Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 11
„MEIRISNERTINGVIÐ VERULEIKA GUÐS GETURÁSTUNDUM SVIPT FÓLK RÓSEMD OG LEITT TIL BARÁTTU" bæn og hugleiðsla. Hugleiðsla þá skilin sem æðra og óbundnara form íhugunar sem stefndi að milliliðalausri reynslu af Guði. Lúther „uppfærði" þessa formúlu. Þrjú fyrstu stigin (lestur, íhugun og bæn) höfðu áður (Guigo II.) verið talin mannleg verk en aðeins það fjórða, hugleiðslan (ásæi, contemplatio), eftirlátið náð Guðs og því ekki hægt að skilgreina aðferðina á því þrepi. Fyrir Lúther er hins vegar virk og óvirk staða mannsins samanfléttuð í öllum þessum þrepum eða skrefum. Öll hin mannlega virkni er háð því að þiggja af Guði í hverju skrefi. í stað miðalda- formúlunnar verður andleg æfing Lúthers oratio - meditatio - tentatio.9 í hæninni (oratio) er beðið um að fyll- ast heilögum anda er upplýsi, leiði og gefi skilning. í íhuguninni (meditatio) er Orðið lesið aftur og aftur og rýnt í það. í þessari virku glímu við Orðið er opnað fyrir áhrifum anda Guðs. Það að fást við Orðið í bæn og íhugun hlýtur að mati Lúthers að leiða til þriðja skrefsins (tentatio) sem er fyrst og fremst Guðs verk. í stað latneska orðsins contemplatio setur Lúther tentatio sem á þýsku verður Anfechtung sem vísar til spennu og tvíáttar og hefur verið þýtt sem reynsla eða prófun.10 Fremur er um að ræða átök heldur en einhvern himneskan frið. Iðk- andi trúarinnar er ekki kallaður út úr bar- áttu og spennu veraldarlífsins en þetta spennufyllta jarðlíf opnast í ríkara mæli fyrir návist og verkan Guðs. Áherslan er á bæði og eins og þegar Lúther talar um hinn kristna mann sem bæði réttlættan og syndara (simul justus et peccator). Meiri snerting við veruleika Guðs getur á stundum svipt fólk rósemd og leitt til bar- áttu. Rétt er að geta þess að hjá ýmsum rómversk-kaþólskum mönnum, sem lögðust djúpt í trúariðkun á öld Lúthers svo sem jóhannesi af Krossi, Teresu frá Avila eða Ignatíusi Loyola, var heldur ekki stefnt að upphafinni reynslu. Því, sem áður var fjórða þrepið (contemplatio), umsnýr Lúther alveg. Þarna gætti væntanlega reynslu hans úr munkaklefanum - erfiðrar leitar að náðugum Guði - og svo glímu við rit- skýringu Biblíunnar og hugsunarinnar um trúariðkun í lífi alþýðunnar en ekki fólks í vernduðu klausturlífi. Markmiðið verður ekki einhvers konar æðri, guðleg rósemd og nautn - ekki að iðkandinn sé hafinn upp úr striti og baráttu heimsins inn í guðlega sælu. Meiri snerting við veruleika Guðs getur alveg eins vakið spennu gagnvart því sem er andstætt honum í eigin líh og umhverfi. Því fer fjarri að Lúther skoði þessi skref sem einhvers konar vélrænt lögmál. Útkoman í bráð og lengd er t.d. alltaf háð vilja Guðs en segja má að með iðkuninni sé skapað innra rými fyrir áhrif anda Guðs. Þegar hér hefur verið fjallað um einhver skref eða þrep er átt við leiðbein- ingar um hátterni við bæn, lestur orðsins og íhugun og þessu má ekki rugla saman við stig í trúarþroska sem vinsælt var að tala um á miðöldum og einnig síðar á meðal mótmælenda á 17. öld sem „sálu- hjálparleiðina".11 Trúarlíf almennings, eins og Lúther leiðbeindi um það, átti að tengja fólk boðun og þjónustu kirkjunnar og helgihaldi safnaðarins en jafnframt að tengja trúarlíhð öllu daglegu líh fólks. Lokamarkmið allra andlegra æhnga hjá Lúther var að láta „æfast af Guði" - að áhrif hans yrðu sem mest á öllum sviðum lífsins. 'Tihntncmx 1. Eine einfaltige Weise zu beten fúr einen guten Freund (WA 38,358-375). Sjá einnig enska þýðingu í 43. bindi af Lut- her's Works, Fortress Press, Fíladelfíu [189-211] og inngang þýðingarinnar sem hér er að nokkru stuðst við. Bók dr. Silke Harms, Glauben uben: Grundlinien einer evangelischen Theologie der geistlichen Ubung und ihre praktische Ent- faltung am Beispiel der „Exerzitien im Alltag" (Vandenho- eck B Ruprecht, Göttingen 2011), er þó kveikja greinarinnar. 2. Samkvæmt Harms, bls. 89,90,92,99. 3. Greinaflokkur um kristið bænalíf og uppbyggingarhefðir er í Kirkjuritinu, I. hefti 2010. 4. Sjá Harms, bls. 126,127. 5. Úr Ágsborgarjátningunni, sjá trúfræði Einars Sigurbjörns- sonar,Credo, bls. 300. 6. SjáHarms, bls. 100. 7. Sjá Credo, bls. 367,368. 8. Þessi formúla hafði fest sig í sessi seint á 12. öld sbr. Scala claustralium eftir karþúsamunkinn Guigo II., samkvæmt Harms, bls. 133. 9. Harms, bls. 134, WA 50,659,4 (1539). 10. Sjá umfjöllun Einars Sigurbjörnssonar um biblíulestur, Credo, bls. 442-445. Einnig Sigurjón Árni Eyjólfsson í Guðfræði Marteins Lúthers, bls. 397. 11. Um „helgunarskala", sjá Gunnlaugur Garðarsson „Upp- bygging prestsins", Kirkjuritið 2:2000 og Credo, bls. 424- 433. september 2013 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.