Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 36
Franklin Graham - aðalræðumaður á Hatíð uonar Höfundur: flgnes T Rðgnarsson 'TccrJdin Cfechcm: „£iit vcx þcjd. óam éj cetlcði m&z cldxoi cjcL jexc “ cjcL przojdikc £ bocbjLnc^kexfo&zcíujní Franklin Graham er fjóröa barn frægs predikara Billys Graham og konu hans Rufh. Þrjár stúlkur fæddust á undan honum og annar sonur síðar. Sem elsti sonur hlaut Franklin Graham nafn fööur síns og afa, William Franklin Graham, eins og sums staðar tíðkast í sunnanveröum Bandaríkjunum. Fyrsti William Franklin, afi Franklins, hafði verið kallaður Frank. Sonur hans, William Franklin yngri, gekk undir nafninu Billy. Og til að einfalda málin varð þriðji William Franklin einfaldlega - Franklin. í ævisögu sinni „Rebel with a Cause" (Uppreisnarmaður með málstað (eða af ástæðu)), segir Franklin í gamni og alvöru: „Það eitt að vera sonur Billys Graham opnar mér ekki aðgang að himninum." En fæðingu hans árið 1952 var tekið með fögnuði og góðum óskum fjöl- margra aðdáenda hins fræga föður hans. Graham-fjölskyldan var kaffærð í skeytum og bréfum með kveðjum eins og - „Megi frakki hins mikla föður hans lenda á honum" eða „Óskum hinum unga predikara gæfu og gengis!" ásamt: „Við höfum heyrt að ... pabbi þinn hafi fengið nýja hjálp við að predika sannleika Guðs. Lof sé Guði! Flýttu þér því að vaxa og dafna." Með slíkar væntingar á bakinu er ekki að undra að hinum unga Franklin hafi í fyrstu gengið illa að finna lífsbraut sína. Flann óx og dafnaði, býsna vel verndaður gagnvart frægðinni, meðan faðir hans ferðaðist um heiminn til að predika. Ruth, móðir hans, reyndi af fremsta megni að ala börn sín vel upp og öll fjölskyldan bjó í fallegu bjálkahúsi í fjalllendi Norður- Karólínu. Franklin var líflegur drengur með mestan áhuga á kúrekaleik og alls kyns uppátækjum og prakkarastrikum. Þar sem hann hneigðist til þess að vilja ráða sér sjálfur og var jafnvel ekki 36 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.