandi. Undantekning gildir fyrir samsettar matvörur sem skulu vera að lágmarki úr 75% íslensku hráefni, t.d. ávaxtajógúrt og pylsur. Í samsettum matvörum skal kjöt, fiskur, egg og mjólk ávallt vera 100% íslenskt hráefni. En er nóg að Bændasamtökin haldi merkinu á lofti? Síður en svo enda ekki líklegt til árangurs, við stefnum að víðtæku samstarfi eins og hjá norrænu merkjunum. Þar nær notkunin til bænda og annarra frumframleiðenda, smáframleiðenda, matvælavinnsla og afurðastöðva, smásöluverslunarinnar og síðast en ekki síst neytendum sem treysta merkjunum. Í Noregi er merkið notað af 110 fyrirtækjum á 4.500 vörunúm­ er, 93% neytenda þekkja það, 60% leita að því við innkaup og 63% segja það auka traust til norskrar framleiðslu. Uppbygging upprunamerkis er vandaverk sem þarf tíma til þroska, hér er ekki um átaksverkefni að ræða heldur langhlaup til framtíðar. Með samvinnu við norrænu merkin og fordæmum fylgt að fullu er stigið nauðsynlegt gæfuskref fyrir íslenska matvælaframleiðslu, verslun og neyt­ endavernd. Hafliði Halldórsson Verkefnastjóri á markaðssviði BÍ Heimildir: Skýrsla samráðshóps, atvinnu- vegaráðuneytið 2020: Betri merkingar matvæla. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR gerðir dráttarvéla Á FAGLEGUM NÓTUM Staða á hrávöru og afurðamarkaði landbúnaðarins í heiminum Þann 11. nóvember sl. stóð norski áburðarframleiðandinn YARA fyrir ráðstefnu um stöðu á hrá- vöru- og orkumarkaði í heimin- um og áhrif þess á landbúnað. Á henni voru m.a. saman komnir sérfræðingar frá YARA auk þátt- takenda víðs vegar úr norsku samfélagi. Þar má nefna formann atvinnuveganefndar Stórþingsins, fulltrúa frá FAO og fram- kvæmdastjóra frá Agrianalyse sem er í eigu Samvinnufélaga bænda og Bændasamtakanna í Noregi. Í panelumræðum í lok dags voru svo þrír þátttakendur þar á meðal varaformaður norsku bændasamtak­ anna, fulltrúi frá Tine, stærsta mjólk­ ursamlagi Noregs og frá landbún­ aðardeild Felleskjöpet, hins norska „SÍS“. Þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst að í Noregi, öðru EES landi, eru engin boð og bönn við því að hagaðilar eins og þessir komi saman á fundi ásamt forsvarsmönnum löggjafarþingsins til að ræða þá alvarlegu stöðu sem uppi er. Á fundinum var farið ítarlega yfir þær sviptingar sem nú eru á þessum mörkuðum og þróun matvælaverðs á heimsmarkaði. Verð á jurtaolíum er nú í hæstu hæðum. Skýrist það ekki aðeins af hækkandi aðfanga­ verði heldur líka af spurn eftir þeim sem eldsneyti, sem hefur hækkað gífurlega undanfarna mánuði. Önnur matvæli hafa einnig hækkað hratt undanfarin misseri og er matvæla­ verðsvístala FAO nú hærri en nokkru sinni fyrr. Myndin sýnir þróun vísi­ tölunnar (FPI) og undirliða hennar síðustu 14 mánuði. Orsakir verðhækkana Ástæður hækkandi matvælaverðs má að miklu leyti rekja til ört hækk­ andi verðs á helstu aðföngum. Þær má ekki síst rekja til hækkandi orkuverðs. En önnur aðföng hafa einnig hækkað í verði og aðfanga­ verðsvísitala FAO er nú nærri því sem hún var fyrir 10 árum. Það sem hins vegar hefur gerst síð­ ustu mánuði er að aðfangaverð hefur hækkað umfram afurðaverð til bænda í heiminum og tekjur af landbúnaðarstarfsemi því dregist saman. Þeir hópar sem verða verst úti í þessari stöðu eru fátækir íbúar heimsins. Samkvæmt skýrslum Alþjóðabankans þurfa íbúar 30 landa í heiminum að verja sem nemur 60% eða meira af útgjöldum heimilanna til kaupa á mat, hús­ næði, vatni og orku. Höllustum fæti standa íbúar Gineu Bissau þar sem þetta hlutfall nemur rétt tæpum 90% útgjalda heimilanna, þar af um 85% til matvælakaupa. Til samanburðar má geta þess að vægi matvöru og drykkja í Vísitölu neysluverðs á Íslandi er 14,4%. Áburðarverð hefur verið hátt frá upphafi þessa árs Fulltrúi YARA á ráðstefnunni fór ítarlega yfir þróun áburðarverðs undanfarin ár og helstu orsakaþætti. Verð á þvagefni (urea) var í lág­ marki á heimsmarkaði vorið 2020. Síðan hefur það stigið nokkuð jafnt og þétt. Einn stór áhrifavaldur þar eru aðgerðir sem Kína beitir eftir því hvernig staða á markaðnum er hverju sinni. Framleiðsla þess dróst hratt saman er leið á árið 2020. Til að bregðast við því settu stjórnvöld tak­ markanir á útflutning til að tryggja innlendum notendum nægt framboð. Útflutningur Kína á þvagefni árið 2020 var þannig innan við helm­ ingur þess sem var árin 2014­2015. Vegna umfangs Kína á heimsmark­ aði á þetta þátt í þeim hækkunum sem þar hafa orðið auk hás verðs á gasi og mikillar eftirspurnar. Ammóníumframleiðsla hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðug í Evrópu fram á árið 2020. Yngsta verksmiðjan í álfunni er hins vegar orðin 35 ára gömul. Undanfarna mánuði hafa hins vegar borist fréttir af lokunum og ástandið verður því að teljast ótryggt að þessu leyti. Áhrif yfirstandandi verðhækkana/ orkukreppu Ljóst er að virðiskeðjan er löng og breytingar t.d. á mörkuðum fyrir korn taka mörg ár að skila sér í gegn. Sem dæmi var nefnt að mikinn útflutning Kína á þvagefni á árunum 2014­2015 megi rekja til hás kornverðs 2011. Í lokaorðum eins fyrirlesara ráðstefnunnar komu fram eftirtekt­ arverðar áminningar, s.s. eins og það að markaðurinn ræður ekki við að bregðast við tilteknum neyðar­ aðstæðum s.s. fjármálakreppum, innflytjendakrísum, kreppum af völdum COVID­19 faraldursins og aðfangakreppum svo eitthvað sé nefnt. Markaðurinn getur heldur ekki gert áætlanir né gert landsáætlun af neinu tagi. Í þeim aðstæðum sem nú eru uppi á hrávöru­ og matvælamark­ aði í heiminum er þörf á ákveðnum viðbúnaði og að tryggja aðföng til matvælaframleiðslu. Hér á landi heyrum við þetta enduróma t.d. í ákalli um að álögur verði lækkaðar t.d. á innflutt elds­ neyti. Hér þurfa því margir að koma að og kortleggja stöðuna svipað og grannar okkar í Noregi hafa gert. Það er bábilja sem þá stjórnvöld verða að taka í taumana á að hindra samtal hagaðila um stöðuna. Erna Bjarnadóttir verkefnisstjóri MS Erna Bjarnadóttir. Hafliði Halldórsson. Íslenskt upprunamerki matvöru Norrænu upprunamerkin. LANDBÚNAÐUR&MARKAÐSMÁL SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.