Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 28
arar og háskólastarfsmenn í ábyrgöar-
stööum meö sameiginlegri yfirlýsingu
í fjölmiðlum þar sem segir að gagnrýni
hans sé sorglegur vitnisburður um þekk-
ingarleysi á því hvaö felst í háskóla-
kennslu á sviðum hug- og félagsvísinda.
í ööru lagi gagnrýna vantrúarfélagar
að ég skuli hafa stytt eina tilvitnun á
glærunum og sett þar úrfellingarmerki.
Þar er um aö ræöa tilvitnun í Matthías
Ásgeirsson, einn af fimm stofnendum
félagsins og helsta forystumann þess frá
upphafi, þar sem hann segir: „Ég er oröinn
þreyttur á trúmönnum sem [...] móögast
svo þegar þeir eru kallaðir hálfvitar." Þetta
er ein af nokkrum tilvitnunum þar sem
sjá má hvernig forystumenn félagsins
hafa beitt sér í trúmálaumræöunni. Aðal-
atriðiö í þessari tilvitnun er aö Matthías
sér ekkert athugavert við þaö aö kalla þá
menn hálfvita sem hann telur veröskulda
það en segist aö sama skapi þreyttur
á þeim úr þeirra hópi sem móðgist fyrir
vikiö. Ástæöan fyrir því hvers vegna hann
telur þá verðskulda þetta er hins vegar á
þessu stigi kennslunnar aukaatriði og því
fellt út. Vantrúarfélagar halda því fram
aö meö úrfellingarmerkinu hafi ég gert
Matthías að meiri öfgamanni og rudda
en hann sé.
Ég tel þvert á móti að ef gagnrýna
megi mig fyrir þessa úrfellingu þá sé þaö
fremur fyrir þaö aö hafa gert hann þar
eilítið yfirvegaðri. Textinn án úrfellingar
er á þessa leið: „Ég er oröinn þreyttur á
trúmönnum sem halda að þeir geti vaöið
uppi í þessu samfélagi, hrópandi yfir-
lýsingar í allar áttir. Hótandi mönnum
heljarvist og eilífðarkvölum... og móög-
ast svo þegar þeir eru kallaðir hálfvitar."
Atferliö og trúaratriðin sem sögö eru
réttlæta yfirlýsingu Matthíasar geta átt
við um harla maryga. Þeir eru ófáir sem
líta á sig sem truaða og lýsa ýmsu yfir
opinberlega á grundvelli tjáningarfrelsis.
Glötun með tilheyrandi táknfræði er
ennfremur algengt trúarlegt sjónarmiö
sem snýst um eilífa ábyrgð manna og
getur haft víðtækt merkingarsviö sbr.
t.d. karmalögmálið og heljarvist sem
útslokknun eða þroskaferil. Vantrúar-
félagar hafa reyndar sömuleiðis víða
haldið því fram að með úrfellingunni
sé Matthías ranglega látinn alhæfa um
trúmenn að þeir séu allír hálfvitar. Mér
er það hulin ráðgáta hvernig þeir geta
lesið slika alhæfingu út úr tilvitnuninni
því að tilvísunarfornafnið „sem" ein-
skorðast hér augljóslega við þá eina sem
auðsýna þau viðbrögð að móðgast við
því að vera kallaðir hálfvitar. Um þetta
eru þeir íslenskufræðingar sammála
sem ég hef rætt við. Hitt er svo annað
mál að úr texta Matthíasar má greina þá
svart/hvítu heimsmynd að skipta megi
mönnum í tvennt, annars vegar trúmenn
og hins vegar trúlausa. Slík aðgreining er
alhæfing sem auðveldlega má gagnrýna.
Þriðja atriðið sem vantrúarfélagar
gagnrýna mig fyrir er að hafa tekið orð-
ræðu þeirra til umfjöllunar. Ein algeng-
asta gagnrýnin sem komið hefur fram á
Vantrú á liðnum áratug er einmitt hvernig
þeir haga málflutningi sínum. Fjöldi
þjóðþekktra íslendinga hefur itrekað
gagnrýnt vantrúarfélaga fyrir ókurteisi,
stóryrðanotkun og einelti. Þessa gagn-
rýni tók ég fyrir í kennslustundinni og vó
hana og mat með hliðsjón af orðfærinu.
Þannig var ein glæran með dæmi um
stóryrði sem finna má í skrifum helstu
forystumanna félagsins og á vettvangi
þeirra en þar er um að ræða hugtök eins
og asni, bjáni, fáviti, fifl, drullusokkur
og trúarnöttari, alls 18 dæmi. Raunin er
sú að frá upphafi hafa skrif helstu for-
ystumanna Vantrúar verið morandi af
alls kyns stóryrðum um einstaklinga
sem ýmist eru nafngreindir eða vísað
til þannig að Ijóst er um hvern er rætt,
28 september 2013 bjarmi