Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 44

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 44
Eriendar fréttír Þú kannast kannski ekki við nafnið Samuel Lamb en hann var hetja milljóna kristinna manna í Kína sem og um allan heim. Kínverski presturinn þekktur sem Samuel „Lamb" lést þann 3. ágúst sl., 88 ára að aldri. Allan þjónustutíma sinn var Lamb skotmark ríkisstjórnarinnar vegna þess að hann neitaði að láta ólöglega húskirkju sína ganga í ríkisstýrðu mót- mælendakirkjuna. Samuel Lamb leit ekki endilega á ofsóknir sem eitthvað slæmt. Ríkisstjórnin bannaði kristnum leið- togum að predika um endurkomu jesú Krists eða að kenna börnum um kristna trú.RíkiskirkjaníKína snerist um yfirvöldin en ekki um Guð. En Lamb var staðráðinn í því að predika fagnaðarerindið óbreytt. Þar af leiðandi var hann handtekinn fyrir kristna trú sína um 1950 í upphafi fyrstu ofsóknanna í kommúnistaríkinu Kína undir stjórn Maós og eyddi um 20 árum ævi sinnar í kínverskum vinnubúðum. Eftir að hann var látinn laus stofnaði Lamb húskirkju og varð einn áhrifamesti leiðtogi hreyfingar neðanjarðarkirkna í Kína. í dag eru gestir kirkjunnar um 4.000 á fjórum samkomum samtals. Þeir sem minnast hans segja að eitt uppáhalds- þema hans hafi verið það sem hann kall- aði „hið heilaga grundvallaratriði - meiri ofsóknir, meiri vöxtur." „Ég get skilið sigra jobs sem og ósigra," sagði hann oft. „Það kenndi mér að það að mögla hjálpar ekki. Ekki gagnvart Guði eða þeim sem ofsóttu mig. Elskuleg eiginkona mín dó á meðan ég var í fangelsi en ég mátti ekki vera við- staddur jarðarför hennar," sagði hann. „Þetta var eins og ör hins Almáttuga, þar til ég skildi að Guð leyfir sársaukann, missinn og pyntingarnar en við verðum að vaxa í gegnum það allt." í þrjá ára- tugi þjónaði Lamb sem ábyrgðarfullur félagi í Open Doors trúboðinu. Meira en 200.000 eintökum af kristnu lesefni var dreift til kristinna Kínverja í gegnum samtök Lambs. „Dauði Samuels Lamb skilur eftir sig mikið tómarúm í kínversku kirkjunni," sagði talsmaður Open Doors. „Hann var tákngervingur kirkju fullrar af hugrakkri trú sem óx á áður óþekktum hraða í sögu veraldarinnar. Löngu eftir lát hans, verður sagt í mörgum kirkjum að meiri ofsóknir þýði aðeins eitt: meiri vöxt." http://www.cbn.com/cbnnews/ world/2013/August/Chinese-Undergro- und-Church-Hero-Dies-at-88/ <£ krúqtjýner olnanum: l/akninjin C Mrtútum Kúicl BEIJING: - Kristin trú blómstrar í Kína. jafn- vel þótt það sé bannað að deila fagnað- arerindinu í kommúnistaríkinu, hefur það þó ekki stöðvað hina kristnu í að kunn- gjöra trú sína. CBN-fréttir fengu nýlega að fylgjast með kínverskum hjónum sem eru að fara um hina( víðlendu sveitir Kína til að deila fagna^arerindinu um Jesú Krist með samlöncfÉim sínum. Einstakar myndir af vakningu Duan Huilai sagði að þær myndir sem hann tók á kvikmyndatökuvélina sína séu sannanir fyrir því að Guð er að starfa í Kína. „Þetta er í fyrsta sinn sem þú sérð myndir af kristnum þorpsbúum lofa Guð opinberlega," sagði Huilai við CBN fréttastöðina. Huilai sem er kínverskur kristniboði gaf CBN fréttastöðinni ein- stakan aðgang að nokkurra klukku- stunda myndefni sem tekið er á mörgum stöðum um allt Kína. Myndirnar eiga eitt sameiginlegt: Guð er að snerta karl- menn og konur á öllum aldri með krafti sínum. „Hvert sem ég fer, hitti ég fólk sem hungrar eftir Guði og Hann mætir á staðinn," sagði Huilai. Áskoranir lífsins á landsbyggðinni Huilai og kona hans eru kristniboðar í fullú starfi. Síðan árið 2003 hafa þau farið þvert og endilangt yfir kínversku landsbyggðina í þeim tilgangi að deila fagnaðarerindinu. „Guð kallaði okkur til að einbeita okkur að landsbyggðinni, þar sem lífið er oft mjög erfitt," sagði Lin Aimin, eiginkona Huilai. Erfitt en á sama tíma fábrotið og einfalt á margan hátt. Huilai sýndi CBN myndir af því þegar verið var að skíra fólk á landsbyggðinni eftir að það hafði tekið á móti Jesú Kristi inn í líf sitt. „Stundum skíri ég þau úti í einhverri á," útskýrði hann. „Stundum eru þau skírð aftan á pallbíl. Nokkrum sinnum hef ég skírt í sturtu. Mjög oft verðum við bara að leika af fingrum fram." Enn bannað að predika í Kína er enn bannað að deila fagn- aðarerindinu. „Ég var handtekinn hér nokkrum sinnum", sagði Huilai við CBN þar sem hann bendir á kort af Kína. Kristnar samkomur sem ekki eru sam- þykktar af ríkisstjórninni eru álitnar bannaðar. „Ríkisstjórnin leyfir ekki fólki sem býr í einni borg að ferðast til þeirrar næstu. Við erum okkur meðvituð um reglurnar," sagði Huilai. Þrátt fyrir tak- markanir ríkisstjórnarinnar segja þeir sem fylgjast með Kína að það sem er að gerast trúarlega í landinu sé algjörlega magnað. „Það er enn fjöldinn allur af fólki á landsbyggðinni sem skiptir um trú á hverjum degi." „Það er mjög upp- örvandi," sagði Peter, maður sem hefur starfað í svokallaðri neðanjarðarkirkju í Kína eða húskirkjum í áratugi. CBN féllst á að halda því leyndu hver Peters er 44 september 2013

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.