Bjarmi - 01.04.2018, Page 22
hans eru táknmynd þess staðar þar sem
himinn og jörð mætast. Egypsk musteri í
fornöld, svokölluð Pýlonen musteri, voru
byggð með svipuð markmið í huga. Um er
að ræða tvo samsíða turna sem tákna fjöll.
Á vissum tíma morguns reis sólin upp og
skein mitt á milli þeirra.
í ritningunni er líka fjallað um turna, til að
mynda varðturna við víngarða til auðvelda
gæslu þeirra (Jes 5.2), en líklegast er
þekktasti turn Ritningarinnar Babelsturninn
(1 Mós 11.1-9). Hann er sem táknmynd og
viðvörun til manna um þá hættu sem fylgir
misnotkun valds og mannlegum hroka.
Fyrstu kirkjur sem reistar voru í
Rómaveldi á fjórðu öld voru svokallaðar
basilíkur, en við hlið þeirra eða í tengslum
við þær var farið að reisa turna og í þá settar
kirkjuklukkur. Þeir kölluðust klukkuturnar
og eru á fjórðu og fimmtu öld orðnir
algengir. í nútímanum þekkjum við vel til
slíkra turna eins og við Breiðholtskirkju
og hógvært dæmi um einn slíkan er að
finna við Kópavogskirkju. í Evrópu verða
kirkjuturnar fyrst útbreiddir á áttundu og
níundu öld, átímum svonefndra karórilinga
(750-900). Þeir voru aðallega klukkuturnar
með útsýnisrými eða palli til öryggisgæslu.
Sá kirkjubyggingarstíll sem varð síðar
mótandi á miðöldum er svonefnd rómaník
eða rómanskur stíll (1050-1250) en
kirkjubyggingar þess stíls minna mjög á
kirkjuna sem borgvirki sem veitti fólki skjól
í ólgusjó tilverunnar. Kirkjurnar voru alla
jafnan með tvo turna hvorn sínum megin
við innganginn á vesturenda. Þegar menn
stigu yfir þröskuldinn var sem þeir kæmu
ekki einungis inn í virki sem veitti þeim
öruggt skjól, heldur inn í himininn sjálfan.
Á hámiðöldum kemur fram annar stíll í
kirkjubyggingum, svonefndur gotneskur
stíll (1235-1500). Kirkjur hafa þar iðulega
einn stóran turn á vesturenda, líkt og við
þekkjum með Hallgrímskirkju, en gátu
auk þess verið með nokkra minni. Turninn
átti að rísa hátt og vísa inn í himininn
sem lofgjörð til Guðs og til dýrðar þeim
er hann reistu. Það var ekki óalgengt að
ekki tækist að klára þá eða að þeir hryndu.
Á hámiðöldum og síðmiðöldum var
Hallgrímskirkja í Reykjavík
borgarastéttin í öflugri sókn og óx jafnt og
þétt að völdum og auði. í borgum þar sem
voru biskupssetur var ósjaldan reist vegleg
biskupskirkja með glæsilegum turni, en
til að draga úr alræði biskupa í trúmálum
reistu borgarar gjarnan sína kirkju og þá
helst með aðeins stærri turni.
Þessi samkeppni leiddi ekki bara til
þess að turnar urðu sífellt stærri, heldur
líka til þess að merkar klausturhreyfingar
(sistersíanar, þ. Zisterzieneser) höfnuðu
með öllu háum turnum. Þær byggðu
kirkjur sínar með litlum klukkuturnum við
þakið eða rétt upp úr því og virkuðu þeir
sem kall til iðrunar. Ef til vill má túlka turna
sveitakirkna á íslandi í samhengi þessa.
Á tímum endurreisnarstefnunnar í
byggingarstíl (1500-1650) var turnum
oft skipt út fyrir voldug hvolfþök eins og
við þekkjum t.d. á Péturskirkjunni í Róm.
i byggingarstíl barokksins (1650-1750)
er aftur að finna áherslu á turna en þó
hefur hvolfþakið yfirhöndina. Þegar
þjóðernisstefnan kemur fram á sjónarsviðið
var klassíkur stíll ráðandi (1790-1830) en
19. öldin tekur upp á sína arma byggingarstíl
nýgotíkurinnar. Verða miklir turnar nú
aftur vinsælir, sérstaklega í tengslum við
kirkjubyggingar og er Hallgrímskirkja hér
gott dæmi um slíkt. í samtímanum má segja
að turnar séu sæmilega vinsælir í tengslum
við kirkjur og eru oft sem innbyggðir í þær
og ekki eins háir og áður.
3. GUÐFRÆÐILEG MERKING
TURNA
Kirkjuturnar veita skjól og vísa til þess að
kirkjan er sem Guðs hús „borg á bjargi
traust, hið besta sverð og verja“ eins og
Lúther orðar í sálminum. Það mætti
vel líkja kirkjunni við virki og turninum
við virkisturn. Hér ber að hafa í huga að
í fornöld og á miðöldum voru turnar oft
notaðir sem verndarstaðir sem fólk gat
leitað í er hætta steðjaði að því, hvort sem
það var af völdum manna eða náttúru.
Erfitt var að komast í þá þar sem dyrnar
inn í þá voru jafnan á útvegg og klifrað var
upp í þá eftir stiga sem síðan var dreginn
inn um þessar litlu dyr á útvegg hans.
Það var erfitt að ryðjast inn í slíka turna,
sérstaklega ef þeir sem leituðu þar skjóls
hindruðu það og vörðust. Það kemur því
lítt á óvart að turnar urðu síðar staðsettir
við vesturenda kirkna og að dyr og anddyri
þeirra væru í þeim. Líkt og sólin reis í austri
kemur myrkrið úr vestri, þessum veruleika
Ijáðu menn fyrr á tímum þá merkingu að
ógnum myrkursins og þeim djöflum sem
það gat hýst væri mætt í kirkjubyggingunni.
Einmitt turninn sem varnarturn átti að
sýna að í öllu lífi manna væri kirkjan þeirra
athvarf. í henni gæti fólk leitað skjóls frá
ógnum veruleikans og þeirri óáran sem
herjaði á tilvist þess. Kirkjan var hæli og
griðastaður. Þessi áhersla kemur vel fram
22 | bjarmi | apríl 2018