Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 15
Málverk af Abraham eftir Joseph Schonman frá 1857 stað Nú er hugsanlegt að veruleik- inn hafi verið flóknari en hér er lýst. Við þekkjum ekki forsöguna og smáatriðin. Engu að síður einkenndi það Abraham að hann hlýddi þegar Guð talaði. Hann tók eitt skref í einu og treysti Guði. Enda segir Páll postuli um hann: „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað"(Róm 4:3). Abraham vissi lítið hvað beið hans en það gerði ekki til af því að Guð vissi það! í 15. kafla fyrstu Mósebókar, 7. versi, segir Drottinn við Abraham: „Ég er Drottinn sem leiddi þig út frá Úr í Kaldeu til þess að gefa þér þetta land til eignar." Abraham var farinn frá Úr og kominn til Harran þegar Drottinn kallaði hann. En Guð hafði leitt hann áður en hann kallaði hann til þessa sérstaka verkefnis, hugsanlega án þess að Abraham gerði sér grein fyrir því. Guð var við stjórnvölinn. Stundum, jafnvel iðulega, undirbýr Guð fólk áður en hann kallar það eða beinir því á sérstakan vettvang. Þannig bjarmi | september 2013 15 ofan eru talin. En þar kemur á móti að þeir eignast nýja vini, nýja fjöl- skyldu meðal kristniboðanna. QLeóiun Launin fyrir að svara kalli Guðs eru blessun. Annars vegar blessar Guð Abraham. „Ég mun ... blessa þig ..." Blessunin felst ekki í áreynslulausu lífi, án allra erfið- leika og átaka. Nei, hún felst í því að vera í áætlun Guðs, vera þar sem maður á að vera, taka þátt í verki Guðs. Hins vegar ætlar Guð að gera Abra- ham að blessun. „Blessun skaltu vera." Abraham er eins og ker sem Guð ætlar að fylla af blessun þangað til flæðir út úr - til annarra. Það er eina leiðin til að verða til blessunar. Enginn getur flutt öðrum blessun Guðs án þess að eiga hana sjálfur. Það er „yfirfallið" af blessun Guðs í lífi mínu sem verður öðrum blessun. Enginn er þvingaður til að taka við blessuninni. Þeir sem blessa Abraham hljóta blessun en þeir sem formæla honum uppskera bölvun. Það kemur af sjálfu sér, ekki vegna þess að Guð vilji ekki blessa heldur vegna þess að menn vilja ekki þiggja blessun hans. Raunar er það svo að blessunin sem Guð veitti Abraham og flæðir frá honum á að ná til allra manna. „Allar ættkvíslir jarðarinnar munu af þér blessun hljóta." Þess vegna hljótum við sem höfum fengið hlutdeild í blessuninni að stuðla að því að hún berist um víða veröld. Rétt áður en sagt er frá köllun Abrahams og leið Guðs til að bjargar mannkyninu lesum við um leið manns- ins. í II. kafla fyrstu Mósebókar er sagt frá Babelsturninum. Mennirnir ætluðu að ná upp til Guðs með samstöðu og tækni. Afleiðingin varð sundrung en ekki blessun. Uljýcbú Viðbrögðum Abrahams er lýst í stuttu hnitmiðuðu máli: „Þá lagði Abraham af

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.