Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 21
á orðunum „Auga fyrir auga ..." sem
jesús vitnar til í Fjallræðunni (Matt 5.38).
Þarna vitnar jesús til hins gamla lög-
máls (2Mós 21.24) sem hann er ekki að
hafna heldur hnykkja á er hann segir:
„En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim
sem gerir yður mein." Að ekki er um and-
stæður að ræða sést vel af samanburði
við nálæg vers. Ákvæðið um „auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn" er gamalþekkt í
réttarhugsun Austurlanda nær, allt aftur
til lagasafns Hammúrabís Babýloníu-
konungs. Því er einmitt ætlað að koma í
veg fyrir hefnd en ekki hvetja til hennar
líkt og margir virðast álíta. Merking
þessa gamla lagaákvæðis er, að refsing
megi aldrei vera alvarlegri en afbrotið.
Hefndin gengur jafnan, eins og kunn-
ugt er, lengra en samsvarar afbrotinu.
Vissulega var þetta ekki almennt skilið
bókstaflega heldur að t.d. sektargreiðsla
eða fangavist ætti ekki að vera þyngra
inngrip heldur en afbrotið olli. jesús er
því einmitt að taka undir þetta gamla
ákvæði en óska eftir að enn lengra sé
gengið í því að/fjarlægjast hefnd og
hefndarhugarfar.
Algengt dæmi um að fyrirfram-
skilningur eða sannfæring fólks fái það
til að lesa útúr textanum það sem það vill
fá er kunn túlkun á orðum Páls postula
í Fyrra Þessalóníkubréfi (5. 21). „Prófið
allt, haldið því sem gott er." Til þessara
orða heyrist vísað sem hvatningu til þess
að kristið fólk eigi ekki að loka sig af frá
virkri þátttöku í neins konar athafnasemi
í þjóðfélaginu - fólk verði a.m.k. að prófa
allt, taka þátt í hverju og einu (t.d. alls
kyns skemmtanalífi). Þarna villist fólk
á merkingarblæbrigðum sagnarinnar
„að prófa" sem getur vissulega merkt
að kynna sér einhverja starfsemi með
því að taka þátt í henni. Samhengi skrifa
Páls og innsýn í líf safnaðanna sem hann
stofnaði bendir þó til að verið sé að fjalla
um kenningarleg atriði. Samhengi þessa
vers staðfestir það: „Slökkvið ekki and-
ann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið
allt, haldið því sem gott er. En forðist allt
illt í hvaða mynd sem er" (IÞess 5.19-22).
Það er verið að fjalla um boðskap sem
fluttur er í söfnuðinum og vara við því að
samþykkja eitthvað sem ekki hefur verið
sannreynt - borið saman við viðurkennd
trúaratriði og samhljómur fyrir því stað-
festur meðal þeirra sem andlegir voru
taldir.
Loks mætti nefna misskilning, á efni
úr Biblíunni, sem varla verður kallaður
misskilinn lestur hennar heldur fremur
ímyndun um hvað í henni standi. Alkunna
er t.d. að í sköpunarsögu fremst í Biblí-
unni (Gamla testamentinu) sé ritað um
20 september 2013 bjarmi
að Eva hafi bitið 1' forboðið epli og gefið
manni sínum. En hvergi er minnst á epli í
þessu sambandi í Biblíunni - aðeins getið
um „ávöxt" af skilningstrénu (IMós 2 og
3).
Löngum hefur einnig verið vitnað
til biblíuversins: „Hóflega drukkið vín
gleður mannsins hjarta." Þetta vers
hefur ekki verið að finna í íslenskum
biblíuútgáfum í nærri 200 ár (þó í
biblíuútgáfum 1841 og 1859) - fyrr
en þá að það kemur inn í Biblíuna frá
2007. í þessari nýjustu íslensku biblíu-
útgáfu eru svokallaðar Apókrýfar bœkur
Gamla testamentlsins auk hefðbundnari
rita þess. í einni þessara „aukabóka",
Síraksbók, er þetta vers (Sír 31.28 -
orðalag breytt í nýrri þýðingu). En
hvaðan höfðu íslendingar þá þetta orð-
tak þegar það vantaði í Biblíuna. jú, það
hefur verið sótt til Gríms meðhjálpara í
skáldsögunni, Manni og konu, eftir Jón
Thoroddsen.
Þó að ekki hafi verið ætlunin að
fjalla um biblíuþýðingar þá eiga slíkar
þýðingar frá 19. öld skilið að fá svolitla
uppreisn æru eftir háðið hér framar. i
Biblíunni frá 1866 (og næstu útgáfum þar
á undan) segir í 4. kafla Efesusbréfsins
að Kristur hafi skipað postula, spámenn,
guðspjallamenn [trúboða] hirða og læri-
feður, „Svo hinir heilögu yrðu hæfilegir
til framkvæmdasamrar þjónustu, Krists
líkama til uppbyggíngar" (Ef 4.11,12). Hér
skal því haldið fram að þetta sé efnis-
lega betri þýðing en í síðari íslenskum
biblíuútgáfum. Nú er 12. versið svona:
„Þeir eiga að fullkomna hin heilögu og
láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til
uppbyggingar." Skilninginn frá 19. öldinni
styður fjöldi virtra erlendra biblíuþýðinga
og jafnframt má benda á að gríska orðið
sem í nýrri þýðingum verður „að full-
komna" er heiti sem notað var í læknis-
fræðinni um „að kippa í liðinn" eða að
ganga frá beinbroti sem vísar til þess að
gera óvirkan útlim virkan og starfhæfan.3
Hugsunin hlýtur að vera sú að byggja
þurfi safnaðarfólk upp (gera það hæfttil
þjónustu) svo að hver geti þjónað öðrum í
kærleika og allur söfnuðurinn byggst upp
- ekki aðeins að þjónusta einhverra fárra
byggi allan söfnuðinn upp.
’Tihntn&rdr
1. Sjá Trúmaður á tímamótum - Ævisaga Har-
alds Níelssonar, e. Pétur Pétursson, 2011 bls.
116,117 og 122.
2. The Subtle Power of Spiritual Abuse - Reco-
gizing and Escaping Spiritual Manipulation
and False Spiritual Authority Within the
Church, e. David Johnson og Jeff VanVond eren,
Befhany House Publishers, Minneapolis, 1991,
bls. 81.
3. Sjá t.d. W. Barcley, The Letters to the Galatians
8 Ephesians, Saint Andrews Press 1976, bls.
/49.
bjarnil september 2013 21