Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 29
„ÞEIR TELJA SIG VERA AÐ VERJA SIG FYRIR ÓMAKLEGRI GAGNRÝNIOG YFIRGANGI TRÚAÐRA EINSTAKLINGA, ÞJÓÐKIRKJUNNAR OG RÍKISVALDSINS" oftar en ekki íslendinga. Ég meira að segja sleppti fjölda róttækra dæma eins og þeirri algengu staðhæfingu þeirra að prestar séu barnaníðingar vegna þess að þeir miðli þörnum trúararfinum. Væru stóryrðin þeirra öll tekin saman yrði úr því heil bók. Ég nefndi samt fæst af þessum stóryrðum í kennslustundinni heldur sagði nemendum að skoða skrif forystumannanna sjálfra og þá myndu þeir fljótlega finna ótal dæmi. Vantrúar- félagar viðurkenna að öll stóryrðin séu fengin frá þeim eða af vettvangi þeirra en segja það siðlaust af mér að draga þau fram, ég eigi fremur að segja hvers vegna viðkomandi einstaklingar verð- skuldi þau öll. Jafnframt hafa þeir ítrekað kallað mig lygara fyrir að hafa tilgreint hugtakið „hlandspekingur" sem dæmi um stóryrði um nafngreinda einstaklinga því að það hafi þvert á móti verið notað um hóp manna sem leggi stund á þau fræði, hlandspeki. Þetta smáatriði, sem ég nefndi ekki einu sinni á nafn í kennslustundinni, er það eina sem van- trúarfélagar geta réttilega gagnrýnt mig fyrir en um leið og þeir tóku eftir þessu fóru þeir sjálfir að formanni sínum með- töldum að nota þetta hugtak um ein- staklinga í skrifum sínum. Þeir hafa því náð að réttlæta áframhaldandi veru hugtaksins á viðkomandi glæru. Sú ásökun fjölmargra að þessi síendurtekna stóryrðanotkun vantrúar- félaga einkennist af einelti er athyglis- verð og það má auðveldlega finna fræðilegar skilgreiningar sem renna stoðum undir það. Ég benti nemendum hins vegar á að þetta mætti einnig meta frá annarri hlið, þ.e. vantrúarfélaga sjálfra. Stóra spurningin sé einfaldlega þessi: Af hverju gera viðkomandi van- trúarfélagar þetta? Þegar skrif þeirra eru skoðuð nánar, svo sem ein blaðagreinin sem ég var kærður fyrir að birta, sést berlega að þeir telja sig vera að verja sig fyrir ómaklegri gagnrýni og yfirgangi trúaðra einstaklinga, þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins. Trúleysi er það hugtak sem þeir kjósa að skilgreina sig út frá og er það fyrir vikið samofið sjálfsmynd þeirra. Þegar trúleysi er síðan ítrekað gagnrýnt sem t.d. siðleysi af kirkjunnar mönnum og þessir sömu menn miðla hvarvetna kristnum gildum í staðinn, m.a. meðal barna viðkomandi vantrúarfélaga, þá sjá þeir engan annan kost í stöðunni en að svara fyrir sig og það fullum hálsi. Því má líta á mörg stóryrðanna sem varnar- viðbrögð minnihlutahóps sem telur sig litinn hornauga í samfélaginu og að verið sé að traðka á öllu því sem skipti hann mestu máli, sjálfsmynd hans og sjálfs- virðingu. Þetta snúist því ekki um það hvort þeir séu ómálefnalegir eða ókur- teisir heldur séu þeir fyrst og fremst að verja sig og sína. Fjórða og síðasta atriðið sem van- trúarfélagar hafa lagt hvað mesta áherslu á í gagnrýni sinni snýst um það að ég skuli hafa tekið saman á einni glærunni algeng mótrök gegn trúar- bragðagagnrýni guðleysingja eins og Richard Dawkins. Mótrökin vísa iðulega til sögulegra dæma um þau neikvæðu áhrif sem einstrengingsleg eða alnei- kvæð trúarbragðagagnrýni getur haft á almenn mannréttindi. Dæmin eru aðallega margþætt mannréttindabrot frá valdatíma kommúnista og nazista þar sem víða var reynt að ganga milli bols og höfuðs á trúarstofnunum og trúarlegum minnihlutahópum eða því öllu sniðinn sem þrengstur stakkur í samfélaginu. Nærtækt dæmi er for- dæmingin á gyðingum sem í öllum sínum menningarlega fjölbreytileika allt frá heittrú til guðleysis er trúarhópur sem sætti umfangsmiklum ofsóknum um langt skeið í t.d. Sovétríkjunum og bjarmi | september 2013 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.