Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 5
„VIÐ LESTUR ÞESSARAR SOGU
AFNÓA OG FLÓÐINU ER ÞAÐ
EFTIRTEKTARVERT AÐ NÓI
TEKUR ALDREITIL MÁLS.
ÞAÐ ER ALLTAF GUÐ SEM
TALAR OG FRAMKVÆMIR"
söguna er að hafa gengið með Guði.
Nói átti sögu með Guði í einrúmi áður
en hann átti sér sögu á opinberum vett-
vangi. í sínu nána samfélagi við Guð fékk
hann innsýn í hvað er Guði þóknanlegt og
hjarta hans umbreyttist þannig að það
varð honum eðlilegt að hlýða Guði og
elska hann. „Þetta er saga Nóa. Nói var
réttlátur og vandaður maður á sinni tíð.
Hann gekk með Guði" (I. Mós 6.9).
Við lestur þessarar sögu af Nóa og
flóðinu er það eftirtektarvert að Nói tekur
aldrei til máls. Það er alltaf Guð sem
talar og framkvæmir. Þetta snýst allt um
áætlun, almætti og réttlæti Guðs en Guð
tekur Nóa með sér í ráðagerð sinni. Hann
segir honum frá hugsunum sínum og Nói
sem hefur gengið með Guði treystir og
hlýðir, því að hann þekkir Guð. Þegar Guð
sagði Nóa að gera örkina þá gerði Nói
allt eins og Drottinn bauð honum. Og Nói
hlýddi þegar Guð sagði honum að ganga
inn í örkina. Þetta var ekki trúarstökk út í
bláinn því að Nói sem hafði gengið með
Guði þekkti hann nógu vel til að vita að
Guði væri treystandi. En Nói, fjölskylda
hans og öll dýrin biðu í örkinni í sjö daga
á þurru landi áður en nokkuð gerðist.
Líklega hefur verið hlegið að þeim. Þetta
hlýtur að hafa reynt á trú Nóa og hugsan-
lega hefur hann spurt: „Ert þú sá sem þú
segist vera, Guð?" Þegar Jóhannes skírari
sat í fangelsi vöknuðu hjá honum spurn-
ingar og hann lét spyrja jesú: „Ert þú sá
sem koma skal eða eigum við að vænta
annars?" (Lúk. 7.19) Jóhannes fékk svar
þegar honum var sagt frá því sem Jesús
væri að gera en hann fékk aldrei að sjá
það með eigin augum. En Nói varð vitni
að því hvernig Guð framkvæmdi allt eftir
sinni áætlun og fékk staðfestingu á því
að Guð stendur við orð sín.
Guð deildi hugsunum sínum með
Nóa og undirbjó hann fyrir dóm Guðs
og valdi hann til að vera farvegur fyrir
björgunina og nýtt líf í nýjum heimi. Guð
sagði við Nóa: „Ég hef ákveðið endalok
allra manna á jörðinni því að jörðin er
full orðin af ranglæti þeirra vegna" (I.
Mós 6.13). Jesús varaði einnig lærisveina
sína við þegar hann sagði: „Eins og var
á dögum Nóa, svo mun verða við komu
Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu
menn og drukku, kvæntust og giftust allt
til þess dags er Nói gekk í örkina. Og þeir
vissu ekki fyrr en flóðið kom og hreif þá
alla burt. Eins verður við komu Manns-
sonarins. Þá verða tveir á akri, annar
mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu
mala á kvörn, önnur verður tekin, hin
eftir skilin" (Matt 24, 37-42). En sjálfur
var Jesús farvegur Guðs fyrir björgun og
frelsun mannanna.
september 2013
5