Bjarmi - 01.09.2013, Blaðsíða 42
Björguwnniðstöðin
- dæmisdgd
Höfundur; Theodor UUedel
Við hættulega sjávarströnd þar sem oft
verða skipskaðar var eitt sinn grófgert
björgunarskýli. Byggingin var bara lítill
kofi og þar var aðeins einn bátur. En
nokkrir menn sem tóku af heilum hug
þátt í starfi björgunarfélagsins fylgdust
stöðugt með hafinu og án þess að skeyta
um eigið öryggi fóru þeir út í brimið dag
og nótt þar sem þeir gerðu allt hvað þeir
gátu til þess að koma þeim, sem voru að
farast, til bjargar. Mörgum mannslífum
var bjargað af þessu frábæra litla björg-
unarfélagi þannig að það öðlaðist frægð
fyrir afrek sín. Sumir þeirra sem hafði
verið bjargað og ýmsir aðrir í nágrenninu
vildu gjarnan tengjast þessu litla félagi
og styrkja það með tíma sínum og fjár-
munum. Nýir bátar voru keyptir og nýjar
áhafnir voru þjálfaðar upp. Litla björg-
unarfélagið óx og dafnaði.
Þegar fram liðu stundir urðu sumir
félagsmanna ósáttir, þar sem byggingin
var svo gróf og illa búin. Þeim fannst
að útvega ætti þægilegri og heppilegri
stað sem fyrsta skjól þeirra sem tókst að
bjarga úr sjávarháska. Þess vegna settu
þeir rúm í björgunarskýlið í stað neyðar-
beddanna sem fyrir voru og bjuggu það
betri húsgögnum eftir að byggingin hafði
verið stækkuð, þannig að björgunar-
miðstöðin varð nú vinsæll staður meðal
félagsmannanna til þess að hittast. Þeir
lögðu því sig alla fram við að prýða björg-
unarmiðstöðina sem best og innrétta
hana glæsilega, því þeir sáu að mögulegt
væri að nýta hana með nýjum hætti í því
samhengi að þeir voru nú komnir með
nokkurs konar klúbb. En færri félags-
menn höfðu nú áhuga á því að fara til
sjávar í björgunarferðir, þannig að þeir
réðu til sín áhafnir til þess að sinna björg-
unarstöfunum í þeirra stað. Við skulum
hafa það hugfast að enn sáust skýr merki
um sjóbjörgun í táknum félagsins og á
því hvernig björgunarmiðstöðin var inn-
réttuð og prýdd, það var til dæmis tákn-
rænn björgunarbátur í salnum þar sem
nýir félagsmenn voru innvígðir í félagið,
þannig að breytingarnar sem höfðu orðið
þýddu ekki endilegá það að upphaflegur
tilgangur félagsins hefði alveg glatast.
Um þetta leyti fórst stórt skip úti
fyrir ströndinni og atvinnumennirnir í
áhöfnum björgunarbátanna komu að
landi með heilu bátsfarmana af köldu,
blautu og hálfdrukknuðu fólki. Þetta var
óhreint fólk og veikt og sumt að því var
svart á hörund og annað gult. Eins og
nærri má geta fór alit á annan endann
í fallega nýja klúbbnum, þannig að
nefndin sem sá um eignir klúbbsins, lét
þegar setja upp steypibaðskýli fyrir utan
klúbbinn þar sem hægt væri að þvo skip-
brotsmenn áður en þeir komu inn í aðal-
byggingu klúbbsins.
Strax á næsta fundi reis upp ágrein-
ingur meðal félagsmanna klúbbsins.
Flestir félaganna vildu leggja niður
björgunarstarfsemina þar sem hún
var óþægileg og auk þess truflaði hún
venjubundið félagslíf klúbbsins. Sumir
félaganna stóðu fast á þeirri skoðun
sinni að sjóbjörgun væri megintilgangur
starfseminnar enda kallaðist staðurinn
þrátt fyrir allt björgunarmiðstöð. En
þessir fáeinu félagar urðu að lokum undir
í atkvæðagreiðslu og þeim sagt að ef þeir
vildu endilega standa í því að bjarga alls
konar fólki, sem strandaði í sjónum þarna
nálægt, gætu þeir bara farið og stofnað
eigiö sjóbjörgunarfélag annars staðarvið
ströndina. Það var einmitt það sem þeir
gerðu.
Þegar árin liðu gekk nýja sjóbjörgun-
arfélagið neðar við ströndina í gegnum
sömu breytingar og upphaf lega björgun-
armiðstöðin. Það þróaðist í klúbb og enn
á ný þurfti að stofna nýtt björgunarfélag
til þess að sinna upphaflegum tilgangi
þess. Sagan hélt áfram að endurtaka sig
og ef þú kemur að þessari sjávarströnd
nú, muntu sjá fjölmarga einkaklúbba
meðfram ströndinni. Skipskaðar eru
algengir á þessum stað en flest fólkið
drukknar.
Þýðing: Ægir Örn Sveinsson
Heimild: http://resurrectionwc.
org/crudejif esaving_station.htm
42 september 2013 bjarmi