Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 18
oíUían mísshilin
Höfundur: Uigfús Inguar Inguarsson
Einhverjir lesenda hafa líklega séð mynd
af styttu eftir Michelangelo sem sýnir
Móse með horn, snigla upp úr höfðinu.
Skýringin á þessu tiltæki listamannsins
var gamall misskilningur biblíuþýðenda.
Um er að ræða vers í Biblíunni, 2Mós
34.29: „Þegar Móse var á leiðinni niður af
Sínaífjalli með báðar töflurnar í höndum
sér vissi hann ekki að Ijómi stóð af andliti
hans því að hann hafði talað við Drottin"
(sjá einnig 2Mós 34.35 og 2Kor 3.7-18).
Sama orðmyndin á hebresku getur þýtt
bæði horn og geisli. Það geislaði sem
sagt af Móse eftir að hann hafði átt fund
með Guði uppi á fjallinu en hann var ekki
kominn með horn eins og stóð í biblíu-
þýðingu á dögum listamannsins.
Skoplegur var misskilningur íslensks
biblíuþýðanda á 19. öld - „jedoch-slysið"
svonefnda. Það mun hafa verið séra
Árni prófastur í Görðum sem „upp-
götvaði" óvænt nafnið á dóttur Faraós
sem óþekkt var í biblíuútgáfum fyrr en
í þeirri íslensku frá 1866. Þar stendur:
„Jedók, dóttir Faraós, kom úr Davíðs stað
í sitt hús ... (I Konungabók 9.24)." Séra
Árni hafði þýska þýðingu að leiðarljósi er
hann endurskoðaði gamla þýðingu Fyrri
Konungabókar og þýska samtengingin
jedoch (þó, samt sem áður) varð óvart að
heiti konunnar.1
Flér er þó ekki ætlunin að fjalla um
misskilning þýðenda Biblíunnar heldur
huga að nokkrum dæmum um misskiln-
ing lesenda hennar.
Misskilningur/a einstökum versum
eða köflum Biblíunnar tengist oft fyrir-
framskilningi lesandans eða að rétt sam-
hengi efnisins er sniðgengið þar með
talið samhengi við aðstæður og hætti á
mótunartíma biblíuritanna.
Lykilatriði til skilnings á Biblíunni er
einnig að átta sig á að um er að ræða
ólíkar tegundir texta t.d. Ijóð, laga-
texta, dæmisögur o.s.frv. Um þetta
má fræðast af bók sænska biskupsins,
Bo Giertz, Að Ijúka upp Biblíunni, sem
bókaútgáfan Salt gaf út á íslensku árið
1984. Einnig mætti nefna bókina Leið-
sögn um Nýja testamentið, eftir William
Barclay (Skálholtsútgáfan 1993). Sú bók
miðlar fróðleik um rit Nýja testamentis-
ins, áhersluefni hvers rits, tilurð þess og
sögusvið.
Stundum tengist útbreiðsla misskiln-
ings brenglaðri guðfræði eða meira kappi
en aðgát við að verja einhverjar skoðanir
og kannski jafnvel viðleitni óprúttinna
safnaðarleiðtoga til að ráðskast með sitt
fólk þó að slíkir leiðtogar kunni oftast að
trúa því að þeir túlki orðið rétt.
Dæmi um siíkt væri rangtúlkun á
samræðum Jesú við rómverska hundr-
aðshöfðingjann:
Þegar jesús kom til Kapernaúm gekk
til hans hundraðshöfðingi og bað
hann: „Drottinn, sveinn minn liggur
heima lami, mjög þungt haldinn."
Jesús sagði: „Ég kem og lækna hann."
Þá sagði hundraðshöfðinginn:
„Drottinn, ég er ekki verður þess að
þú gangir inn undir þak mitt. Mæl
þú aðeins eitt orð og mun sveinn
minn heill verða. Því að sjálfur er ég
maður sem verð að lúta valdi og ræð
yfir hermönnum og ég segi við einn:
Far þú, og hann fer, og við annan:
18 september 2013 bjarmi