Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 4
Hóir örkin og uið HUGLEIÐING Höfundur: fHargrét Jóhannesdóttír Frásagan af Nóa og örkinni gefur tilefni til margs konar vangaveltna. Þær eru þó fæstar til umfjöllunar hér heldur verður dregin upp mynd af persónunni Nóa sem fyrirmynd okkar sem trúum. Frásagan af Nóa í Biblíunni byrjar á að lýsa því sem bærist í hjarta Guðs: „Guð íðraðist þess að hafa skapað menn- ina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu" (I. Mós. 6.6). Flann ákvað að afmá mennina af jörðinni vegna spillts lífernis þeirra og þess að „allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills" (I. Mós. 6.5). Hvílík dapurleg þróun á sköpunar- verki Guðs sem hafði verið hans gleði og yndi að skapa og vera í samskiptum við. Eina undantekningin er Nói. En um hann er sagt að hann „fann náð fyrir augum Drottins" (I. Mós. 6.8). En þetta er grundvallaratriðið í sögunni um Nóa, úrslitaatriði sem sker úr um dauða eða líf, björgun eða glötun, endalok heimsins eða nýtt upphafi í nýjum heimi. Nói er einn af þekktustu mönnum heimsögunnar. Hvaða barn á Vestur- löndum hefur ekki leikið sér með eða sungið um örkina hans Nóa og dýrin? Hvaða þjóð hefur ekki frásögn af vatns- flóði og björgun. Hverjir hafa ekki heyrt um leitina að örkinni á Araratfjalli í Tyrk- landi. Það er óralangt síðan Nói lifði en enn þann dag í dag-er sagan af Nóa þekkt. Hvað var það sem gerði Nóa að slíkum framúrskarandi manni sem markaði sögu heimsins? Leyndarmálið er í því sem sagt er um Nóa: „Hann gekk með Guði" (I. Mós. 6.9). Það er bara einn annar maður í Biblíunni sem fékk slíkan vitnisburð og það var Enok. „Enok gekk með Guði, þá hvarf hann því að Guð tók hann" (I. Mós 5. 24). Þegar Guð tók Enok til sín fékk Enok þrá sína uppfyllta að sjá Guð augliti til auglitis. Með þessum hætti staðfesti Guð að hann vill vera í nánum samskiptum við mennina. Það er Guði þóknanlegt að við þráum návist hans og hann vill opinbera sig okkur. Hann opnar Orðið fyrir okkur svo að við fáum þekkt hann eins og lærisveinar jesú fengu að upplifa. jesús sagði við þá: „En ég kalla yður vini því ég hef kunngjört yður allt sem ég heyrði af föður mínum" (Jóh 15.15). Þegar tveir lærisveinar Jesú voru á leið til Emmaus óafvitandi um að hann væri upprisinn slóst Jesús í för með þeim. Hann lauk upp fyrir þeim ritningunum svo að hjarta þeirra brann. Augu þeirra opnuðust og þeir þekktu hann. Eins og Nóa og lærisveinum Jesú býðst okkur einnig að ganga með Guði. Andinn sem í okkur býr lýkur upp fyrir okkur Orði Guðs svo að við getum fengið að sjá og þekkja Jesú æ betur. Nói gekk með Guði og Guð opinberaði fyrir honum hugsanirsínarog áætlun. Ein forsenda þess að geta orðið að öflugu verkfæri Guðs sem grípur inn í heims- 4 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.