Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 37
laus við þrjósku þá hlaut hann að hafa
reynt á þolrifin í foreldrunum. Mikið er
til af „Franklin-sögum" í fjölskyldunni.
Eitt sinn, þegar Franklin hafði grætt
systur sína með sífelldri stríðni, missti
Ruth stjórn á skapi sínu, stöðvaði bílinn
og læsti son sinn niðri í skottinu. Þegar
þau komu að veitingastað við veginn
brá öðrum viðskiptavinum sem horfðu
hneykslaðir á er hún opnaði skottið og
spurði litla drenginn hvað hann vildi fá að
borða. Franklin hoppaði hlæjandi upp úr
skottinu og hrópaði, „Ostborgara en ekki
með kjöti." Ekkert virtist geta brotið hann
niður.
En ofan á skaphita bættist álagið af
því að vera „barn Billys Graham", nokkuð
sem engu af Graham-börnunum reynd-
ist auðvelt. Öll unglingsárin og fram yfir
tvítugt virtist Franklin staðráðinn í að
láta reyna á frelsi sitt til hins ýtrasta -
reykti, drakk og gerði andlega uppreisn.
„Væntingar annarra reittu mig til reiði,"
rifjar Franklin upp. „Ég vildi lifa á eigin
forsendum."
Meðan hann var í háskóla (college),
var hann rekinn úr skólanum fyrir að
halda skólasystur sinni úti fram yfir
leyfðan útivistartíma. Skömmu áður
hafði Franklin verið forsprakki að sturtu-
flóði. Flann og annar stúdent í vestur-
heimavist Tyler Hall tóku bókahillur og
lokuðu með þeim leiðinni að baðinu
sem almennur aðgangur var að á efstu
hæðinni. Síðan lokuðu þeir niðurfallinu
og fylltu sturtuklefann af nokkurra feta
djúpu vatni. Að nokkrum dögum liðnum
brotnuðu hillufjalirnar og vatnið flæddi
um alla bygginguna.
Andspænis taumlausu líferni hins
unga Franklins reyndu Billy og Ruth af
fremsta megni að hætta ekki að vera
honum ástríkir foreldrar. „Við reyndum að
aga börnin hóf lega en jafnf ramt reyndum
við að hafa ekki margar reglur. Þegar ég
bjarmi | september 2013 | 37