Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 33
„BLAÐIÐ NOTAÐI BARA FALSAÐA HEIMILD VANTRÚAR OG LEITAÐISÉR EKKI FREKARIUPPLÝSINGA" að ég sem guðfræðingur væri að vitna í guðleysingja í háskólakennslu spurði ég forundran hvort þetta væri virkilega háskóli. Svo kom að því 14. apríl 2010 að deildarforseti tilkynnti mér að hann væri nýbúinn að fá símhringingu frá siðanefndarformanninum. Siðanefndin væri búin að ákveða hvernig málið yrði afgreitt og yrði gengið formlega frá því á fundi hennar daginn eftir. Þess yrði krafist skriflega af siðanefndinni að for- seti og varaforseti guðfræði- og trúar- bragðafræðideildar myndu skrifa undir opinbera yfirlýsingu þar sem ég yrði nafngreindur og öll mín kennsla og allt mitt kennsluefni um kærandann Van- trú harmað. í hinni skriflegu kröfu sem barst deildarforseta tveimur dögum síðar og send var á alla siðanefndar- fulltrúana, lögfræðinga HÍ og kær- andann, en ekki á mig, var tekið fram að siðanefndin væri ekki tilbúin til að breyta textanum nema að um óveru- legar orðalagsbreytingar væri að ræða. Deildarforseti sagði mér þegar hann hringdi í mig 14. apríl að ég gæti ekki lengur beðið eftir því að siðanefndin hefði samband við mig og ég yrði sjálfur að fara fram á að fá að gera grein fyrir mínum sjónarmiðum. Ég hringdi í formanninn Þórð Harðar- son en hann neitaði að ræða við mig, funda með mér eða taka við greinar- gerðinni þar sem ég svara kærunni til deildarinnar. Hann sagði mér að kæru- atriðin væru litin svo alvarlegum augum að það væri mér fyrir bestu að deildin sakfelldi mig með þessum hætti opin- berlega í stað þess að ég yrði kallaður fyrir nefndina og kæran yrði tekin þar til efnislegrar meðferðar. Hann sagði mér að hér væri um óformlega málsmeð- ferð siðanefndar að ræða og því gæti hún hagað störfum sínum með þessum hætti. Siðanefndin reyndi í raun að neyða þriðja aðila, deildina, til að sakfella mig án þess að ég hefði neitt um það að segja. Sem betur fer neitaði deildin hins vegar að fallast á þessa kröfu en ég ákvað eftir sem áður að leita út fyrir hana eftir ráð- gjöf. Ég hafði samband við Guðna Elísson prófessor og núverandi forseta íslensku- og menningardeildar HÍ og átti hann eftir að reynast mér ómetanlegur bakhjarl í öllu kærumálinu. Þetta varð ennfremur til þess að æ fleiri háskólakennarar kynntu sér málið og myndaðist í kringum mig stór hópur ráðgjafa úr röðum þeirra sem veittu mér mikinn stuðning. Háskólakennurum var verulega brugðið yfir vinnubrögðum siðanefndarinnar. Hwinig foáJckit f»ú í kandux umreaeLuJaxáeUnn um fai^ &fj innrc. ip.jaWaorcU. l/ezntzúcx? Svo var komið upp úr miðjum sept- ember 2010 að ég og ráðgjafar mínir meðal háskólakennara töldum öruggt að innan fárra daga fengi ég skriflegan áfellisdóm frá siðanefndinni enda átti hún ríkra hagsmuna að gæta að fá mig sakfelldan vegna fyrri brota sinna á mér. Þó svo að skipt hafi verið um formann í millitíðinni og tveimur nýjum od hoc nefndarmönnum bætt við var þetta eftir sem áður sama siðanefndin með að stórum hluta sömu nefndarfulltrúunum. Nýr od hoc formaður siðanefndarinnar beitti sér með slíkum hætti gegn mér á Hugvísindasviði um miðjan mánuðinn að við töldum Ijóst að hann myndi gæta hagsmuna hinnar vanhæfu siðanefndar. Við töldum hins vegar alveg Ijóst að ég bjarmi september 2013 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.