Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 45

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 45
honum til verndar. „Það eru svo margir bændur víðsvegar sem eru að koma til Krists í stórum stíl," sagði maður þar sem hann talaði frá ótilgreindum stað „og í mörgum tilfellum eru kirkjurnar að þroskast og fara úr einföldu kristniboði í það að ná til minnihlutahópa á lands- byggðinni og til þeirra sem enginn hefur náð til áður," sagði hann. Kortlagning kristninnar í Kína Þetta er víðsfjarri myrkum dögum menn- ingarbyltingarinnar. Dr. Fenggang Yang er forstjóri Miðstöðvar trúarbragða og kín- versks þjóðfélags í Purdue háskólanum. „Á þeim tíma voru allar kirkjur, musteri og moskur lokaðar og engar trúarlegar samkomur voru leyfðar," útskýrði Yang. Gögn frá kínverskum yfirvöldum og alþjóðlegar kannanir sýna nú fram á að milljónir Kínverja eru að f lykkjast til trúar- bragða eins og kristni, búddisma, taó- isma og íslams. En það er kristnin sem er að upplifa hvað mesta vöxtinn. CBN fékk í hendur kort sem sýnir magnaða mynd af kristinni vakningu í borgum, héruðum og þorpum í Kína. „Ef núverandi vöxtur heldur áfram á svipuðum hraða, þá held ég að það sé líklegt að á næstu 30 - 40 árum muni fjöldi kristins fólks í Kína jafn- vel verða svipaður og í Bandaríkjunum eða Brasilíu," sagði Yang. Undur og kraftaverk Huilai sagði að kraftaverk og lækningar fylgdu yfirleitt predikun Orðs Guðs á landsbyggðinni. „Fólk sem hafði aldrei áður gengið fór að ganga," sagði hann. „Þeir blindu sjá. Ég hef jafnvel orðið vitni að því þegar maður reis upp frá dauðum. Lækningarnar og kraftaverkin sem við sjáum í öllum ferðum okkar eru stórkost- leg." Huílai er sjálfur gangandi krafta- verk. Á seinni hluta tíunda áratugarins bjuggu hann og kona hans í Búdapest í Ungverjalandi, þar sem þau ráku farsælt fatafyrirtæki. „Við græddum heilmikið og lifðum hinu Ijúfa lífi," sagði hann. „En ég þekkti ekki Drottin. Ég sá fljótlega að ég þurfti á einhverju meiru að halda en efnahagslegri velmegun. Á endanum gaf ég Drottni hjarta mitt." í greipum dauðans Sex mánuðum eftir að Huilai gaf Jesú Kristi líf sitt var ráðist hrottalega á hann af meðlimum kínversku mafíunnar í Búdapest. Hann sýndi CBN örin eftir hníf- stungur á baki, handleggjum og maga, sem hann segir að sé áminning um vernd Guðs og trúfesti. „Ég var stunginn yfir 50 sinnum og dó næstum því, en ég veit að það er ekki að ástæðulausu að Guð þyrmdi mér." Og kannski er þetta ástæðan: Tækifæri til að ná til afskekktra staða í stóru landi með boðskap vonar og frelsis sem er að finna í jesú Kristi. „Ég predika oft í ríkiskirkjunum sem og í neðanjarðarkirkjunum og á báðum stöðum höfum við orðið vitni að krafti Guðs," sagði Huilai. „Bæn okkar er sú að dag einn munu allir í landi okkar hafa heyrt um Jesú Krist," sagði hann. http://www.cbn.com/cbnnews/ world/20il/May/Growth-Explosion- Chinas-Christianity-Takes-Root-/ Meira an 1400 ö&tn iaknaót ia/rnan C e.uaU~ m&zlc til acL biaLja. Meira en 1400 börn söfnuðust saman í egypsku eyðimörkinni nýlega og báðu Guð um að breyta þeim og þjóð þeirra. Sumir töldu þetta vera merki um von fyrir framtíð Egyptalands. Fyrsta „One Thing Kids" hátíðin var haldin í Wadi Edi Natroun frá 16.-18. júlí og var sýnd í beinni útsendingu á Sat-7, SAT-7 Kids og SA-T arabísku sjónvarpsstöðvum. Hátíðin var haldin í eyðimörk sem er merkileg í sögu kristinnar bænar. Egypsk börn, allt frá 8 ára aldri, tóku þátt og leiddu lofgjörð og bæn. „Sýn okkar er sú að þessi kyn- slóð biðji og lofi Guð og verði fyllt Heil- ögum anda til þess að geta breytt heim- inum," sögðu fulltrúar Kasr El Doubara Evangelical Church (KDEC) stjórnendur hátíðarinnar eftir því sem Inspire Magaz- ine í Bretlandi sagði frá. Stjórnendur hátíðarinnar sögðu að Guð mundi blessa Egyptaland vegna trúfastra bæna barna sinna. http://www.cbn.com/cbnnews/ world/2013/July/More-than-IUOO- Kids-Gather-in-Desert-to-Pray/ SöjuLaj, vickti>cLulau& bmn bxeicLL&t út um múólún&lcu DnxL&ne&Cu Bogor, Indónesíu. - Kraftmikil bæna- hreyfing er að rísa upp hjá stærstu mús- limaþjóð í heimi. Sólarhringum saman, alla daga vikunnar, biðja kristnir ein- staklingar í Indónesíu fyrir þjóð sinni. Þetta er einstakur atburður sem enginn hafði áður séð í sögu Indónesíu. „Ég veit ekki um neina aðra þjóð í heimi eins og í Indónesíu þar sem kirkjan hefur orðið svona ástríðufull og sameinuð í bæn," segir Tom Victor frá hinu bandaríska Kristniboðsskipunarbandalagi (Great Commission Coalition). Alheimsákall um bæn í fyrra komu um 9000 kristnir hvaðan- æva að úr heiminum til indónesíska eyja- klasans á risastóra bænasamkomu sem leidd var af fjölmörgum indónesískum kirkjum til að sjá nafn jesú Krists hátt upp- hafið. Dr. Bambang Widjaya stóð á bak við viðburðinn. „Við getum séð ákafann ekki aðeins á meðal mótmælenda eða hvítasunnumanna heldur einnig í öðrum kirkjum og meðal kaþólikka gagnvart þvi að við þurfum að breiða góðu fréttirnar um Krist út um allt land," sagði Widjaya. Alþjóðlegir bænaleiðtogar voru agndofa yfir einingu kristins fólks í Indónesíu, í að biðja fyrir landi sínu og öllum heiminum. „Ég held að Faðirinn sé að horfa út um göng himna og hann segir: „Hæ, jesús, komdu hingað. Sjáðu! Sjáðu! Líttu niður á Indónesíu," hrópaði Victor upp yfir sig. „Heyrðu, þau elska virkilega hvert annað, þau eru að átta sig á þessu og þau eru að uppfylla bæn þína, hæ sjáðu þetta." "Og Hann er að blása (sínum Heilaga anda yfir landið) og allt er að fara á æðra stig, sem við skiljum ekki á náttúrulegan hátt," hélt hann áfram. „Það er velvild, það er trú, það er náð og þau eru að umbreyta þjóðinni." Sólarhringsbæn Það er hér andleg umbreyting sem hinir kristnu segja að sé böðuð í sólarhring- sbæn. Tæpa 50 km frá því, þar sem höf- uðborgin, jakarta, breiðir úr sér, er háhýsi bjarmi | september 2013 45

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.