Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 65

Bændablaðið - 02.12.2021, Qupperneq 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 2. desember 2021 Samantekt: Hulda Brynjólfsdóttir Efni: Huldusokkar 250 m ca. 140 gr (Dvergasokkar 200 m ca 200 gr) Sokkaprjónar nr 3,5 eða 4,0 mm (Sokkaprjónar nr 5,0) Uppskrift: Fitjið upp 40 lykkjur á prjóna nr 4,0 (36 lykkjur á prjóna nr 5,0) Bætið við 4 lykkjum fyrir herrastærð og fækkið eftir þörfum fyrir barnastærðir. Tengið í hring og prjónið stroff 2 sl, 2 br. allan hringinn. Prjónið þar til stroffið er orðið eins langt og óskað er eftir. Magnið í pakkningunum dugar í um 20 cm stroff. Prjónið 10 umferðir slétt. Prjónið nú hæl. Halldóruhæll: Skiptið lykkjunum í tvennt og prjónið annan helminginn fram og til baka 14-18 umferðir. (12 - 16) Matsatriði er hvort prjónað er slétt í báðar áttir og þannig búið til garðaprjón, eða slétt á réttunni og brugðið á röngunni og þannig verður hællinn sléttur. Þegar hæll er nógu langur: (þumalputtaregla er að prjóna u.þ.b. jafnmargar umferðir og lykkjurnar eru á prjóninum ef lykkjur eru 20, prjónið 16-20 umferðir), er tekið saman á eftirfarandi hátt: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir, prj. 2 sl. saman, snúið við, prjónið br þar til 6 lykkjur eru eftir prj. 2 br. saman, snúið við. Prjónið fram og til baka og takið alltaf saman 2 lykkjur áður en snúið er við þar til einungis miðjulykkjurnar 10 (8) eru eftir. Þá er hællinn kominn. Takið upp lykkjurnar í hliðunum og prjónið í hring. Heppilegt er að taka upp um 10 - 13 lykkjur hvoru megin. Prjónið eina umferð í hring. Athugið: Nú er ristin tekin niður þannig: Prjónið saman tvær lykkjur við ristina hvoru megin í hverri umferð, þar til aftur er sami lykkjufjöldi samtals á prjónunum og þið byrjuðuð með fyrir ofan hæl. Þannig að á prjónunum eru nú 40 (36) lykkjur. Fallegra er að taka tvær lykkjur saman hægra megin á sokknum og vinstra megin að taka eina óprjónaða lykkju fram af, prjóna næstu og steypa þeirri óprjónuðu framyfir. Prjónið framleistann. Góð regla er að „mæla á“ sem kallað er, en það er að prjóna stytta umferð á ilinni, það gerir betra lag á sokkinn. Stytt umferð er þegar snúið er við í hliðinni og ilin prjónuð fram og til baka einu sinni og svo prjónað áfram í hring. Góðar útskýringar má finna fyrir það á youtube með því að slá German short rows í leitarglugg- ann. (þegar komið er að ristinni er snúið við. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af, bandið sett fram fyrir og togað í þar til lykkjan verður tvöföld, prjónað brugðið að hinni hlið ilarinnar og snúið við að nýju. Fyrsta lykkjan tekin óprjónuð fram af, bandið tekið fram fyrir prjóninn og togað í þar til lykkjan verður tvöföld. Þá er prjónað áfram í hring og þessar tvær lykkjur sem eru tvöfaldar prjónaðar sem ein. Affelling: Þegar litla táin er að hverfa í sokkinn, er passlegt að byrja að fella af. Góð regla er að fella af með því að í hvorri hlið eru teknar 2 l saman; Fyrstu 2 þannig; takið eina óprjónaða fram af, prjónið næstu, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið að hinni hliðinni slétt þar til 2 lykkur eru eftir, prjónið 2 l sl saman, prjónið 2 lykkjur saman eins og í byrjun og prjónið síðan að fyrri jaðri og prjónið þar líka saman 2 l sl. Nú hefur lykkjunum fækkað samtals um 4 því þið takið af í byrjun og enda hliðar báðum megin. Prjónið 2 umferðir án úrtöku og endurtakið síðan úrtökuna. Prjónið 1 umf. án úrtöku og takið svo úr aftur eins og áður og endurtakið þetta tvisvar. Síðan er tekið úr í hverri umferð, þar til 8 lykkjur eru eftir, Klippið þá frá og dragið í gegnum allar lykkjurnar og gangið frá lausum endum. Skolið og leggið til þerris. Dvergasokkar eru þykkari og slitsterkari en huldusokkar, en báðar tegundirnar eru 100% íslensk ull og ekki blandaðar með plasti (nyloni) eins og algengt er með sokkagarn til að styrkja það. Íslenska ullin hefur náttúrulega styrkingu í löngu og öflugu togi og það er nýtt til að gera sokkagarnið svona slitsterkt. Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 8 9 7 1 6 2 4 9 5 7 6 3 9 4 1 2 5 2 6 9 1 7 1 8 3 2 4 1 5 6 7 3 7 4 6 9 4 9 2 8 Þyngst 1 7 9 5 8 6 4 6 1 3 6 8 7 1 6 2 9 4 7 5 8 3 9 4 1 3 9 5 2 8 5 1 2 4 7 9 9 3 7 2 4 1 5 9 1 5 2 1 4 8 9 6 8 7 3 8 7 6 9 4 2 7 7 5 1 2 8 1 3 4 1 6 3 1 4 8 2 9 6 2 8 6 5 4 9 Íslandsmeistari í golfi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Brynhildur Ylfa er 9 ára Mosfellingur. Hún á tvo eldri bræður og labradorhund sem heitir Dimma. Hún er mikil keppnismanneskja og æfir golf og fimleika af fullum krafti. Henni þykir mjög skemmtilegt að fara á skíði og í vetur ætlar hún að prófa snjóbretti líka. Nafn: Brynhildur Ylfa Þór odds­ dóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Mosfellsbær. Skóli: Krikaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smiðjur, íþróttir og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Ég á labrador sem er að verða 5 ára og heitir Dimma. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki. Uppáhaldskvikmynd: Engin sérstök. Fyrsta minning þín? Þegar ég og frænka mín, Sara Hlín, vorum í hláturskasti. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi golf og fimleika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona eða Íslandsmeistari í golfi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppað í sjóinn af bryggjunni á Bíldudal. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um jólin? Hafa kósí með fjöskyldunni minni. Næst » Ég skora á Söru Hlín Sigurðardóttur að svara næst. Hlýtt, mjúkt og slitsterkt ullargarn í sokka. Dvergasokkar eru 100 m/100 gr Huldusokkar eru 250m/ca 145gr Hægt er að panta sokkagarn með því að senda póst á hulda@uppspuni.is eða hringja í s. 846-7199 Uppskriftin að sokkunum hér til hliðar er ekki háð höfundarrétti. Hún er tekin saman úr mörgum uppskriftum og hefur reynst vel við að prjóna ullarsokka. Oft notast fólk við þumalputtareglur þegar það prjónar mörgum sinnum það sama. Í þessari samantekt má finna þumalputtareglur frá ýmsum - oftast mæðrum eða ömmum. Nota má aðrar uppskriftir til að prjóna ullarsokka úr þessu garni, en best er að nota þá án þess að vera í öðrum innanundir - þannig nýtist íslenska ullin best til að veita yl og vellíðan. Dvergasokkar eru góðir í útivinnu og slark. Huldusokkar eru yndislegar innan dyra og undir sæng á köldum vetrarnóttum. Sokkana skal þvo í höndum og gott að þvo þá öðru hvoru - ef þið tímið að fara úr þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.