Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 9
var tamur frá yngri árum og fléttaði
saman bæn og íhugun og persónulega
tileinkun.
Frœðin minni, sem urðu undirstaða
fermingarkveranna í lútherskum kirkjum,
hugsaði Lúther sem „leikmannabiblíu"
með grundvallartrúartextum, svo sem
boðorðunum 10, Faðir vorinu, postullegu
trúarjátningunni o.fl. Þetta „kver" átti fólk
að læra utan að. Tilgangur utanbókar-
lærdómsins virðist þó oft hafa gleymst er
fram liðu aldir svo úr varð stundum mein-
ingarlítið stagl. Að læra fræðslu- og upp-
byggingaref ni utan að var vissulega sjálf-
sagðara fyrr á öldum þegar minna var
um bækur og lestrarkunnátta fátíðari en
á okkar dögum. í fábreytninni má einnig
ætla að fátt hafi truflað þennan lærdóm
miðað við allt þetta áreiti nútímans.
En utanbókarlærdómurinn var ekki
neyðarráðstöfun vegna bókaskorts eða
ólæsi. Efnið var ekki aðeins hugsað til
fræðslu, þó að hún hafi verið ómissandi
grundvöllur. Frœðin voru jafnframt ekki
síður hugsuð sem bæna- og íhugunar-
bók - „daglegt brauð sálarinnar".2 í
íhugunarhefðum miðalda (og vísast á
öðrum tímum) var endurtekning heilags
texta með opnu og biðjandi hugarfari,
lykilatriði. Því var mikilvægt að hafa slíka
texta handbæra í daglegu lífi þar sem
varla var um það að ræða að hafa bók við
höndina til fletta upp í. Endurtekningin
átti heldur ekki að vera einhvers konar
þululestur upp úr bók heldur að hljóma
í huganum og snerta sífellt dýpri hugar-
fylgsni. Sumir kannast við endurtekningu
jesúbænarinnar, „Drottinn, jesús Kristur,
miskunnaðu mér, syndaranum," sem
dæmi um svipaða hefð. Og endurtekning
bænaversa sem fólki eru töm getur vísað
til sömu áttar. En þó að Lúther leggi
áherslu á endurtekningu í bæn og íhugun
þá varar hann við að ofþreyta sig við
bæn.3
Ttytóendwt trúar
lífai cdmú^ani
En hvers vegna átti alþýðufólk, hinn strit-
andi almúgi, að lesa Guðs orð, biðja og
íhuga? Vissulega er bænin skoðuð sem
andardráttur trúarlífsins og það, sérstak-
lega miðað við áherslur Lúthers, hvílir á
Biblíunni. En gleymum ekki bakgrunni
Lúthers og almennum kristnum trúar-
hefðum hans tíma. Bilið á milli presta og
klaustrafólks annars vegar og almúgans
hins vegar hafði breikkað mikið þegar
komið var fram á daga Lúthers. Hin fyrr-
nefndu voru talin guðlegrar stéttar, þeirra
bjarmi
september 2013
9