Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 7
„EINSOGGUÐ SANOASEM RÉTTLÁTAN MANN ÞANNIG ERUMVIÐ SEMTRÚUM ÁjESÚ KRIST OG HÖFUM LEITAÐ SKJÓLS HJÁ HONUM RÉTTLÁT í AUGUM GUÐS" í Hebreabréfinu ersagtum Nóa:„Fyrir trú fékk Nói bendingu um þaö sem enn þá var ekki auðið að sjá. Hann hlýddi Guði og smíðaði örk til þess að bjarga heim- ilisfólki sínu. Með trú sinni sýndi hann að heimurinn hafði á röngu að standa og varð erfingi réttlætisins af trúnni" (Heb. 11.7). Eins og Nói varð erh'ngi réttlætisins af trúnni þannig erfum við réttlæti og hið góða eilífa líf Jesú Krists. Við erum því ekki lengur erhngjar óréttlætisins sem verðskulda dauða. Eins og Guð sá Nóa sem réttlátan mann þannig erum við sem trúum á Jesú Krist og höfum leitað skjóls hjá honum réttlát í augum Guðs. Jesús er örkin sem við fáum að stiga inn í. Tor- tíming illskunnar og óréttlætisins í dómi Guðs mun ekki ná til okkar sem erum í Jesú Kristi. Guð er langlyndur. Ennþá getum við boðið öðrum að koma um borð og frels- ast. Enn er náðartími. Nói fékk aldrei það hlutverk að loka örkinni sem betur fer. Það var Guð sem lokaði á eftir honum. Hlutverk okkar er að boða náð Guðs. Sá dagur kemur þegar Jesús kemur aftur til að dæma illskuna og óréttlætið sem hann hrósaði sigri yhr á krossinum. Þá lokast örkin. Aðeins þeir sem eru um borð í Jesú Kristi munu ganga til lífs með honum, þeir sem þáðu það að ganga með Guði hér á jörð. Eins og Guð tók Enok til sín þannig mun hann taka okkur til sín sem trúum á hann þegar Jesús kemur aftur. Óréttlætið og illskan í heiminum valda okkur þjáningu og hryggð og biðin eftir líh i réttlátum heimi getur orðið löng. Þegar Nói var búin að vera lengi í örkinni „þá minntist Guð Nóa og allra dýranna og alls búfjárins sem með honum var í örkinni" (I. Mós 8.1). Guð stendur við orð sín. Eins og dúfan bar Nóa boð og von um nýjan heim þannig er hlutverk Heilags anda í líh okkar að gefa von og trú. Dúfan kom með grænt ólífuviðarblað í nehnu sem tákn um að endurnýjunin og vonin nær til allrar sköpunar Guðs. Og þegar Nói steig inn í nýjan heim og leiddi út öll dýrin sagði Guð að þau mundu margfaldast, verða frjósöm og fjölga sér. Blessun Guðs nær til allrar sköpunarinnar því að Guð hefur yndi af sinni góðu sköpun. Nói færði Guði fórn á altarinu og það var sætur ilmur fyrir Guði. Þegar við til- biðjum Guð, lútum vilja hans og erum honum þakklát þá lifum við eins og við vorum sköpuð til að lifa. Meginmarkið lífs okkar er að tigna Guð og njóta návistar hans. bjarmi | septembier 2013 | 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.