Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 2
Hvernig Ufiim við liíiimV
Eftir því sem maður eldist kemst maður
síður hjá því að velta fyrir sér endalokum
jarðneskrar tilveru, dauðanum sjálfum, um
leið og maður horfir aftur á langa ævi og
til þess hvað tekur við eftir dauðann. Við
sem kristin erum lifum eins og aðrir í óvissu
um hvað gerist nákvæmlega við dauðann.
Eins lifum við í óvissu um það hvernig eilífa
lífið verður nákvæmlega. En við lifum ekki
í óvissu heldur í lifandi von um að Jesús
Kristur lifir og tekur við okkur og að eilífa
lífið er líf í nærveru hans.
í ár eru 150 ár frá fæðingu séra Friðriks
Friðrikssonar og full ástæða er til að lífa
aftur til lífs hans og einlægrar trúar sem var
uppspretta þjónustu hans í Guðs ríki. f ár
eru einnig 100árfráfæðingu BillysGraham,
sem lést nú ífebrúar 99 ára að aldri. Þar fór
maður sem naut virðingar og var trúr allt til
dauða, mætti einnig víða mótstöðu enda
eindreginn boðberi fagnaðarerindisins um
Jesú Krist - og að það er ekkert og enginn
sem hefur opnað okkur leiðina að faðmi
Guðs föður annað en Jesús. Væntanlega
beinir Bjarmi sjónum að ævi Grahams síðar
á árinu. Líf séra Friðriks og Billys Graham
er okkur góð fyrirmynd um það hvernig
við getum lifað lífinu í nærveru Drottins og
þjónustu við hann.
Þetta tölublað geymir margvíslegar
greinar, minningar um séra Friðrik, fræðslu
um ofsóknir á hendur kristnu fólki í löndum
múslíma, fróðleiksmola um Kirkjuturninn,
umfjöllun um náðarmeðölin og náðar-
gjafirnar hjá Lúther, frásögu af ferð á
samveru Blessunarhreyfingar, umfjöllun um
bók sem fjallar um tilfinningalega heilbrigða
kirkju, fróðleik um hvað er líkt og hvað ólíkt
í austrænni og kristinni bænahefð. Þar fyrir
utan er grein um kvíða, biblíufræðsla tengd
daglegum önnum, fréttamolar, Bjarmabros
og fleira. Má segja að þetta snerti mjög
mörg svið trúarlífsins, daglegs lífs og
þjónustu við Drottin. Án efa eru þar greinar
sem hjálpa okkur einnig til að lifa lífinu í
takt við vilja Guðs með okkur hvert og eitt.
Þetta er m.a. undirstrikað í greininni um
tilfinningalega heilbrigða kirkju. Þjónusta
við Drottin sem á sér ekki uppsprettu i
nánu samfélagi við frelsarann frá degi til
dags verður auðveldlega lítið annað en
mannlegt strit. Lifum lífinu með Jesú!
Stundum er haft samband við undir-
ritaðan vegna þess sem birtist í Bjarma,
bæði til þess að þakka og hrósa eða
koma með ábendingar, jafnvel aðfinnslur
og gagnrýni. Við tökum gjarnan við
viðbrögðum í blaðið, svo framarlega sem
um málefnalega umræðu er að ræða
og innan ákveðins orðafjölda. Hafa má
samband við undirritaðan með tölvupósti
á ragnar@sik.is.
Ragnar Gunnarsson
SOLSKOGARhf
S. Waage ehf.
Gardabæ
GA
SMÍÐAJÁRN
HÓPFERÐIR
5544466
<2^ Hjálparstarf
\J\J kirkjunnar
Bjarmi í. tbl. 112. árgangur, apríl 2018. ISSN 1026-5244
Utgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga
Ritstjórn: Ragnar Gunnarsson, Vigfus Ingvar Ingvarsson og Haraldur Jóhannsson
Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigíus Ingvar Ingvarsson.
Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60,108 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909.
Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 0117 26 017476,
IBAN: IS18 0117 2601 7476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE
Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is
Árgjald kr.4.950 (þrjú tölublöð), kr. 5.950 til útlanda. Gjalddagi 1. júni. Verð í Iausasölu kr. 1.750.
Forsíðumynd: Lightstock
Umbrot og hönnun: Emil Hreiðar Björnsson
Prentun: Litróf
bjarmi.is