Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.04.2018, Qupperneq 15
Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda.... Drottinn frelsar líf þjóna sinna, enginn sem leitar hælis hjá honum mun sekur fundinn. Sálm 34.19 og 23 En það er eitt sem enginn annar getur mögulega gefið mér, eða gefið mér von um, og sem ég get aldrei framkallað eða fundið eða unnið mér inn sjálf, sem ég er neydd til að treysta á Guð einan með. Og það er frelsi mitt. VISSA TRÚARINNAR Ég lærði að svara kvíðanum þegar hann minnti mig á allt sem ég gæti misst. „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ En hann játaði sig ekki sigraðan þar. Hann réðst á trúarvissuna líka. Svo oft hefur hann ráðist á mig og vakið upp efasemdir um að ég eigi raunverulega frelsið og vonina um eilíft líf. Það er raunverulegt vonleysi. Að hugsa eitthvað á þessa leið: „Ef við réttlætumst af trú, þá hef ég ekki næga trú. Ef góð verk eru einhver vísbending um trú okkar, lítur þetta að minnsta kosti ekki vel út. Ég á eftir að skammast mín þegar ég sé Guð á efsta degi.“ Bara tilhugsunin um eilífa glötun er nóg til að lama mann. VISKA ÚR GAMALLI BÓK En ég rambaði á gamla bók á bókasafninu á Fjellhaug, um kvíða. Hún minnti mig á að kvíðinn þarf ekki að vera óvinur minn. Hann minnir mig á að sofna ekki á náðinni. Það skiptir máli hvað ég nota tímann (, og það skiptir máli að ég fylgist með sjálfri mér, að ég vaxi ekki frá trúnni. Það skiptir máli hvaða ákvarðanir ég tek. En það er eitt grundvallaratriði sem hefur breyst eftir að ég öðlaðist trú. Ég er hætt að safna syndunum sem bagga á bakið og mór til dóms á efsta degi. Rangar ákvarðanir, illar hugsanir og gerðir safnast ekki lengur upp gegn mér. Fórn Jesú nær yfir það allt. í staðinn minnir kvíðinn mig á hvað ég er lítil og veik, hann slær mig niður þegar ég gerist of stolt og hrokafull og hann minnir mig á að ég þarfnast Guðs. Ég komst líka að því hvað það að „biðja án afláts" þýðir raunverulega fyrir mig. Það er ekki skilyrði sem ég þarf að uppfylla til að fá eitthvað, eða regla sem ég þarf að fylgja „af því Guð segir það“. Að biðja án afláts er hverjum manni augljós nauðsyn sem sér að hann ræður ekki við lífið sjálfur. Þeim sem les Guðs orð og sér að hann uppfyllir ekki boðorð hans, sér illskuna í sjálfum sér og skortinn á kærleika, trú og góðvild, eru tveir valkostir búnir: Að fela sig fyrir Guði í skömm, eða leggja alla hluti fram fyrir hann í bæn, og treysta honum til að bera sig. Kvíðinn hjálpaði mér að skilja það. Hann sagði mér að ég kæmist aldrei til himna með því að lifa svona, og benti á mér á allt mögulegt í lífi mínu. En ég Fyrir (dví fagnar hjarta mitt, hugur minn gleðst og líkami minn hvílist í friði því að þú ofurselur helju ekki líf mitt, sýnir ekki gröfina þeim sem treystir þér. Sálm 16.9-10 misskildi. Auðvitað hefur hann rétt fyrir sér. En það þýðir ekki að ég glatist. Það er nákvæmlega út af þessu sem Jesús tók á sig synd mína og friðþægði fyrir hana á krossinum. Af því að ég get það ekki. Og verk Jesú var í eitt skipti fyrir öll. Hann tekur það ekki til baka, þótt mér mistakist. GUÐ SEM GEFUR Kvíðinn minnir mig mjög áþreifanlega á það sem ég get ekki, því þetta er yfirleitt kvíði við að mistakast eða ráða ekki við það sem ég þarf að gera. Það er auðmýkjandi að ráða ekki við lífið sjálfur og þurfa að biðja um hjálp. En það hjálpar mér að skilja hvernig sambandi mínu við Guð er háttað. Allt sem hann biður mig um er mér um megn. Að trúa, að elska, þjóna náunganum, þetta get ég ekki sjálf. En líka bara að borða, drekka eða draga andann, það getum við ekki gert nema hann leyfi það. Og það er blessun að vera I angist minni kallaði ég á Drottin, til Guðs míns hrópaði ég. Hann heyrði hróp mitt frá helgidómi sínum, óp mitt náði eyrum hans. Sálm 16.7 minntur á það. Þótt auðmýkt sé okkur sjaldnast til gleði er hún okkur oftast til blessunar. Hún minnir mig á að treysta Guði. Hún minnir mig á að þetta snýst ekki um hvað ég get gert fyrir Guð, því hvað get ég svo sem gert fyrir hann sem hann getur ekki gert sjálfur? Hann þarfnast mín ekki. Það snýst allt um það sem hann valdi að gera fyrir mig. Mig eins og ég er, ekki bara á góðu dögunum þegar mér gengur vel að vera „góð manneskja". Það blekkir hann ekki. Hann valdi að koma til mín af því að ég ræð ekki sjálf við lífið. Ég get ekki uppfyllt lögmálið, þess vegna uppfyllti hann það fyrir mig. Hann biður mig að leita fyrst ríkis hans og réttlætis, því það er hann sem gefur allt. Ég þarf ekki að streða til að öðlast það. Dýrð sé Guði. Höfundur stundar nám í krístniboðs- fræðum og guðfræði við FiH í Osló. bjarmi | apríl 2018 | 15

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.