Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 20

Bjarmi - 01.04.2018, Síða 20
VIÐBRÖGÐ OKKAR Hvað gerum við síðan við þessa vitneskju. Vonandi vekur hún einhverja upp til alvöru málsins. Jesús sagði að í heiminum hefðum við þrengin og að kristið fólk yrði ofsótt eins og hann sjálfur var ofsóttur. „Sæl eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og Ijúga á yður öllu illu mín vegna. Gleðjist og fagnið að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina sem voru á undan yður (Mt. 5,11-12). Við erum jafnframt kölluð til að biðja fyrir trúsystkinum okkar sem sæta ofsóknum um víða veröld. Þau þjást vegna trúar sinnar og spurning hvernig við getum komið þeim til hjálpar. Ein leið er að vekja athygli umheimsins á stöðu þeirra. Að lokum þurfum við að muna að baráttan sem við eigum í er hvorki við menn af holdi né blóði heldur andlegt vald og illsku. Jesús elskar ofsækjendurna, okkar köllun er að gera það sömuleiðis og láta það móta hug okkar og hjarta, þó svo við samþykkjum ekki gerðir þeirra. „Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Taki þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni. Blessuð þá er ofsæja ykkur. Blessið en bölvið ekki.“ (Rm 12,12-14) hluta menntastofnunum, fjölmiðlum og vestrænum stjórnvöldum. AKADEMÍA VESTURLANDA Pólitískur rétttrúnaður hefur verið við lýði í vestrænum menntastofnunum. Fræðimenn hafa verið iðnir við að hvítþvo íslam og draga upp mynd af íslam sem trúarbrögðum friðar og umburðarlyndis. Þeir hafa einnig verið iðnir við að gera lítið úr vestrænni menningu og kenna Vesturlöndum um kúgun, hroka og illa meðferð á múslímum. í þeirra augum virðast múslímar vera hinir göfugu, fátæku og kúguðu, en hinir kristnu kúgararnir. Sem dæmi má nefna draumsýn fræðimanna um fyrirmyndarríki múslíma á Spáni. Gefið er í skyn að múslímar hafi komið áfriði í landinu, komið með menntun og menningu sem var á mun hærra stigi en var til staðar á Spáni og að þeir hafi lifað í friði við kristna. Skv. bókinni „The Myth of the Andalusian Paradise" eftir Fernandez- Morera Dario stenst ekkert af þessu og er fjarri raunveruleikanum. FJÖLMIÐLAR Á VESTURLÖNDUM Stærstu og áhrifamestu fjölmiðlar Vesturlanda fjalla lítið um ofsóknir múslíma gegn kristnum. Af þeim þúsundum voðaverkum múslíma gegn kristnum á undanförnum árum, er aðeins minnst á brot af verstu glæpunum þar sem tugir kristinna eru drepnir og mikill fjöldi særðir og kirkjur lagðar í rúst. Öfgahópum múslíma er kennt um og yfirleitt fullyrt að þetta sé alröng mynd af íslam og að íslam sé i raun trúarbrögð friðar. TVÍSKINNUNGUR FRÉTTAMIÐLA í mars 2012 gaf Abdul Aziz bin Abdullah, Grand mufti Sádi-Arabíu og einn valdamesti súnní-múslími veraldar, út þá yfirlýsingu að eyðileggja þyrfti allar kirkjur á Arabíuskaganum. Fréttinni var dreift til fjölmiðla en einungis einstaka fjölmiðlar birtu hana. Ef páfinn eða biskupar gæfu út yfirlýsingu um að eyðileggja þyrfti allar moskur á tilteknu svæði, þá kæmi það í öllum fjölmiðlum ásamt mikilli hneykslun. (13) Auk þess birtast aldrei fréttir um að Sádi-Arabar séu löngu búnir að eyðileggja allar kirkjur í landinu og að þar sé algerlega bannað að byggja kirkjur eða koma með trúarrit til landsins. Á hinn bóginn hafa Sádi- Arabar notað milljarða Bandarikjadollara til að styrkja byggingar á moskum úti um allan heim og hafa í hyggju að gera slíkt hið sama hér á landi. VESTRÆN STJÓRNVÖLD Viðhorf vestrænna stjórnvalda til ofsókna múslíma á hendur kristnum virðist vera að sjá ekkert, heyra ekkert og gera ekkert. Þau vita um ofsóknirnar og fordæma verstu voðaverkin, gera samt ekkert og láta yfirleitt fylgja að íslam sé trúarbrögð friðar. Obama flutti ræðu í háskólanum í Kaíró í Egyptalandi 4. júní 2009 og sagði meðal annars „Islam has a proud tradition of tolerance." Hitler var spurður að því hvort hann héldi að hann gæti útrýmt öllum Gyðingum í Evrópu. Hann svaraði: „Hver man í dag eftir Armenum“.(15) En Tyrkir myrtu 1.5 millj. kristinna Armena á árunum 1915- 1919, án þess að alþjóðasamfélagið reyndi að hindra þjóðarmorðið. Aðgerðarleysi Vesturlanda ýtir undir ofsóknir múslíma gegn kristnufólki. Orð heimspekingsins Edmund Bruke eiga hér vel við. „Það eina sem þarf til að hið illa sigri er aðgerðaleysi góðs fólks.“ Þetta á einnig við um stjórnvöld Vesturlanda þegar kemur að ofsóknum á hendur kristnu fólki. Tilvísanir 1) http://www.perseoution.org/2018/03/02/algerian- authorities-close-churches-state-inoreases- pressure-christians/ 2) Chrucified Again by Raymond Ibraham bls. 47 og 48 3) http://christiannews.net/2017/09/11/muslim- fulani-herdsmen-massacre-20-nigerian-christians/ 4) https://www.yahoo.com/news/egypt-state-media- bombing-church-nile-delta-081400061 .html 5) https://www.voanews.eom/a/pakistan-chinese- christians-islamic-state/3896930.html 6) https://www.thereligionofpeace.com/ 15. Jan. 2017 7) https://www.thereligionofpeace.com/ 7. ág. 2017 8) https://www.thereligionofpeace.com/ 13. apr. 2017 9) The Wasington Post, grein eftir Terrence McCovy 24. maí 2014 10) https://www.thereligionofpeace.com/ 15.ág.2017 11) https://www.thereligionofpeace.com/ 3. júní 2017 12) http://www.mtv.eom/news/1523891 /muslim- fury-over-danish-cartoons-spurs-riots-across-the- globe-why/ 13) Chrucified Again by Raymond Ibraham bls. 173, 174 14) Chrucified Again by Raymond Ibraham bls. 34 15) The-Armenian-Genocide-Where-is-Justice? By Ellen J. Kennedy 21. apr. 2015 http:// endgenocide.org/the-armenian-genocide-where- is-justice/ 16) MailOnline 11. apríl 2018 http://www.dailymail.co.uk/news/article- 2332338/1 OO-OOO-Christians-killed-year-faith- says-Vatican-archbishop-Monsignor-Silvano- Maria-Tomasi-lran-shuts-countrys-biggest- Pentecostal-church-arrests-pastor- 20 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.