Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 38
FrankLin Graham predikar í TaLLin í EistLandi árið 2009
geröi athugasemdir viö hársídd Franklins
þá minnti Ruth mig á aö slíkt væri ekki
siðferðlegt máiefni og ég minntist ekki
framar á þetta mál. Raunar, eins og Ruth
benti á með glampa í augum, gengi
Franklin inn í hefö spámanna og postula."
Billy Graham skildi álagiö sem hvíldi
á börnum hans. Síðar sagði hann: „Börn
predikara ganga oft í gegnum tímabil
erfiðleika jafnvel þar sem allt fer á annan
endann. Ef til vill væntir fólk of mikils af
þeim vegna foreldranna. Eða að þau
kunna að vænta of mikils af sér sjálfum,
gera óraunhæfar kröfur til sín til að reyna
að mæta væntingum annarra. Börn
okkar fengu tvöfaldar byrðar: Þau voru
predikarabörn og faðirinn frægur. Stúlk-
urnar komu til með að giftast og skipta
um ættarnafn en strákarnir sátu uppi
með „Graham"."
Þegar allt er tekið með í reikninginn
þá er ekki hægt að segja að byrjunin hafi
38 september 2013 bjarmi
lofað góðu fyrir son Billys Graham, sér-
staklega í Ijósi allra miklu væntinganna
sem fólk hafði gert til hans strax við
fæðingu.
En svo fór að hann tók virkilega u-
beygju á grýttri vegferð sinni en 22 ára
gamall gaf Franktín Jesú Kristi líf sitt, þá
í hótelherbergi á ferðalagi í jerúsalem.
Stuttu síðar bauð dr. Bob Pierce, stofn-
andi kristilegu hjálparsamtakanna
Samaritan's Purse (budda Samverjans),
hinum unga Graham að koma með sér í
sex vikna boðunarferð til Asíu. Reynslan
úr þessari ferð hafði djúp áhrif á Franklin
sem hélt áfram að vinna í þessu hjálpar-
starfi. Árið 1979, eftir dauða dr. Pierce,
varð Franklin Graham forseti Samaritan's
Purse.
Flann starfar nú einnig sem aðal-
framkvæmdastjóri og leiðir aðgerðir
stofnunarinnar í meira en IOO löndum,
þar með talin verkefni eins og „Operation
Christmas Child" og „Children's Heart
Project".
Starfsferill Franklins hefur verið
á vettvangi hjálparstarfa en boðun
fagnaðarerindisins er honum hjartfólgin.
En samkvæmt hans eigin orðum var
hlutverk föðurins honum aldrei ætlað.
„Boðun fagnaðarerindisins að hætti
fagnaðarboða er það sem pabbi gerir,
mér kom aldrei til hugar að það ætti fyrir
mérað liggja."
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni,
segir máltækið. Árið 1989 predikaði
Franklin Graham í fyrsta sinn á boðunar-
samkomu og tók að verja einum tíunda
af tíma sínum í slíka boðun. Þessi annar
starfsferill hans hefur haldið áfram
að þróast fram til þessa og á 24 árum
hefur Franklin Graham boðað meira en 7
milljónum manna víðs vegar um heiminn
fagnaðarerindið.
Þessi boðunarstarfsemi gengur nú