Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 14
Köllun flbrahams Höfundur: Haraldur jóhannsson Kristiö líferni er byggt á þeirri forsendu að Guð kaili, til fylgdar og til starfa. Það að fylgja Guði og hlýða kalli hans er ekki ferð án fyrirheits út í bláinn, ekki hrein- ræktuð ævintýramennska eða það eitt að vilja láta gott af sér leiða. Jesús hvatti lærisveina sína til að reikna kostnaðinn við það að fylgja honum og lýður Guðs hefur lengi vitað að smiðirnir erfiða til ónýtis ef Drottinn byggir ekki húsið. í fyrstu Mósebók, 12. kafla, versum 1-4, segir frá köllun Abrahams (eða Abrams eins og hann hét á þeim tíma). Hlutverk hans i sögunni er einstakt en frásögnin af köllun hans dregur fram algild sann- indi sem eiga við enn þann dag í dag. Hér koma fram kostnaðurinn við köllunina, launin og viðþrögð Abrahams. Drottinn sagði við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá œttfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessunskaltþúvera. Égmunleiða blessun yfir þá sem blessa þig og bölvun yflrþannsemformœlirþér.Allarœttkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun hljóta." Þá lagði Abram af stað eins og Drottinn hafði sagt honum og Lot fór með honum. Abram var sjötíu og fimm ára að aldri er hannfórfrá Harran. 7ex þú InnL. Kostnaðurinn við köllun Abrahams var allt það sem hann þurfti að yfirgefa. Hér erhonumskiptíþrennt. a. ... úr landi þínu. Abraham þurfti að yfirgefa landið og menninguna sem hann þekkti og halda á nýjar og framandi slóðir. Hið sama hafa kristniboðar þurft að gera. Þeir þurfa iðulega að yfirgefa eigin menningarheim og setja sig inn í nýja menningu, læra ný tungumál og siði og jafnvel finna sér nýjan stað í mannvirðingastiganum. b. ... frá ættfólki þínu. Abraham þurfti ekki eingöngu að yfirgefa landið sitt, hann þurfti líka að fara frá ætt- fólki sínu. Á þeim tíma þýddi það að yfirgefa öryggi samtryggingarinnar, ættin sá um sína þegar eitthvað bjátaði á. Án hennar var maður ber- skjaldaður og gat auðveldlega orðið illa úti. Kristniboðar nútímans nota „bestu árin" á kristniboðsakrinum án þess að bera mikið úr býtum fjár- hagslega meðan jafnaldrar þeirra leggja grunn að efnahagslegri vel- sæld og koma ár sinni fyrir borð í þjóðfélaginu. c. ... úr húsi föður þíns. Abraham þurfti líka að segja skilið við f jölskyldu sína, þá sem hann hafði átt nánast sam- félag við. Kannski var það honum erfiðast af öllu. Hið sama á við um kristniboðana. Þeir þurfa að standa á eigin fótum án þess persónulega og tilfinningalega stuðnings sem þeir fá hjá sínum nánustu. Slíkt krefst mikils og hefur meiri áhrif á sálarlífið en hin tvö atriðin sem að 14 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.