Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 13
Lágafellskirkju, Selfosskirkju, Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli og í kapellu sjúkrahússins á Akureyri. Allir hóparnir bjóöa uppá kennslu fyrir byrjendur. Þá má einnig geta þess að Kyrrðarbæninni hefur verið vel tekið í tengslum við tólf- sporastarf enda fjallar II sporið um að styrkja sambandið við Guð með hug- leiðslu og bæn. Samkvæmt lögum hins nýstofn- aða félags er tilgangur Contemplative Outreach á íslandi að skapa samfélag um Kyrrðarbænina, að stuðla að útbreiðslu bænarinnar, bjóða upp á kyrrðardaga, lesefni og stuðning við iðkendur bænar- innar. Megináherslan verður því á kynn- ingu, kennslu og miðlun upplýsinga. í Ragnheiður Jónsdóttir rekur sögu Kyrrðarbænarinnar á Islandi. Nýkjörin stjórn Contemplative Outreach á íslandi. Frá vinstri, Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Margrét Guðjónsdóttir, Ingigerður Anna Konráðs- dóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir og Hilmar Bergmann. þeim tilgangi heldur félagið úti heima- síðu á veffanginu www.kristinihugun.is þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um bænina, starfandi bænahópa, námskeið og kyrrðardaga sem bjóðast bæði hér heima og erlendis. Á heimsíðunni er einnig að finna ýmis konar fróðleik, greinar, myndbönd og hljóðupptökur um ýmsar bænaaðferðir tengdar kristinni íhugun. Þá er mikil eftirvænting eftir útgáfu bókar Thomasar Keating Vakandi hugur - vökult hjarta ( e. Open mind - open heart) í þýðingu Nínu Leósdóttur sem kemur út hjá Skálholtsútgáfu nú í haust. Sú bók Keating er nokkurs konar grundvallarrit fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér og stunda Kyrrðarbænina og kemur útgáfa hennar til með að verða mikil lyftistöng fyrir iðkun hér á landi. Þau sem iðka Kyrrðarbænina eru sammála um að hún sé umbreytandi ferli sem hefur áhrif á allt líf þess sem iðkar hana. Hún dýpkar trú og traust á Guði, eykur kærleika og frið hið innra og leiðir viðkomandi til dýpri skilnings á Guði, sjálfum sér og umhverfi sínu. Er það eitthvað sem þú þráir í þitt líf? Vertu velkomin/n í hópana og á heimasíðuna. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, formaður stjórnar Contemplative Outreach á íslandi, bjarmi septanber 2013 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.