Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 19
Styttan af Móse eftir MicheLangeLo Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Ger þetta, og hann gerir það." Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum: „Sannlega segi ég ykkur, því- líka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í ísrael (Matt 8.5-10). Við hefur borið að ráðríkir leiðtogar hafi vísað til þessarar frásagnar, til að rök- styðja óskorað vald yfir safnaðarfólki, þannig að til þess að njóta blessunar Guðs verði fólk að hlýða leiðtoganum skilyrðislaust. Þetta er að sjálfsögðu útúrsnúningur. Jesús er ekki að hæla stjórnkerfi rómverska hersins. Hann hælir rómverska hundraðshöfðingjanum fyrir trú. Sú trú birtist í skilningi hans á stöðu Jesú, þ.e. að hann áttar sig á því að Jesús þiggur vald sitt af Guði - vald Jesú byggist á hlýðni við föðurinn, hliðstætt því sem hans eigið vald byggir á hlýðni við yfirboðara í rómverska stjórnkerfinu. Ummæli Jesú fjalla því ekkert um mikil- vægi hlýðni við yfirboðara heldur hlýðni gagnvartGuði. Annað dæmi um rangtúlkun biblíu- texta tengist efni úr Bréfi Páls postula til Filippímanna: Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans, ég vil þjást með honum og líkjast honum í dauða hans. Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum. Ekki er svo að ég hafi þegar náð því eða sé þegar full- kominn. En ég keppi eftir því ef ég skyldi geta höndlað þaö, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. Systkin, [Bræður] ekki tel ég sjálfan mig enn [orðið „enn" vantar í sum handrit] hafa höndlað það. En eitt geri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur í Kristi kallað okkurtil (Fil 3.10-14). Það eru orðin: „Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er ..." sem stundum eru rangtúlkuð á þann veg að þau merki að kristið fólk eigi ekki að huga að úrvinnslu áfalla í for- tíðinni. Allar afleiðingar liðinni áfalla fortíðarinnar hverfi með einhvers konar kristilegu trúarafturhvarfi. í reynd fjallar versið ekki um slík mál heldur það að láta ekki sigra eða góðan árangur í fortíðinni duga heldur horfa fram á veginn og setja sér ný markmið á hinum góða vegi læri- sveinsins. Til þess að draga sem mest úr mis- notkun Ritningarinnar er gagnlegt að bera upp nokkrar spurningar um sér- hvern texta. Til hverra var þetta ritað? Við hvers konar vanda eða málefni var fólkið, sem er ávarpað, að fást? Hvað merkti þetta fyrir upprunalegum áheyrendum? Eru þetta algild sannindi eða sérstök fyrirmæli bundin tilteknum aðstæðum? Stundum getur jafnvel það að skoða í fljótheitum í hvaða samhengi versin, sem verið er að skoða, eru til að upplýsa að atriðið sem einhver er að reyna að „sanna" með tilvitnuninni er í engu sam- hengi við upprunalegan tilgang höfundar textans.2 Afar almennur er misskilningurinn september 2013 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.