Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 43

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 43
Bjarmabros Samðnteht: Hflðgnús Uíðar Shúlðson útujclicl á laik Jón var nýkominn til landsins og dreif sig í gegnum fríhöfnina til þess aö ná í farangurinn svo hann gæti náð í leigu- bílinn og komist heim sem fyrst. Hann var ekki í vandræðum með að fá leigubíl fyrir utan Leifsstöð, smellti farangrinum í skottið og settist inn. Eftir um 15 mín. akstur ætlaði Jón að biðja bílstjórann um að stoppa í einni búð áður en hann færi heim þannig að hann lagði höndina á öxlina á bílstjóranum og spurði hvort það væri hægt. Við þetta öskraði bílstjórinn upp yfir sig, missti stjórn á bílnum þannig að hann hringsnerist yfir á hinn vegar- helminginn og staðnæmdist úti í veg- kantinum þar. „Hvað gerðist eiginlega?" spurði jón óttasleginn. „Ég biðst innilegrar afsökunar," sagði bílstjórinn. „Þetta er fyrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri en fram að þessu hef ég ekið líkbíl síðan árið 1974!" A/aait C xöcUnní Maður nokkur sem hafði verið einhleypur um árabil átti eldri frænku sem var stöð- ugt að spyrja hann hvenær hann myndi finna sér konu og stofna heimili og fjöl- skyldu. í hvert sinn sem það var brúðkaup í fjölskyldunni þá kom hún upp að honum, potaði laust í síðuna á honum og sagði: „Þú ert næstur." Þetta var farið að valda manninum það miklu hugarangri að hann ákvað loks að taka til sinna ráða og snúa á frænku sína. Um svipað leyti lést fjarskyldur ætt- ingi þeirra og var öll stórfjölskyldan samankomin í kirkjunni. Þegar maðurinn rakst á frænkuna sína eftir athöfnina þá klappaði hann laust á öxlina á henni og sagði: „Þú ert næst." Eftir þetta þá minnt- ist frænka gamla ekki oftar á hjúskapar- stöðu mannsins. Kuxtahi friem&x öílu Margrét hafði unnið á barnaspítalanum í mörg ár og var hún hvers manns hugljúfi og hafði hún einstakt lag á að róa niður börn sem voru komin á spítalann og leið hálfilla yfir að vera á svona stað. Hún hafði einnig náð því að geta sprautað börn á þann hátt að börnin fundu ekki mikið til og oftar en ekki fóru börnin skælbrosandi frá henni í stað þess að hágráta upp yh'r sig við það eitt að vera komin á spítala. Dag nokkurn kom lítil stúlka í fylgd með móður sinni og tók Margrét á móti þeim mæðgum inni á sjúkrastofunni. Litla stúlkan ætlaði sko ekki að fá neina sprautu og þegar Margrét mundaði sprautuna þá öskraði stelpan hátt: „NEI NEINEINEI!" Móðirin hrópaði og sagði: „Salvör mín, ekki vera með þennan dónaskap!" Þá hélt stúlkan áfram að öskra hátt: „NEI TAKK NEI TAKK NEI TAKK NEI TAKK!" ftaLCjGLX ÍCj vaxcL itá t- Nonni litli var mikið að velta því fyrir sér hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Móðir hans spjallaði oft og lengi við hann um þetta og var hann ýmist að velta því fyrir sér hvort hann ætti að verða byggingamaður eða slökkviliðsmaður. Dag einn sagði Nonni litli við mömmu sína að sig langaði að verða prestur. Móðir hans Ijómaði öll upp en velti því samt fyrir sér af hverju hann hafði tekið þá ákvörðun, sérstaklega í Ijósi þess að þetta hafði aldrei borist í tal áður. Nonni svaraði því nú til: „Sko, mig langar að verða prestur af því maður þarf hvort sem er alltaf að fara í kirkju á sunnudögum og ég held bara að það sé miklu skemmtilegra þá að fara í kirkjuna ef það er ég sem fæ að standa fremst í kirkjunni fyrirframan alla og má öskra og hrópa eins og mér sýnist." Já, ég gæti örugglega gert 5000 svona stykki en smá fiskur og brauð gæti jafnvel verið betra... september 2013 43

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.