Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 16
geta hæfileikar, áhugamál og menntun verið liður í undirbúningi Guðs fyrir verk- efni lífs okkar. Einnig þær aðstæður sem við lendum í og fólkið sem verður á vegi okkar. Það sem skiptir máli er að eiga hugarfar Abrahams, leita vilja Guðs og hlýða þegar hann kallar. nij kcdLa.t CjucP Fræðileg umfjöllun um köllun Guðs og hlýðni við vilja hans er góð svo langt sem hún nær. En hvaða máli skiptir þetta í daglegu lífi, hvernig get ég vitað vilja Guðsmeð líf mitt? Enski presturinn john Stott, sem var einn helsti leiðtogi evangelískra krist- inna manna, glímdi við þessa spurningu í bók sinni um kristna nútímamanninn (The Contemporary Christian). Hann gerir greinarmun á almennum vilja Guðs ann- ars vegar sem á við um alla lærisveina Jesú á öllum tímum og sértækum vilja hans hins vegar sem á við um einstak- linga í sérstökum aðstæðum. Almennan vilja Guðs er að finna í Biblíunni og hann hefur það að markmiði að við líkjumst Jesú Kristi æ meira. Sértækan viljaGuðserhinsvegarekki að finna í Biblíunni þó að hann geti aldrei gengið gegn hinum almenna vilja Guðs sem þar er að finna. Hvernig getum við þá leitað leiðsagnar Guðs og vilja hans með líf okkar? Það er ekki á okkar valdi að setja algildar reglur um það hvernig Guð birtir vilja sinn. Hinn reyndi sálusorgari nefnir þó fimm atriði sem eru hjálpleg í þessu efni. 1. Fyrsta atriðið sem hann nefnir er að veifo Guði forgang í lífi sínu og vera tilbúinn að hlýða vilja Guðs hver sem hann er. Það hefur takmarkað gildi að leita vilja Guðs ef maður ætlar ekki að fara eftir honum. 2. Næsta atriði er að biðja, spyrja um vilja Guðs og búast við svari. 3. Þriðja atriðið er að tala við aðra, þiggja ráð og sjá málin í víðara sam- hengi. 4. í fjórða lagi komumst við ekki hjá því að hugsa, velta fyrir okkur kostum og göllum og taka upplýsta afstöðu. 5. Loks nefnir Stott mikilvægi þess að bíða. Hann telur að það sé algengara að menn flýti sér um of en að þeir sýni af sér seinlæti. Guð hefur annað tímaskyn en við og það er hann sem hefuryfirsýnina. (juci kcdU.1 a/ui Abraham svaraði kalli Guðs og var reiðubúinn að yfirgefa þá menningu sem hann þekkti, félagslegt og fjárhagslegt öryggi og margt af því fólki sem hann var bundinn nánustum fjölskyldu- og tilfinningaböndum. Hann hlaut ríkulega blessun og varð til ómældrar blessunar fyrir aðra. Hann tók eitt skref í einu en Guð undirbjó allt og framkvæmdi sam- kvæmt sinni tímaáætlun. Guð er enn að starfi og vill enn veita blessun. Heyrum við kall hans og viljum við ganga inn í hans áætlun? 16 september 2013 bjarmi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.