Bjarmi - 01.04.2018, Síða 29
„ENGINN GETUR
KOMISTINNIGUÐS
RI'KI NEMAHANN
FÆÐIST AFVATNIOG
ANDA."
(JÓH. 3:3,5)
hægri hönd föðurins. Þeir eiga að vera
fætur hans og fara með boð hans. Enn
fremur eiga þeir að vera munnur hans og
tala orð hans. Þegar þeir flytja friðarkveðju
er það í rauninni Jesús sem talar (sbr. Lúk.
10:5nn). Þegar þeir segja: „Barnið mitt,
syndir þínar eru fyrirgefnar", þá eru það orð
Jesú sem hljóma.
Marteinn Lúther lýsir þessum
versum þannig: „[Hér] felur hann þeim
prédikunarembættið og gefur þeim vald
og myndugleika til að fyrirgefa og tilreikna
syndir. Þettasýnirhvað prédikunarembættið
er, það er embætti sem líf okkar og
sáluhjálp veltur á.“ (LW 69:352/WA
28:466). í samræmi við þetta má lesa í
fimmtu grein Ágsborgarjátningarinnar:
„Til þess að vér öðlumst trú, er stofnað
embætti til að kenna fagnaðarerindið og
úthluta sakramentunum, því að fyrir tilstilli
orðsins og sakramentanna eins og tækja
er gefinn heilagur andi, sem kemur til leiðar
trúnni, þar sem og þegar Guði þóknast, í
þeim sem heyrafagnaðarerindið".
SKÍRNIN
í tveimur tilvikum sjáum við að orð
Guðs og fyrirheit eru tengd ákveðnum
áþreifanlegum efnum. Þetta á bæði við um
heilaga kvöldmáltíð og skírn. Við köllum
þau gjarnan sakramenti. Efesusbréfið 5:26
segir um skírnina „helga hana með orðinu
og hreinsa hana með vatnslauginni." Þess
vegna er talað um skírnina í Fræðunum
minni sem „vatnið umvafið boði Guðs og
samtengt orði Guðs.“
Innsetningarorðin fyrir skírnina er að
finna í lok Matteusarguðspjalls: Skírið þá,
kennið þeim og sjá, „ég er með yður alla
daga allt til enda veraldar.“ (Matt 28:16-20)
Skírnin er gefin tyrir orð og skipun Jesú og
þess vegna er rangt að segja að hún sé í
andstöðu við Guðs orð. Þar sem Jesús
stofnsetti skírnina og lofaði að vera nálægur
þá starfar hann í skírninni. Það er hann sem
skírir. Aftur minnumst við orðanna: „Sá sem
á yður hlýðir hlýðir á mig.“
En það er líka minnst á skírnina áður
en hún var stofnsett. Þegar faríseinn
Nikódemus kemur til Jesú segir Jesús í
byrjun: „Enginn getur séð Guðs ríki nema
hann fæðist að nýju.“ Hann svarar síðan
mótbárum Nikódemusar: „Enginn getur
komist inn í Guðs ríki nema hann fæðist af
vatni og anda.“ (Jóh. 3:3,5)
Jesús segir ekki eingöngu að
endurfæðing sé nauðsynleg. Hann útskýrir
einnig hvernig mannsbarn getur vitað
að hann eða hún hafi fæðst á ný, það er
í skírninni. Um þessi orð skrifar Marteinn
Lúther að „þess vegna er vatn í þessu
tilviki ekki tákn um baráttu þess sem iðrast
(norska: anfektelse) heldur algjörlega
eðlilegt vatn sem flytur með sér Guðs orð.
Fyrir heilagan anda, eða þrenninguna alla,
verður það sannarlega andlegt bað." (LW
22:283A/VA 47:11)
Mörg önnur vers sem fjalla um skírnina
sýna það sama. í Títusarbréfi 3:5 er talað
um skírnina sem laug endurfæðingarinnar
og endurnýjunar heilags anda. í
hvítasunnuræðu sinni boðar postulinn
Pétur að syndin veiti ekki eingöngu
fyrirgefningu syndanna heldur einnig gjöf
heilags anda (Post. 2:38) í Rómverjabréfinu
6:1-11 er skírninni lýst sem sameiningu
við Krist í dauða hans og upprisu. Gamli
maðurinn deyr og er grafinn með Kristi og
nýr maður rís upp í og með upprisu Krists.
Endurfæðingunni er þannig lýst á talsvert
nákvæmari hátt en Títusarbréfi en áhrifin
eru þau sömu. Það sem Jesús ávann með
dauða sínum og upprisu hlotnast þeim
sem eru skírðir í hans nafni.
Hverju kemur skírnin þá til vegar?
Hún veitir „fyrirgefningu syndanna, frelsar
frá dauðanum og djöflinum og gefur eilífa
sáluhjálp öllum, sem trúa því, eins og orð
Guðs og fyrirheit hljóða.“ „Sá sem trúir og
skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir
ekki mun dæmdur verða. (Fræðin minni -
Mark. 16:16)
KVÖLDMÁLTÍÐIN
Á sama hátt og við höfum séð um skírnina
er Guðs orð einnig tengt efnunum í
kvöldmáltíðinni. Jesús tók brauðið og
sagði: „Takið og etið. Þetta er líkami minn
sem fyrir yður er gefinn." Sömuleiðis tók
hann líka kaleikinn og sagði: „Takið þetta
bjarmi | apríl 2018 | 29