Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 10
sínu og vitsmunum, að honum tókst að gera allar tilraunir til ærsla hjákátlegar, svo að ærslabelgirnir urðu að gysi og sátu á strák sínum eftirleiðis. Hin meðfædda og margþjálfaða gamansemi hans kom honum þar að góðu haldi og hann gat beitt henni án þess að særa, enda lagði hann sig þá sérstaklega fram um að hæna þá drengi að sér, sem orðið höfðu fyrir barðinu á honum, og honum tókst oftast að ná fullu trausti þeirra og vináttu. Leyndardómurinn við undravald séra Friðriks var ekki hvað sízt fólginn í því, að hann gat alltaf verið eins og drengur meðal drengja og þó að sjálfsögðu foringi. Því gat hann fengið þá til þess að varpa af sér allri feimni og syngja fullum hálsi, þegar hann skundaði fram og aftur um gólfið og sló taktinn með söngbókinni, en allir spruttu á fætur og skelltu hælum í gólf, þegar sungið var: „Rís upp með fjöri og stíg á stokk, og streng þess heit að rjúfa ei flokk“. Við smástrákana í Yngstu deild félagsins, sem áttu erfitt með að sitja kyrrir og líta ekki um öxl, þegar gengið var um dyrnar, beitti hann m.a. því bragði að segja: „Það er mesti óþarfi fyrir ykkur að líta um öxl, það var bara drengur að koma, en ef það skyldi koma Ijón inn úr dyrunum, skal ég strax láta ykkur vita og þá mega allir líta við.“ Fyrir drengina í Unglingadeild hélt hann oft uppi kynningu á öndvegisbókmenntum fyrri alda, fór t.d. með allan Manfred eftir Byron. Hann var ágætur flytjandi Ijóða og mun flestum sem á hlýddu, ógleymanleg meðferð hans á Kafaranum eftir Schiller eða Sveini Dúfu. UNGMENNI AÐ LÆRISVEINUM KRISTS Séra Friðrik tók þátt í áhugamálum æskunnar og var hvatamaður, stóð að stofnun knattspyrnufélagsins Vals, Karlakórs KFUM, sem síðar breyttist í Fóstbræður, Lúðrasveitar KFUM, og greiddi hljóðfærin úr eign vasa af litlum tekjum sínum, en síðast en ekki sízt að stofnun Væringjafélagsins, þar sem skátahreyfingin varfærð í þjóðlegan búning. En fyrst og fremst var þó starfsorka séra Friðriks helguð því að gera ungmennin að lærisveinum Krists og allt hitt miðaði að því eina marki. Hann lifði sitt afturhvarf eða aðra fæðingu, eins og William James, sem ég vitnaði áðan í, orðar það og það gaf öllu lífi hans, sem var komið á heljarþröm vegna ástarsorgar og innri andstæðna, þá föstu stefnu og það fasta mark, sem það átti æ síðan. Hugur hans stóð þó ekki í fyrstu að því að verða prestur, heldur innritaðist hann í læknisfræði við Hafnarháskóla, en sá brátt fram á, að það nám yrði allt of langt og dýrt og fluttist næsta ár í máladeild. Fyrir áeggjan frænda síns Þórhalls Bjarnarsonar, síðar biskups, fluttist hann þó heim til íslands eftir tvö ár við málanámið í því skyni að hefja þar kristilegt æskulýðsstarf og settist í Prestaskólann. Þessi þrjú ár við Hafnarháskóla urðu honum þó ómetanleg, víkkuðu sjóndeildarhring hans og þar komst hann í kynni við KFUM, sem þá var nýlega stofnað og stóð undir stjórn hins mikilhæfa og gáfaða Olfert Richard, en með þessum borgarbúa af gamalli, franskri Hugenottaætt og stúdentinum úr íslenskri sveit tókst ævilöng vinátta, og skrifuðust þeir jafnan á. Á þessum árum kynntist hann einnig jesúítaprestinum Jóni Sveinssyni, sem síðar varð heimsþekktur undir rithöfundarnafninu Nonni fyrir bækur sínar, en til kynnanna við þann hámenntaða og göfuga mann má víst rekja að nokkru þá virðingu sem, sem hann bar alltaf síðan fyrir kaþólsku kirkjunni og sjónarmiðum 10 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.