Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 10
var hin prestslega þjónusta, að bera fram bænir fyrir þjóðirnar og á verksviði prest- anna var einnig að hlýða á skriftir og veita aflausn og önnur sakramenti og þá sér- staklega altarissakramentið sem vígsla þeirra var talin veita sérstakt vald til. Lúther hafnar afgerandi sérstöðu presta og biskupa og flóknum vígslu- og valdastiga innan kirkjunnar og fjölda sakramenta en leggur áherslu á almennan prestsdóm allra skírðra. „Þar eð sérhver, „sem skriðinn er upp úr skírnarbaðinu", er vígður prestur, verður, það sem hin geistlega stétt lifði áður sem staögenglar allra, nú ótvírætt verk- efni allra kristinna. Þar með færist skylda prestanna, til að lesa bænabók sína (Breviarum) daglega, yfir á alla."4 Þessi almenni prestsdómur er fyrir Lúther ekki aðeins gjöf (sbr. ungbarnaskírn) heldur einnig verkefni. Hann opnaði dyr klaustr- anna, ekki til að leggja niður mikilvæga starfsemi þeirra heldur til að færa hana út í heiminn. Á grundvelli skírnarinnar erum við öll kölluð til hinnar almennu prests- þjónustu, sem felur í sér að ganga fram fyrir Guð í bæn en það krefst þekkingar á trúargrundvellinum og trúariðkunar sem byggir upp og nærir guðssamfélagið. Segja má að Lúther tengi saman til- einkun trúarþekkingar og nærandi og uppbyggjandi trúariðkun í því sem hann kallar (að hefðbundnum hætti) andlega œfíngu. Og á skírninni byggir Lúther skyldu húsmæðra og feðra til að leiða andlega æfingu heimilisins. Við sjáum hér grundvöllinn birtast í þessum meginstoðum, skírninni og Ritningunni, sem bæn, íhugun og öll trúarleg uppbygging hvíla á. Á grundvelli skírnarinnar komum við fram fyrir Guð í bæn og fyrirbæn sem hluttakendur í „konunglegu prestafélagi" en sú bæn er grundvölluð á Orðinu og íhugun þess. En þetta er ekki aðgreint með þeim hætti sem okkur er gjarnt að gera. -flndinn, OiUCuUitux, Insan oj diujun oj ^&^naaUtlíj^ Sú sundurgreining biblíulestrar, bænar og íhugunar, sem mörg okkar eru vön, hefur verið Lúther og samtíð hans um margtframandi. Lúther og samverkamenn hans leggja áherslu á að tengja verkan Heilags anda við það að fagnaðarerindið sé kennt og sakramentunum úthlutað „því að fyrir orðið og sakramentin eins og tæki er gefinn Heilagur andi, sem kemurtil leiðar trúnni, þar sem og þegar Guði þóknast, ..."5 Guðsþjónusta safnaðarins (messan) er því greinilega miðlæg og safn- aðarsamhengið. En þjónusta kirkjunnar 10 september 2013 | bjarmi verður einnig að ná inn á heimilin og til trúariðkunar einstaklinga. Án þess að einstaklingurinn eigi eitthvert persónu- legt trúarlíf er hætta á að lítils verði notið í guðsþjónustu né heldur að viðkomandi sinni sínum almenna prestsdómi. Þetta trúarlíf verður að rækta með trúariðkun. Siðbótarmenn vara hins vegar ekki síður við einangrun persónubundins trúarlífs heldur en vanrækslu þess.6 Þegar Lúther tengir áhrif Heilags anda Orðinu (ásamt sakramentunum, skírn og kvöldmáltíð) þá á hann ekki við að andinn stökkvi upp úr bókstöfum text- ans þegar kveðið er að þeim í huganum eða jafnvel upphátt. Hann lagði raunar mesta áherslu á áhrifamátt hins talaða, flutta guðsorðs, predikunina (og einslega boðun við skriftir).7 Við hina persónulegu trúariðkun hugsar hann sér að Orðið sé lesið (farið með) í bænarhug og innihald þess íhugað og reynt að heimfæra það inn í lífsaðstæður og samfélag þess sem biður, les og íhugar. Þannig opnar við- komandi huga og hjarta fyrir áhrifum anda Guðs undir leiðsögn Orðsins. Qaui, íhucjun, pxófoun Lúther hafði mótast af þá hefðbundinni formúlu trúaruppbyggingarinnar, lectio - meditatio - oratio - contemplatio,e Þetta mætti útleggja sem lestur, íhugun,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.